Fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda til fjárfesta í ESB

ESB vill að íslensk almannafyrirtæki, Landsvirkjun, RARIK, Orkuveita Reykjavíkur, Norðurorka ofl. verði að keppa á "jafnræðisgrundvelli" við fjárfesta í ESB um orkuauðlindir Íslands. Endurnýjun virkjanaleyfa þarf líka að bjóða út reglulega sem þýðir að ESB-fjárfestar geta lagt undir sig orkuauðlindir sem eru í notkun, orkufyrirtæki Íslands fá engan forgang!(mál nr 69674 frá ESA)

Fyrirspurnin:

Munu fjárfestar í ESB sitja við sama borð og íslensk fyrirtæki í almannaeigu við úthlutun nýtingarréttar fallvatna og jarðvarma og við fyrirskipaða reglulega endurnýjun nýtingarréttar orkuauðlindanna?

 

https://www.frjalstland.is/2020/02/26/fyrirspurn-um-uthlutun-nytingarrettar-orkuaudlinda/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ef við viljum ekki vera í málaferlum við erlenda fjárfesta á komandi árum, þá verum við að setja upp EES samningi hið snarasta. Þessi staða var á borðinu þegar meirihluti Alþingis samþykkti Orkupakka 3. 

Landráð gerast ekki skýrari.

Eggert Guðmundsson, 28.2.2020 kl. 10:19

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Auðvitað þurfum við að segja upp núverandi EES samningi.  Hvaða erindi eigum við örþjóðin í samkeppni við milljóna þjóðir?  Fyrirfram dæmd til þess að tapa - auk þess sem við viljum halda orkunni okkar í þjóðareign áfram. 

Kolbrún Hilmars, 28.2.2020 kl. 16:24

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góð ráð eru ekkert dýr! Látum ekki mikilmennsku draga okkur á tálar.
     Sannarlega er orkan okkar þjóðareign.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2020 kl. 21:22

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Tilgangur OP3 var aldrei annar en sá að einkavæða ´´innviðina.

 Núverandi ríkisstjórn virðist mjög sátt við að þurfa ekki einu sinni að mæta í vinnuna. Allt regluverkið kemur tilsniðið að fullveldisafsali frá Brussel og eina sem núverandi valdhafar þurfa að gera er að skrifa nafnið sitt, á milli  þess sem þeir útdeila væntanlegum virkjanakostum til vina og vandamanna. Svei þessu andskotans hyski.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 29.2.2020 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband