Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
ÚTGANGA ÚR EES er BREXIT ÍSLANDS
15.5.2019 | 13:47
Ástæður úrsagnar Bretar úr ESB var miðstýringarvald Framkvæmdastjórnar og stofnanna ESB yfir breskum hagsmunum.
Af sömu ástæða þarf að segja upp EES samningnum
Það er engin von til þess að núverandi flokkar á Alþingi geri það. Þeir stefna að því leynt og ljóst að færa vald yfir hagsmunum þjóðarinnar til ESB.
Rökleysur ráðamanna um 3OP og EES.
1.5.2019 | 16:53
Formaður utanríkisnefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins skrifar pistil í Mogganum í gær og endurtekur sömu tugguna og iðnaðar- og utanríkisráðherra, sem snýst um að tengja 3OP við gagnrýni á EES samninginn, eins og það sé megin vörn þeirra í 3OP umræðunni.
Hún segir m.a. um EES samninginn.."Mögulega er það vegna þess að þeir sem eru í það minnsta undir fertugu þekkja lítið annað en að njóta þeirra kosta og lífsgæða sem EES-samningurinn færir okkur. Þau þekkja tækifærin til að mennta sig erlendis, búa þar og starfa, lífsgæðin sem fylgja því að geta stundað frjáls viðskipti milli landa og telja það í raun sjálfsagðan hlut."
Hér er annað hvort lítil þekking á ferðinni, eða blekking með ómerkilegum hætti; - Staðreyndin er að mögulegt að mennta sig í öðrum löndum,t.d. Ameríku, og að stunda frjáls viðskipti við allan heiminn, og starfa og lifa annarsstaðar en í ESB.
Hins vegar er ESB með einna mestu innflutningshindranir í viðskiptum í heiminum og það flýtur að hluta inn í EES samningurinn sem tæknihindranir á Íslandi í viðskiptum við lönd utan ESB.
Það eru engin rök hjá ráðamönnum að blanda saman því að troða inn á þjóðina markaðsvæðingu á orkukerfi þjóðarinnar sem hún á að 90%, af ótta við ESB, og framtíðarumræðu um kosti og galla EES samningsins, sem 3OP kallar auðsjáanlega á.
Virkjanir, landeigendur og Alþingi
15.4.2019 | 10:33
Tvær virkjanir er búið að skipuleggja á vatnasvæði Skaftár, Hólmsárvirkjun og Búlandsvirkjun. Búið er að semja við landeigendur um vatnsréttindi vegna beggja virkjanna. Báðar virkjanir eru inn á Aðalskipulagi Skaftárhrepps 2010-2022
Í Ársreikningi HS-ORKU fyrir 2017 segir:
"Suðurorka Suðurorka, sem HS Orka á 50% í, hefur á undanförnum árum verið að þróa 150 MW vatnsaflsverkefni í Skaftá sem nefnt er Búlandsvirkjun. Fram til þessa hefur verkefnið verið í biðflokki í rammaáætlun. Hins vegar hefur verkefnisstjórn um rammaáætlun lagt fram tillögu til Alþingis um að Búlandsvirkjun færist í verndarflokk. HS Orka er algjörlega ósammála þessari tillögu og hyggst berjast gegn henni. Lokaákvörðun um endurnýjun rammaáætlunar er í höndum Alþingis og telur HS Orka að líkur séu á að breytingar verði gerðar á áætluninni áður en hún verður samþykkt af Alþingi. Þar sem tillaga þessi hefur ekki verið samþykkt telur HSOrka ekki viðeigandi að afskrifa núfjárfestingu sína í Suðurorku.Hins vegargetur það breyst ef núverandi tillaga verður samþykkt af Alþingi. Heildarfjárfesting HS Orku í Suðurorku í árslok 2017 nam 240 millj. kr."
Hagsmunir landeigenda eru miklir af virkjunum og því meiri sem virkjanir er stærri.
Dæmi um að land og vatnsréttindi eru á bilinu 5-10% af brúttósölutekjum virkjunar, allt til 50-65 ár. Gífurlegir fjármunir fyrir landeigendur. Það er fyrir einhverja aðra að reikna út m.v stærð virkjanna/verðs kwst. ofl.
http://vatnsidnadur.net/wp-content/uploads/2017/02/Lagaumhverfi-a-Islandi-og-ahrif-thess-a-vidskipti-med-vatnsrettindi-Eirikur-S-Svavarsson.pdf
Stjórnartíðindi ESB - (fjór)helsi íslenska samfélagsins.
27.2.2019 | 16:02
Vefsíðuhluti EFTA heitir: EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins og geymir allar íslenskar þýðingar á gerðarflóðinu frá ESB.
Það sem af er árinu er búið að þýða um 2oo gerðir (nokkur þúsund blaðsíður) sem kallast á stofnannamáli EES; Tilskipanir, Reglugerðir, Tilkynningar, Ákvarðanir og eitthvað meira. Allt þetta flóð rennur athugasemdarlaust gegnum Alþingi, í ráðuneytin og svo til stofnanna ríkisins. Afleiðingin er enn aukin kostnaður fyrir atvinnulífið og almenning, sem var metinn 150 milljarðar á ári 2014- og ríkisútgjöld halda áfram að vaxa eins og púkinn á fjósbitanum vegna þessa.
Í þessu gerða flóði er megnið hlutir sem okkur kemur lítið við, en allt sagt falla undir fjór-Helsið. Okkar litla samfélag er gert skylt að taka þetta flóð á sig eins og milljónaþjóðir. Hvenær á að bregðst við þessum ósköpum?
Betra að vera utan EES fyrir sjávarútveginn?
8.2.2019 | 18:17
"Fyrir ári var greint frá því í Morgunblaðinu að Evrópusambandið hefði samið um víðtækan fríverslunarsamning við Kanada þar sem gert væri ráð fyrir 100% tollfrelsi fyrir sjávarafurðir og 98% tollfrelsi fyrir innflutning til sambandsins í heild sem eru betri kjör en felast í EES-samningnum.
Síðan hefur sambandið samið um hliðstæð kjör við Japan. Fullt tollfrelsi með sjávarafurðir Guðlaugur Þór sagði við Morgunblaðið af þessu tilefni að málið hefði verið tekið upp við Evrópusambandið í nóvember 2017. Það er auðvitað orðið svolítið sérstakt þegar Kanada hefur betri aðgang fyrir sjávarafurðir en EFTA/​​EES-ríkin. Við erum að sækja á þá með þetta.
Sérstök kjör inn á innri markað Evrópusambandsins fyrir sjávarafurðir voru ein af helstu rökunum fyrir aðild Íslands að EES-samningnum fyrir aldarfjórðungi."
Þetta sýnir svart á hvítu að allt gagnrýnislaust lof ráðamanna um "besta samning" fyrir sjávarútveginn í gegnum EES samninginn,-stenst ekki.
Full fríverslun ekki fengist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mat á áhrifum EES samningsins
4.2.2019 | 17:17
EES samningsins hefur verið lofaður sem "besti viðskiptasamningur" sem Ísland hefur gert, og ómetanlegur fyrir sjávarútveginn. ALLT er þetta rangt. Ísland var með tollasamning um iðnaðarvörur og sjávarútvegsafurðir áður en EES -samningurinn kom til. Sá samningur er enn í gildi. Fyrir um ári síðan gerði Hagfræðistofnun úttekt á áhrifum EES á viðskipti milli landanna fyrir utanríkisráðherra (sjá hér að neðan). Þar segir m.a:
"Færa má rök að því að fyrst eftir að samningurinn gekk í gildi hafi ávinningur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja af honum að hámarki numið allt að 4½ milljarði króna á ári á verðlagi 2015. Um það leyti sem skrifað var undir samninginn var þetta nálægt 3% af verðmæti þess sjávarfangs sem Íslendingar fluttu til Evrópubandalagslanda."
Um lýðræðisþróun samningsins segir í skýrslunni:
"Frumkvæði og lokaákvörðun um innleiðingar lagasetninga er í auknum mæli komið á Evrópuvettvanginn og fá svið samfélagsins eru undanskilin. Á sumum þeirra eins og í umhverfismálum og matvælaeftirliti er nær öll lagasetning sem tekur gildi á Íslandi í höndum embættismanna og fulltrúa annarra ríkja í Brüssel en ekki í höndum lýðræðislega kjörinna fulltrúa á Íslandi."
ÞAÐ ER ENGIN FURÐA, AÐ ÞESSARI SKÝRSLU HAFI EKKI VERIÐ HAMPAÐ AF STJÓRNMÁLAMÖNNUM OG AÐDÁENDUM ESB
Niðurgreidd matvæli frá ESB til Íslands
31.1.2019 | 12:56
Útflutningur matvæla frá ESB:
Stefnan að hverfa frá framleiðslustyrkjum til framleiðandastyrkja í formi beingreiðslna markaðs og fjárfestingarstyrkja gerir það að verkum að niðurgreiðslur framleiðsluvara verða ekki eins sýnilegar í samkeppninni og áður.
Vefsíðan farmsubsidy.org tók saman hvað 10 stærstu styrkþegar kerfisins fengu á nokkurra ára tímabili í formi beinna greiðslustyrkja, markaðs- og fjárfestingastyrkja fram til 2009:
Framleiðandi Styrkir samtals Tímabil
1 Friesland Holllandi 1,605,926,904 Frá 1997
2 Arla Foods Danmörk 951,731,484 Frá 2000
3 Tate & Lyle Bretland 827,979,239 Frá 1999
4 Avebe Hollland 589.534,206 Frá 1997
5 Danisco Danmörk 484,863,255 Frá 2000
6 Hoogwegt Hollland 356,925,537 Frá 1997
7 Danish Crown Danmörk 292,629,690 Frá 2000
8 Eridania Sadam Ítalíu 225,357,110 Frá 2002
9 Nestlé Bretland 196,777,997 Frá 1999
10 Saint L Sucre Frakkland 196,464,108 Frá 2004
Þessir styrkir eru taldir vera um 35-60% af útflutningsverði varanna.
Allt er reynt til að fela þessa styrki í gögnum ESB og þeir halda áfram.
Skoðið hver er framleiðandi sýklalyfjafullu matvælanna sem innflytjendur segja vera svo "ódýr" sem komi frá ESB
Norskir fossar seldir til Þýskalands
29.1.2019 | 07:24
Ef 3 orkupakkinn verður samþykktur fylgir sæstrengur og eftir nokkur ár verður ástandið hér á landi eins og er að byrja í Noregi. Í framhaldi verður komið á uppboðsmarkaði fyrir raforku eins og forstjóri Landsnets vill.
Innlend orkufyrirtæki verða keypt upp og rafmagninu ráðstafað til þess sem greiðir hæst verð,-í gegnum sæstreng,- og því fylgir stórhækkun á rafmagni eins og er að gerast í Noregi.
- Er þetta framtíðarsýn íslenskra stjórnmálamanna fyrir orkuauðlindir íslendinga?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 07:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bretar horfa nú á fríverslunarsamning ESB og Kanada
25.9.2018 | 16:50
https://brexitcentral.com/today/brexit-news-monday-24th-september/
Eðlilegt er að Bretar snúi við blaðinu og ræði fríverslunarsamning við ESB í anda besta fríverslunarsamnings sem ESB segist hafa gert, þ.e. samninginn við Kanada, CETA.
Comprehensive Economic and Trade Agreement (CETA) er fríverslunarsamningur milli Kanada og ESB, þar sem ESB telur eftirfarandi helstu kosti hans:
Samningurinn fellir niður 98% öllum tollum milli Kanada og ESB. Hagsmunir beggja af samningnum er að:
1. Mynda vöxt og atvinnu
2. Skapa starfsgrundvöll fyrir fyrirtæki, stór sem smá
3. Lækka verð og opna möguleika fyrir evrópska neytendur
4. Lækka tolla fyrir inn-og útflytjendur
5. Lækka annan kostnað fyrir fyrirtæki í Evrópu án þess að stytta sér leið
6. Auðveldar evrópskum fyrirtækjum að selja þjónustu í Kanada
7. Auðveldar evrópskum fyrirtækjum að bjóða í opinber verk í Kanada
8. Hjálpar evrópsku dreifbýli að markaðssetja vörur sínar
9. Verndar höfundarrétt evrópska frumkvöðla og listamanna
10. Viðurkenning hvers annars atvinnuréttindi
11. Hvetur kanadísk fyrirtæki til að fjarfesta meira í Evrópu
12. Verndar atvinnuréttindi og umhverfi
..og Kanada þarf EKKI að taka upp lög og reglugerðir ESB.
Þjóðarsjóður bremsar atvinnuþróun
20.9.2018 | 13:58
Alþingi er að spá í að stofna "þjóðarsjóð" sem á að mjólka Landsvirkjun og nota féð til að verjast "ófyrirséðum áföllum". Allt í þoku. Það verða ráðnir krakkar til þess að fara með sjóðsféð til New York og London til að braska með og kaupa "verðbréf" (eins og fyrir Hrun). Það er því líklegt að úr verði mikið bruðl og mikið tap. Og minni uppbygging í orku- og innviðum hérlendis. Orkufyrirtækin eru farin að skrúfa orkuverðið upp yfir það sem atvinnulífið þolir. Lokun atvinnutækja er í uppsiglingu og fyrirtæki þegar farin að reyna að losa sig við iðjuver. Orkuskortur er orðinn viðvarandi á vissum svæðum landsins og vantar fé í uppbyggingu orkukerfisins.
Það er glórulaus stefna að gera Landsvirkjun og Landsnet að okurbúllum sem flæma atvinnufyrirtæki úr landi til þess að blása upp bruðlsjóði stjórnmálaspillingar. Orkufyrirtækin eiga að uppfylla þarfir atvinnulífsins og setja peninga í að byggja upp orkukerfið. Og nota afganginn til að borga skuldir Landsvirkjunar (270 milljarða) og létta ábyrgðum af þjóðinni.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)