Eru hótanir Norðmanna að baki taugaveiklun stjórnvalda í 3OP?
26.4.2019 | 10:25
Fundur Katrínar og Ernu Solberg í október 2018 afhjúpaði vel þrýstinginn á samþykkt Íslands á 3OP
-RÚV 29.10.2018: ..... EFTA-ríkin þrjú sem eiga aðild að EES settu þann fyrirvara að samþykki þjóðþinga ríkjanna þriggja yrði að liggja til grundvallar. Norðmenn hafa þegar samþykkt pakkann, sem og Liechtenstein, en hann tekur ekki gildi nema Ísland samþykki hann líka.
Við erum á einum markaði og það er snúið að standa utan stofnana sem taka ákvarðanirnar og við vonum því að það finnist lausn hvað Ísland snertir svo að við getum fullnægt þessum þáttum samninganna, segir norski forsætisráðherrann.
Þau hafa lagt mikla áherslu á þetta mál og eru auðvitað í annarri stöðu en Ísland þar sem þau eru auðvitað með sæstrengi til að mynda til annarra landa og EES-samstarfið líka. Þetta er hluti af EES-samstarfinu sem skiptir öll þessi lönd miklu máli, segir Katrín.
Katrín segir að málið verði tekið fyrir á Alþingi í febrúar. Solberg segir þær ekki hafa rætt hvaða staða komi upp hafni Alþingi þriðja orkupakkanum. Við erum ekki með varaáætlun. Ég vona að Íslendingar sjái að til að þessu verði fylgt eftir og samþykkt, segir Solberg.
Við höfum ekki þrýst á en bent á það að það eru fleiri sem standa að EES-samningnum. Málið er mikilvægt fyrir Noreg en svo er Miðflokkurinn á móti EES-samningnum og flokkurinn hefur mikið látið til sín taka á Íslandi svo að Íslendingar verði á móti og þá gegn norskum hagsmunum.
" Viðtal í RÚV 29.10.2018 http://www.ruv.is/frett/hafnar-thrystingi-vegna-thridja-orkupakkans
Um mitt sumarið 2018 kom utanríkisráðherra Noregs til Ísland til að skoða heyrúllur, en meginmálið var að ræða 3 OP sem sýnir vel áherslu Noregs á málið.
Þegar forsætisráðherra Noregs notar orðalag eins og "..við höfum bent á að það eru fleiri sem standi að EES samningnum" og Katrín lætur hafa eftir sér "Þau hafa lagt mikla áherslu á þetta mál ..og EES samstarfið líka"
- Er augljóst að norsk stjórnvöld hafa hótað íslenskum stjórnvöldum í málinu, sem er ekki nýtt, má rifja upp yfirgang norðmanna í Smugumálinu, Makríl og Kolmunamálum. Ætla stjórnvöld að keyra 3OP í gegn vegna hótanna norðmanna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Af hverju fyrirvarar 3OP duga ekki.
22.4.2019 | 10:57
Sameiginlega EES-nefndarinnar ákvað í maí 2017 að taka þriðja orkupakkann upp í EES-samninginn. Það var gert með fyrirvara um samþykki Alþingis um að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara. Ef Alþingi afléttir honum verða tilskipanirnar leiddar í íslensk lög.
Í þingsályktun Utanríkisráðherra er hins vegar gert ráð fyrir að að Tilskipanir 713/2009 og 714/2009 taki ekki gildi á þeirri forsendu að ekki sé fyrir hendi tengivirki yfir landamæri.
Í 2 Kafla EES samningsins eru ákvæði um tilhögun ákvarðanatöku í sameiginlegu EES nefndinni:
97.gr. Með fyrirvara um meginregluna um jafnræði, og eftir að öðrum samningsaðilum hafa verið veittar upplýsingar þar um, hefur samningur þessi ekki áhrif á rétt einstakra samningsaðila til að breyta innlendri löggjöf á þeim sviðum sem samningurinn tekur til:
ef sameiginlega EES-nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að löggjöf, eins og henni hefur verið breytt, hafi ekki áhrif til hins verra á framkvæmd samningsins, eða
ef skilyrði 98 gr. hefur verið fullnægt.
98 gr. Breyta má viðaukum samningsins, svo og bókunum 1-7,9-11, 19-27, 30-32, 37, 39, 41 og 47, eftir því sem við á, með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar í samræmi við 93. 2)
Tveir annmarkar eru því á þingsályktuninni:
1. Í ljósi ákvæða 97. gr. EES samningsins, hefur fyrirvarinn í þingsályktuninni ekkert gildi, nema hann uppfylli skilyrði 97. gr. EES samningsins, þ.e að hann sé sé borinn undir sameiginlegu EES nefndina og samþykktur þar.
2. Af því leiðir að ef Alþingi heimilar ríkisstjórninni að staðfesta fyrir Íslands hönd umrædda ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku 3OP í EES-samninginn, felur það í sér að allar tilskipanir 3OP taka gildi og þar með meira valdaafsal (framkvæmda/dómsvald) til erlendra stofnanna yfir íslenskum hagsmunum á orkusviði en stjórnarskráin heimilar að áliti bestu lögmanna.
Að spilla orkukerfinu
18.4.2019 | 15:42
Regluverk ESB er búið að sundurlima orkufyrirtækin og setja í gang dýran leikaraskap um samkeppni. Einkavæðing og brask fjármagnseigenda í EES/ESB með orkufyrirtæki og nýtingu þjóðarauðlinda eru komin í gang. Hækkanir á orkuverði er ein af afleiðingunum.
Alþingi á nú að stimpla tilskipun um enn meiri skemmdarverk á orkukerfinu sem auk þess færir stjórn orkukerfisins beint undir ESB. Orkustofnun ESB (ACER) fær völdin og undir hennar stjórn verður ný stofnun, "Raforkueftirlit Orkustofnunar", sem Ísland hefur engin yfirráð yfir og ekkert um að segja þrátt fyrir nafngiftina. Þetta er auðvitað andstætt landslögum og hefur í för með sér hraðari eyðileggingu á orkumálum landsins í átt að því upplausnarástandi sem ríkir í orkumálum ESB. Alþingi á líka að stimpla tilskipanir um völd ACER, m.a. til að ákveða um mannvirki fyrir sæstreng, vafi leikur á hvort sú stimplun samræmist stjórnarskránni.
Tilskipanirnar eru nú hjá þingnefndum, það er hægt að senda umsagnir og biðja þingmenn okkar að koma í veg fyrir lögbrot, stjórnarskrárbrot og sóun orkuauðlindanna.
Orkukerfi landsins fært undir ESB
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þingmenn í gjörningaveðri
17.4.2019 | 10:53
Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktun um að aflétta fyrirvara þingsins um að afhenda ESB öll völd á orkuauðlindum landsins.
Ríkisstjórnin reynir að klæða málið í felubúning fyrir þingmenn sína svo þeir geti skammlaust samþykkt gjörninginn.
Ef þeir samþykkja okið af trúmennsku við forystuna, (gleymdur eiður við stjórnarskránna) og í skjóli viðhlæjenda á þinginu, skipta engu ímyndaðir þröskuldar um framhaldið. Hvorki í neðanmáli, né loforði,-enda segir iðnaðarráðherra í Harmagedón vilja sæstreng og ESB sé sælulandið.
Samkvæmt EES samningnum er samþykkt þingsályktunarinnar orðin bindandi gjörningur gagnvart ESB, næst rekur ESA eftir að tilskipanirnar séu rétt framkvæmdar, þröskuldalausar, enda allar upptaldar í þingsályktuninni.
Allt þetta vita þingmenn, enda vanir, samþykkja um 4-500 tilskipanir frá ESB á ári á Alþingi, - óumbreytanlegar.
Svo sárnar þingmönnum að vera kallaðir kjarnyrtum nöfnum ef þeir ætla að afhenda erfðasilfrið sem þeim er gert að gæta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Virkjanir, landeigendur og Alþingi
15.4.2019 | 10:33
Tvær virkjanir er búið að skipuleggja á vatnasvæði Skaftár, Hólmsárvirkjun og Búlandsvirkjun. Búið er að semja við landeigendur um vatnsréttindi vegna beggja virkjanna. Báðar virkjanir eru inn á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022
Í Ársreikningi HS-ORKU fyrir 2017 segir:
"Suðurorka Suðurorka, sem HS Orka á 50% í, hefur á undanförnum árum verið að þróa 150 MW vatnsaflsverkefni í Skaftá sem nefnt er Búlandsvirkjun. Fram til þessa hefur verkefnið verið í biðflokki í rammaáætlun. Hins vegar hefur verkefnisstjórn um rammaáætlun lagt fram tillögu til Alþingis um að Búlandsvirkjun færist í verndarflokk. HS Orka er algjörlega ósammála þessari tillögu og hyggst berjast gegn henni. Lokaákvörðun um endurnýjun rammaáætlunar er í höndum Alþingis og telur HS Orka að líkur séu á að breytingar verði gerðar á áætluninni áður en hún verður samþykkt af Alþingi. Þar sem tillaga þessi hefur ekki verið samþykkt telur HSOrka ekki viðeigandi að afskrifa núfjárfestingu sína í Suðurorku.Hins vegargetur það breyst ef núverandi tillaga verður samþykkt af Alþingi. Heildarfjárfesting HS Orku í Suðurorku í árslok 2017 nam 240 millj. kr."
Hagsmunir landeigenda eru miklir af virkjunum og því meiri sem virkjanir er stærri.
Dæmi um að land og vatnsréttindi eru á bilinu 5-10% af brúttósölutekjum virkjunar, allt til 50-65 ár. Gífurlegir fjármunir fyrir landeigendur. Það er fyrir einhverja aðra að reikna út m.v stærð virkjanna/verðs kwst. ofl.
http://vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2017/02/Lagaumhverfi-a-Islandi-og-ahrif-thess-a-vidskipti-med-vatnsrettindi-Eirikur-S-Svavarsson.pdf
Við þurfum orkuna
13.4.2019 | 17:40
Ísland þarf sífellt meiri orku, í fyrra jókst orkuframleiðslan um heil 3,1 % (Mbl.13.4.209). Orkan okkar er ástæða þess að við getum lifað sómasamlega á Klakanum. Orkuverin eru að mestu í almannaeigu ennþá en eftir að einkavæðingarkreddan og EES komst á hefur sigið á ógæfuhliðina. Eitt af stóru orkufyrirtækjunum var einkavætt og margir bera víurnar í orkulindirnar. Nú er hætta á að Alþingi afsali völdum yfir orkunni okkar til ESB með 3. orkupakkanum og orka landsins komist að miklu leyti undir annarra stjórn og nýtingu.
Ástandið í orkumálum ESB er orðið svo slæmt og orkan svo dýr að venjulegt fólk á í vaxandi erfiðleikum með að borga orkureikningana. Á leiðtogfundi ESB 22. mars átti að samþykkja að ESB yrði "kolefnishlutlaust" 2050 og að leggja niður orkuver. Ákvörðuninni var frestað enda illframkvæmanleg. Það er von að ESB horfi til Íslands.
Fólk út um allt land er nú að átta sig á að við verðum að halda orkuuppsprettunum í eigu og nýtingu þjóðarinnar. Vaxandi mótmæli eru gegn fyrirætlunum um að afhenda ESB völd yfir orkumálum landsins.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alþingi flækt i hártoganir
10.4.2019 | 13:40
Í umræðum um 3. orkupakkann á Alþingi kom fram að reynt er að flækja þingmenn í hártoganir og undanbrögð um einhverja texta í regluhaugnum sem þeir eiga að samþykkja. Ein tilskipunin, 713/2009, er tekin út og sagt að hún verði "-innleidd en öðlist ekki gildi!-" Hún er um ACER en talsmaður ESB sagði við utanríkisráðherra Íslands 20.3.2019 að ACER tæki ekki ákvarðanir um sæstreng: "Eigi að setja upp innviði fyrir orkuflutning milli landa í framtíðinni mun ESA bera ábyrgð á að ákveða um millilandatengingar varðandi Ísland, ekki ACER."
Blekkingavefur EES þéttist með hverjum degi.
Einhverjar greinar í tilskipun 713/2009 eru ekki meginmálið í orkupakka 3. Það sem höfuðmáli skiptir er að með lögunum (782. mál, tilskipun 2009/72) er útvíkkað vald ESB yfir orkukerfinu lögleitt. Orkukerfi Íslands verður sett undir stjórnvaldsstofnun sem lýtur engöngu valdi ESB en ekki íslensku stjórnvaldi.
Verkefni þeirrar stofnunar ("Landsreglara") verður m.a. -að fara að og framkvæma allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðanir ACER og framkvæmdastjórnar ESB- þær eiga eftir að verða margar, flóknar og skaðlegar meðan EES er í gildi, Alþingi mun ekki hafna neinni frekar en fyrri daginn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alþingi á nú að setja orkukerfið undir ESB
8.4.2019 | 14:51
Alþingi á að samþykkja lög og þingsályktun (782 og 777) um að færa yfirstjórn orkukerfisins til ESB. Og líka lög (792) um að Ísland ákveði með sæstreng, marklaus lög meðan Ísland er í EES. Þingskjölin eru ruglandi langlokur og óþarfi að lesa nema eina af tilskipununum sem á að stimpla, 2009/72, inntakið er:
Ísland framselur stjórnvald yfir orkukerfinu til ESB, Landsreglari verður stofnun undir ESB/ACER og tekur ekki við fyrirmælum frá íslenskum stjórnvöldum.
Í tilskipuninni kemur fram:
-samþykki reglna (um rekstur flutningskerfis, netmála) færist frá ráðherra til Landsreglara-
-aðildarríkið ábyrgist sjálfstæði Landsreglara, að hann sé lagalega aðgreindur og óháður öllum opinberum aðilum, taki ekki við fyrirmælum frá neinni ríkisstofnun eða öðrum opinberum (íslenskum) aðilum-
-tilskipunin setur reglur um framleiðslu, flutning, dreifingnu og afhendingu rafmagans, þær kveða á um skipulagningu og starfsemi á sviði raforku, markaðsaðgang, viðmiðanir og málsmeðferð við leyfisveitingu og rekstur raforkukerfa-
Skyldur Landsreglara eru m.a.:
-að ákveða eða samþykkja gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu-
-að tyggja að flutnings- og dreifikerfisstjórar og kerfiseigendur, ásamt með eigendum raforkufyrirtækja, uppfylli skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun og annarri viðeigandi löggjöf ESB-
-að fylgjst með fjárfestingu í framleiðslu-
-að fara að og framkvæma allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðanir ACER og framkvæmdastjórnar ESB-
Sjá útskýringar: https://www.frjalstland.is/
Villandi staðhæfingar utanrikis-og-atvinnuvegaráðuneyta
Yfirstjórn orkukerfisins til ESB.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sprengja undir norskum iðnaði
6.4.2019 | 17:07
Í nýrri skýrslu um afleiðingar valdatöku ESB i norska raforkukerfinu er tekið undir verstu áhyggjur andstæðinga 3. orkupakkans sem norska Stortinget samþykkti í fyrra. Alþýðusamband Noregs og samtök, s.s. Industriaksjonen, börðust gegn 3. pakkanum og vöruðu við afleiðingum. Nú er 4. pakinn á leiðinni en með houm fær orkustofnun ESB, ACER, enn aukin völd í Noregi, í trássi við lög og stjórnarskrá Noregs.
Orkusamband ESB, orkuverð og iðnaðurinn í Noregi
Lýðræðislegt vald Norðmanna, Stortinget, ríkisstjórnin og norskar stofnanir, munu ekki stjórna því hvernig norskri raforku verður ráðstafað í framtíðinni, hún verður aðgengileg öllum í ESB þar sem dýpkandi orkukreppa ríkir og verðin eru margfalt hærri en í Noregi. Orkan verður því að miklu leyti seld frá Noregi, orkuverð þarlendis hækkar, lífskjör almennings rýrna og mikilvægur hluti norsks iðnaðar hættir störfum
Frétt í Nationen um nýja skýrslu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ætla vinstrimenn að leyfa brask með orkuverin?
2.4.2019 | 17:28
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)