Plastpokabannið eykur smithættu

crumpled-brown-paper-bag-food-studio-shot-isolated-white-background-173207501.jpgESB fyrirskipaði bann við plastpokum (EES-tilskipun no 2015/720) og Alþingi gleypti hana hráa og setti í lög (nr 34/2019). Bannið er eitt af nýlegum dæmum um tilskipanir sem eru í trássi við þekkt vísindi. Ávinningurinn er hégómlegur í samanburði við ávinninginn af notkun plastpoka við meðferð matvæla. Ofstæki ESB-báknsins í meintum "umhverfismálum" verður stöðugt hættulegra og fylgisspekt okkar varhugaverðari.

Endurnotanlegir burðarpokar taka á sig óhreinindi og bera smit eftir viðkomu við vörur, bekki, gólf og borð. Bréfpokar draga í sig óhreinindi og smit og dreifa auk þess óhreinindum frá matvöru sem lekur í þá. Plastpokarnir eru notaðir einu sinni og ryðja frá sér óhreinindum. Notkun plastpoka er öruggsata leiðin til hreinlætis og góðrar umgengni við meðferð og flutning matvæla. Plastpokarnir eru auk þess endurnýtanlegir og ákjósanlegir við t.d. sorphirðu.

Plastpokabannið er heimboð fyrir sýkla, það dregur úr góðum vinnubrögðum og hreinlæti við meðferð matvæla og eykur smitburð milli verslana og heimila. Plastpokarnir eru forsenda góðs hreinlætis og smitvarna, að banna þá er umhverfistrúarofstæki og aðför að lýðheilsunni.

https://www.city-journal.org/banning-single-use-plastic-bags-covid-19

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband