Aftur bankarán?

BRflag-1177326_960_720Klíkur stjórnarflokkanna vilja nú koma bönkum þjóðarinnar alfarið úr almannaeigu í hendur útvaldra í fjármálabraskinu. Ekki í fyrsta skiptið!

Þegar nýfrjálshyggjan (a Friedman og Hayek) hafði rutt gömlu hagkennurunum (Samuelson og Schumpeter) út á kant, og blindað barnslega og spillta íslenska stjórnmálamenn, afhentu þeir sínum flokksbræðrum fyrirtæki þjóðarinnar, með góðu eða illu, blekkingum eða lygum. Bankakerfið var afhent í heild sinni en það hafði haldið landsmönnum og þeirra fyrirtækjum gangandi í áratugi mestu uppbyggingar í sögu Íslands.

Nýfrjálshyggjan var að sjálfsögðu hönnuð til þess að efla stórfyrirtæki Bandaríkjanna og ætluð til þess að hjálpa þeim að rupla og féfletta trúgjarna um heimsbyggðina. Til voru vísir menn um allan heim sem vörðust og höfnuðu falskenningunum og margir öflugir bankar https://en.wikipedia.org/wiki/Public_bank og stórfyrirtæki https://sg.finance.yahoo.com/news/singapore-airlines-reports-record-operating-233000277.html?guccounter=1

út um allan heim eru áfram í almannaeigu og sum í fremstu röð. Einkabankar enda oft á hausnum og á framfæri almennings eins og einkavæddu íslensku bankarnir gerðu 2008.

Bábiljuspekingar og nýfrjálshyggjuafturgöngur eru enn á kreiki og vilja einkavæða helst allt sem þjóðin á eftir. Þeir einkavæddu ekki bara banka þjóðarinnar um aldamótin síðustu heldur komu líka á regluverki EES sem var himnasending fyrir braskarana, gaf þeim starfsleyfi í ESB/EES og heimilaði bæði nýju eigendunum, vildarvinunum og bankastjórunum að maka krókinn með fé bankanna Þeir voru svo grænir að þeir áttuðu sig ekki á að verðir heimsfjármálamiðstöðvarinnar í London, þar sem þeir höfðu plantað sér, mundu aldrei þola fiskimannasonum ofan af Klakanum  að kroppa í svikamyllu fjármálafinngálknsins í Bretlandi. Enda kom á daginn að Bretar gjaldþrotuðu þá og allt íslenska bankakerfið í leiðinni. Og íslenskir skattgreiðendur fengu allt í fangið eins og við mátti búast.

Og nú segja fjárplógsklíkur stjórnarflokkanna að ríkið eigi að selja sinn hlut í bönkunum  "og nota féð í innviði-" (gáfnaljós eiga að vita að bankar eru mikilvægir innviðir). Þeir ætla næst að koma hlut þjóðarinnar í Íslandsbanka til velunnara í braskinu sem geta þá mögulega komist í feitt og leikið sér með þjóðareign.

Einkavæðingin ásamt með löggildingu EES-bankaregluverksins setti marga Íslendinga í þrot og fór nærri að setja Ísland í þrot. Þrátt fyrir að neyðarlög hafi tekið EES úr sambandi og Ólafur Ragnar, Sigmundur Davíð og Bjarni Ben hafi bægt hrægömmunum frá og bjargað ríkissjóði, standa löskuð flök af gömlu þjóðarbönkunum, og áframahaldandi áþján EES, í vegi fyrir að unga fólkið geti byggt upp sitt húsnæði og sinn efnahag.

Stór hluti bankakerfisins þarf að vera í almannaeigu og í sparisjóðakerfi til þess að geta þjónað Íslendingum en ekki peningaþvottalögreglu Evrópusambandsins og EES.

https://www.frjalstland.is/2023/07/01/fataektarmenning/

https://www.newyorker.com/magazine/2023/07/24/the-rise-and-fall-of-neoliberalism

https://consortiumnews.com/is/2022/07/01/ukraine-is-the-latest-neocon-disaster/ (tölvuþýðing)

 


Kísilverksmiðja í gang

                                                                        Kísilmálmverksmiðjunni Helguvík var á landsvirkjunimagessínum tíma lokað af Umhverfisstofnun, kvartanir bárust frá einhverjum Keflvíkingum sem fundu lykt ekki síst þegar vindur stóð á haf út og meint mengun hefði farið þangað! Lokun verksmiðjunnar var valdníðlsa, ekki var sannað að hún hefði farið yfir sett mengunarmörk.

EES-regluverkið um mengun frá iðnaði er flókið og óhnitmiðað en túlkað af geðþótta út fyrir ystu æsar af íslenskum stofnunum. Það hamlar iðnaðaruppbyggingu en í kísilmálmverksmiðjur er settur mengunarhreinsibúnaður sem tekur obbann af menguninni.

Mogginn segir að einhver hafi áhuga á að koma hinni verklausu kísilverksmiðju í gang (Mbl 18.4.2024) en hún er hönnuð og tækjavædd af einhverju stærsta fyrirtæki heims í tækni kísilmálmframleiðslu. Spurningin er hvort hægt verður að setja hana í gang meðan íslenska stofnanafarganið starfar eftir nöldurskjóðum og EES/ESB-regluverkinu sem þegar hefur flæmt stóran hluta af hráefnaiðnaði V-Evrópu burt.

Svo er það annað mál en farið er að eyða raforku þjóðarinnar í óþarfa í nafni orkuskipta og klefnishlutleysis í stað þess að nota orkuna til verðmætasköpunar. Meðal annarra heimskustrika fá menn nú umhverfisspillandi rafhlöðubíla með styrk frá skattgreiðendum meðan umhverfisvænstu bílarnir, sem nota ódýra, hagkvæma og umhverfisvæna orku bensíns og díselolíu, eru seldir með okursköttum og eldsneytið er selt á tvöföldu verði.


Vindmyllur ekki lengur í tísku

windmill-4550711_640

Andstaða gegn vind- og sólorkuverum er alþjóðleg og vaxandi, orkuverin eru óhagkvæm og byrði á sínum samfélögum þó umhverfisprelátar haldi öðru fram. Þau valda hljóðmengun, fuglameiðslum, mengunarslysum og eitruðum úrgangi og fleiri umhverfisspjöllum og valda oft rafmagnsleysi. Aðild Íslands að EES opnar á að fyrirtæki í Evrópusambandinu og þeirra umbar hér byggi og reki vindmylluver á Íslandi og fái styrki af almannafé.

Um allan heim er nú verið að hafna vind-og sólorkuverum.

Í Englandi hefur svo mörgum sólorkuverum verið hafnað að erfitt er að halda reiður á. Svæðisstjórnir í Cambridgeshire, Holbeach, Kent, Herefordshire og Coventry hafa hafnað sólorkuverum.

Í Bandaríkjunum hefur amk. 639 vind- og sólorkuverum verið hafnað síðan 2015.

Þeir einu sem vilja vindmyllur og sólarpanela eru umhverfistrúðarnir og fyrirtækin sem fá ríflega almannastyrki til að byggja og reka "grænu orkuverin"

https://www.frjalstland.is/2024/04/16/vaxandi-andstada-gegn-vindmyllum-og-solorkuverum/

 


Að drepa 100 lömb

kusabull-calf-heifer-ko-162240Hvort er betra, að drepa 100 lömb eða einn hval? Þetta eru dýr með tilfinningar og gáfur, lömbin, grísirnir og kálfarnir, sem hafa svipaðar gáfur og hvalir, finna blóðlyktina eða heyra veinin í systkinum sínum sem verið er að slátra.

Það er ekkert gaman eða fallegt við að drepa dýr en kjötát hefur reynst ómögulegt að uppræta svo eina ráðið er að drepa dýrin sem sársaukaminnst. Og leyfa þeim að vera frjálsum meðan þau lifa.

Eitt af okkar ráðuneytum, sjávarútvegsráðuneytið, sem hefur verið púðrað upp og endurnefnt "matvælaráðuneytið", m.a. til þess að fela að það var sett undir stjórn fólks sem þykist vera að vernda umhverfið en er í raun sértrúarprelátar. Þeir brjóta landslög gegn fyrirtækjum í atvinnustarfsemi. En þeir starfa í skjóli vitmeiri manna í ríkisstjórn sem geta séð til þess að stjórnarráðið fari að lögum en ekki að hugarórum hjátrúarsöfnuða. https://www.mbl.is/200milur/frettir/2024/04/13/utsed_um_hvalveidar_i_sumar/

 


Máttlaus ríkisstjórn?

skjaldarmerkiNýja ríkisstjórnin verður vonandi ekki eins máttlaus og sú fyrri sem gat ekki varið þjóð sína fyrir

-okurálögum á flugfélög, skipafélög og iðnað

-dýrum og heftandi EES-tilskipunum

-stöðnun í uppbyggingu orkuvera og iðnaðar

-óframkvæmanlegu regluverki um orkuskipti og "kolefnishlutleysi"

-áframhaldandi rupli braskaranna úr Hruninu og sulti fórnarlamba þess

-stríðsþáttöku gegn landi sem "friðelskandi" Ísland á ekkert sökótt við-

-innflæði óþekktra þróunarlandabúa og EES-aðila

-vanhæfni um bóluefni og flensuviðbrögð

-færslu landareigna til útlendinga

-hnignun íslenskrar tungu

-siðmenningarlegri upplausn

-EES-samningnum og ósjálfstæði; stjórn Evrópusambandsins yfir Íslandi

-o.s.frv.

Nýja ríkisstjórnin fær nóg að gera ef hún ætlar að færa afleiðingarnar af máttleysi fyrri stjórnar til betri vegar.


EES-svelgurinn stækkar

eu-flageurope-1045334_960_720Tilskipanavaldið (ESB) ætlar nú að heimta fé af þeim sem enn hafa sloppið við að borga fyrir losun gróðurhúsalofttegunda.

Íslensk stjórnvöld sjá um að koma EES-áþjáninni á.

Tilskipun 2023/859 fyrirskipar viðskiptakerfi "sem mun ná utanum losun frá byggingum, vegasamgöngum og viðbótargeirum"-. Þetta nýja kerfi, "ETS2-kerfið verður rekið samhliða ETS-kerfinu en losun frá því mun áfram reiknast sem samfélagslosun sem fellur undir svokallaða beina ábyrgð ríkja-"(ESR, nr 2018/842)

Skilji nú hver sem betur getur óráðssvamlið (skriffinnamálið) frá Brussel í íslenskri þýðingu! ETS-kerfið tottar fleiri og fleiri milljarða af íslenskum fyrirtækum í losunarkvótabrask, flugfargjöld hækka, vöruverð hækkar, útflutningstekjur minnka, fátæktin eykst eins og í ESB en ESB-braskarar fitna!

https://samradapi.island.is/api/Documents/ae7b1e88-47cf-ee11-9bc1-005056bcce7e

Útblástur koltvísýrings og hauglofts frá mannsathöfnum hefur ómælanleg áhrif á loftslag Jarðar. Stærstu bankar heims, sem létu áður vélast af græna fagurgalanum https://www.climateaction100.org/, eru nú að hætta að veita "grænum fjárfestingum" forgang. Þær borga sig ekki og bankamenn trúa ekki lengur á "grænu" blekkingarnar. https://www.theguardian.com/business/2024/mar/05/us-banks-leave-esg-finance-climate-crisis

West Virginaríki hefur bannað fjóra stóra banka frá þáttöku í verkefnum vegna andstöðu bankanna við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn og þáttöku í ESG-stefnunni um "sjálfbærarar" fjárfestingar. https://www.foxbusiness.com/politics/west-virginia-cracks-down-on-major-banks-over-environmental-activism

En Evrópusambandið heimilar sínum stórmeðlimum að reka kola- og gasorkuver þó við eyjarskeggjarnir (sem álpuðumst til að láta lélegt (eða timbrað?) alþinig veita því vald hér) séum látnir blæða fyrir að nota eldsneyti.

Ríkisstjórn Íslands býður mönnum að gera athugasemdir við lagafrumvörp á Samráðsgátt https://island.is/samradsgatt/mal/3686 Það er blekkingaleikur, EES/ESB-tilskipunum er aldrei breytt, þær verða alltaf að lögum og reglugerðum með sama innihaldi og þegar þær komu frá Brussel (nema þær séu um skipaskurði, járnbrautir eða gasröralagnir), stundum er bætt við einhverjum óþarfa frá brjósti ESB-hermikráka hér.

 


Kjarnorkuheimsendir, forleikur

hydrogen-bomb-63146_960_720Elon Musk sgir að loforð Washington til Úkraínu um NATO-aðild sé forleikur að kjarnorkustyrjöld og heimsendi.

https://www.yahoo.com/news/elon-musk-compares-nuclear-apocalypse-083500688.html?guccounter=1

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hans strengjabrúður í Evrópusambandinu gelta hátt um að innlima Úkraínu í NATO (það var reynt 2010 en þá var lýðræðislega kjörin stjórn og þing í Úkraínu sem hafnaði aðild þann 3.júní). Bretar, Frakkar og Pólverjar vilja meira og stærra stríð og Danir eru orðnir svo blóðþyrstir að þeir ætla að setja sín ríkisútgjöld til hermála beint í vopnakaup hryðjuverkastjórnarinnar í Úrkaínu og jafnvel hækka skatta til þess að auka úthellinginn. Stríðsæsingurinn í Danmörku er orðin slíkur að ekki er einu sinni hægt að hemja NATO-flugskeytin í dönsku herskipunum, þau skjóta sér bara sjálf!

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/04/05/ottudust_ad_flugskeyti_faeri_a_loft/

 


Stríðsfélag 75 ára

hermennKongkamsripexels-photoÍ mars fyrir 75 árum fóru forustumenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Krataflokksins (Alþýðu-) til Washington á fundi með stríðsstjórum Bandaríkjanna. Stjórnmálamenn sem börðust fyrir hlutleysi og herleysi Íslands voru útilokaðir og skildir eftir heima. En þessir þrír létu draga Ísland inn í NATO án þess að spyrja þjóðina.

Þeir sögðust hafa fengið loforð um að ekki yrði herstöð á Íslandi á friðartímum og aðeins þegar Íslendingar sjálfir ákveddu. Þetta var að sjálfsögðu svikið eins og við var að búast. Hlutverk NATO átti að vera að efla heimsfriðinn og berjast gegn útþenslu Moskvu-kommúnistmans. Fagurgalinn  https://www.nato.int/cps/en/natohq/official_texts_17120.htm var eins og venjulga ekki alveg það sem varð. NATO var sett á af Bandaríkjunum af tilefni "járntjaldsræðu" Churchill og "Truman-kenningarinnar" sem urðu afsökun fyrir tilefnislausri hernaðarstefnu Bandaríkjanna gegn Ráðstjórnarríkjunum sem fyrir framan nefið á þeim höfðu sigrað Nasistmann og lagt undir sig Austur-Evrópu í herferðinni til Berlínar.  https://www.frjalstland.is/2024/03/30/ovinur-buinn-til/

Það voru götubardagar á Íslandi út af aðildinni að NATO sem var komið á með ólýðræðislegum hætti að undirlagi klíku þriggja stjórnmálamanna. Í Noregi og Danmörku urðu líka mótmæli. Þeir sem best þekktu til áttuðu sig á að NATO var ekki varnarbandalag 12 þjóða heldur hernaðarsamvinnufélag Bandaríkjanna til þess að fá óheftan aðgang að auðlindum og mörkuðum.

NATO hefur á sínum 75 ár ferli aldrei varið neinn eða neitt. NATO hefur ekki staðið fyrir friði, þvert á móti hefur NATO verið í hernaði og manndrápum oft af upplognu tilefni. NATO-lönd hafa tekið þátt í manndrápum Bandaríkjanna í Írak, Afganistan, Sýrlandi, Jemen, Libíu og fleiri Afríkulöndum. NATO hefur kastað sprengjum á Evrópuþjóð, Serbíu, og verið virkt í hernaði Kænugarðsstjórnarinnar gegn rússneskum íbúum Úkraínu frá 2014. NATO æsir nú til útvíkkaðs stríðs gegn Rússlandi sem hóf hernaðaríhlutun 2022 gegn árásum Kænugarðsstjórnarinnar á Donbas þar sem stór hluti íbúanna eru Rússar en þau svæði hafa á lýðræðislegan hátt ákveðið að sameinast Rússlandi.

NATO hefur þróast í stríðsfélag sem er hættulegt heimsfriðnum. Undirbúningur vaxandi stríðsrekstrar í Mið-Austurlöndum, Kína og Rússlandi er í fullum gangi í félagi við Evrópusambandið sem NATO hefur gleypt með skít og skinni.

NATO varð óþarft fyrir 33 árum þegar Ráðstjórnarríki kommúnismans voru leyst upp 1991 og ætluð þenslustefna hans þar með. NATO þarf að leysa upp áður en það veldur meiri manndrápum. https://www.frjalstland.is/2023/12/19/stridsundirbuningur/


Kennedy

WhiteHouseFiskpexels-photo-11563771Robert Kennedy býður sig fram til forseta Bandaríkjanna og segir að Biden sé verri hætta fyrir lýðræðið en Trump. Hans helstu stefnumál eru að tryggja öryggi landamæra Bandaríkjanna, vinda ofanaf hernaðarbákninu og útrýma sjúkdómum.

Hann er bróðursonur Kennedy forseta sem var drepinn 1963 af CIA að sögn Roberts. Pabbi Roberts, Robert eldri, var drepinn 1968 þegar Robert var 14 ára.

 Töfrar John F. Kennedy forseta og Roberts eldri eru enn lifandi vestra sem þýðir að Robert hefur mikinn stuðning þó hann sé ekki frambjóðandi annars af tveim stjórnmálaflokkum sem hafa tröllriðið bandarísku lýðræði.

https://www.foxnews.com/politics/rfk-jr-says-biden-much-worse-threat-to-democracy-than-trump


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband