Ríkisstjórnin á að semja við ÍSAL

isal_riolki_8005_small_1367090.jpgNú hefur komið í ljós að ríkisstjórn Íslands stingur hausnum í sandinn meðan helstu gjaldeyrisaflendur landsins ætla að pakka saman. -"Opna samningana"- eða -"samningar milli tveggja fyrirtækja"- segja máttvana ráðherrar sem eiga að hafa yfirstjórn með fyrirtækinu sem er að flæma mjólkurkýrnar úr landi. Ríkisstjórnin þorir ekki að segja fyrirtæki þjóðarinnar, Landsvirkjun, fyrir verkum heldur lætur það leika lausum hala með markaðsvæðingar tilskipanir ESB/EES. Og auk þess leyfa íslensk stjórnvöld aðra ESB/EES áþján sem samkeppnislöndin leyfa ekki, t.d. ETS brask- og svindlkerfi ESB með "losunarheimildir" og verslun með lygar, sk. upprunavottorð.

Það var ríkisstjórn Íslands sem samdi um byggingu ÍSAL 1966. Sú ríkisstjórn var ekki máttvana. Mikilvægi ÍSAL fyrir landið er meira en flestra fyrirtækja í landinu. Það er því ríkisstjórn Íslands sem verður að taka keflið aftur og leita vitlegra samninga. Og láta fyrirtæki ríkisins, Landsvirkjun, svo vita um niðurstöðuna.

https://www.frjalstland.is/2020/04/08/ees-er-ad-eydilegja-framleidsluidnadinn/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Árið 1966 Kom til sögunnar hægristjórn og þar með var Sverrir Hermansson og þá komst loksins hreyfing á málið um álver í Straumsvík, sem var happafengur fyrir Hafnfirðinga en og líka fyrir íslenska þjóð, því að nú fyrir allnokkru síðan á hún Búrfellsvirkjun skuldlausa.

 

Vinstri menn svo sem þeim er eiginlegt með Hjörleif Gutt í fararbroddi, höfðu allt á hornum sér, þar til Sverrir kom og kláraði málið.

 

Nú er svo komið að Jóhanna Sigurðardóttir og hennar hyski stjórnar enn landsvirkjun, þrátt fyrir að hin gargandi Jóhanna hafi verið sett prúðlega út fyrir þröskuldinn á stjórnarráðinnu, þá hafa rolurnar sem við tóku ekki áttað sig á nagdýrum Jóhönnu, kakkalakka fárinu sem nagar, slítur og skemmir innviði Landsvirkjununar, en kanski eru kakkalakkarnir bara að vinna fyrir rolurnar.

 

Tja!! hver veit?

 

Hrólfur Þ Hraundal, 25.7.2020 kl. 01:10

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Orkupakka mafían er allsráðandi og nú á að græða, -er á meðan er, eða þannig.

Magnús Sigurðsson, 25.7.2020 kl. 07:00

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Hrólfur Þ. Viðreisn var 1959 til 71,Sverrir var

Varaþingmaður Austurlands apríl 1964, mars–apríl 1967 og október–nóvember 1968 (Sjálfstæðisflokkur). Sverrir Hermannsson  kom a þing 1971 og

Hjörleifur varð þingmaður 1979

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 25.7.2020 kl. 09:00

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Skiptir það einhverju máli Hallgrímur Hrafn? Mál fengu framgang eftir að hafa verið í hand bremsu of lengi.

Hrólfur Þ Hraundal, 25.7.2020 kl. 09:45

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er vert að geta þess að þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi var þá Jónas Pétursson (1959-1971), þjóðrækinn sómamaður og vert að halda minningu hans skilmerkilega til haga. Sverrir Hermannson varð hins vegar fyrst þingmaður og þá Austurlands (1971–1988) en varaþingmaður frá 1964.

Magnús Sigurðsson, 25.7.2020 kl. 16:04

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef þessi álframleiðsla er raunverulega eins góður bissness og af er látið. Hvers vegna eiga Íslendingar ekki þessi álver bara sjálfir og nota þau til að breyta raforku í útflutningsvöru?

Gæti kannski verið að þá kæmi ýmislegt í ljós sem hefur hingað til þótt hentugra að fela á bak við erlent eignarhald í allskonar skattaskjólum hvar ágóðinn er leystur út sem er ekki hagnaður af framleiðslunni heldur skattaundanskotum?

https://www.google.com/search?q=þunn+eiginfjármögnun

Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2020 kl. 18:01

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú náttúrulega veður í vitinu eins og vanalega Guðmundur :)

Magnús Sigurðsson, 26.7.2020 kl. 06:22

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Læt það vera. Það þarf engar miklar mannvitsbrekkur til að gera sér í hugarlund að sjái risafyrirtæki á borð við þetta sér leik á borði til að greiða lægri skatta en ella, muni það gera það.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2020 kl. 12:28

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég verð víst viðurkenna að vera staddur flatlendinu Guðmundur, svona miðað við innhald pistilsins og spurninguna í athugasemdinni hjá þér, þá er ég gjörsamlega staddur út á túni.

Magnús Sigurðsson, 26.7.2020 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband