Íslenska lýðræðið komið með uppdráttarsýki

tomas_ingigii13r7e7.jpg"---Nú hefur skotið upp kollinum sú hugmynd að sníða stjórnarskrá Íslands sérstaklega að því regluverki --- regluverkið (EES) ríður með hverju árinu þéttara net um það svigrúm sem við höfum til að ráða okkar málum sjálf. Þessi nýja hugmynd um stjórnarskrárbreytingu er annarleg og ekki beinlínis til merkis um að grundvöllur lýðræðisins sé að styrkjast.

Uppruni regluverks EES getur ekki með góðu móti flokkast undir alþjóðasamstarf eins og þeir sem styðja aðild að ESB gjarnan leggja áherslu á. Evrópusambandið er ekki alþjóðastofnun frekar en Sóvétríkin á sínum tíma. ESB er fjölþjóðlegt pólitískt tollabandalag sem dregur í síauknum mæli til sín fullveldi þjóða sem sambandið mynda. Þessa valdaafsals hefur gætt hér á landi fyrir tilverknað EES-samningsins. Hann hefur reynst vera ásælinn. Þau svið sem talin voru skýrt afmörkuð við samningsgerðina hafa þanist út---"

Úr grein eftir Tómas Inga Olrich, fv. ráðherra, í Mbl 14.1.2019


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég las þessa grein Tómasar Inga í morgun afar ánægð með gagnrýni hans á hugmynd um breytingu stjórnskrár Íslands sem miðar að ennþá meira valdaafsali.- Sérstaklega gott að fleiri sjá samantekin ráð ESB og fylgjendum þeirra hér,? - Og setja á minnið að Evrópusambandið er ekki alþjóöastofnun. Auðvitað mætti fylgja með að Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra,af öllum mönnum lætur sem það sé gráupplagt,það segir hinum almenna borgara að fylgjast vel með og hreyfa mótmælum.     

Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2019 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband