Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Utanríkismál undanþegin þátttöku í EES?

Stutt er í að Ísland verði ómarktækt í utanríkismálum, fylgispekt við pólitískar yfirlýsingar ESB gengur svo langt, að hún skaðar útflutningsgreinar landsins eins og sást best í stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússlandi. Þáttaka í þeirri yfirlýsing sleit 70 ára góðu viðskiptasambandi Íslands og Rússlands.

Afsökun stjórnmálamanna fyrir þessum skaðlegu pólitísku mistökum var sú, að sýna varð alþjóðasamstöðu gegn yfirgangi Rússa á Krímskaga! En þessi kynslóð íslenskra stjórnmálamanna gefur lítið fyrir viðskiptastuðning Rússlands við Ísland gegnum áratugina, þegar Evrópuríki setti á okkur viðskiptabann vegna útfærslu landhelginnar oftar en einu sinni. Þetta er rifjað upp vegna viðtals við Baldur Þórhallsson í Morgunblaðinu 7 sep., þar sem fram kemur hvernig Ísland er að reyna að klóra yfir mistökin.

Sjá meðf. skjal.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Útflutningsfyrirtæki föst í reglugerðafeninu

Hið síbólgnandi EES-regluverk gerir íslensk útflutningsfyrirtæki ósamkeppnishæf á alþjóðamörkuðum utan ESB. Tilskipanirnar eru oft til þess að setja hindranir á fyrirtæki landa utan ESB á markaði ESB. Stundum koma tilskipanirnar aftan að fyrirtækjum hér: Þegar kvaðir ESB eru uppfylltar getur varan verið óseljanleg á öðrum mörkuðum!

EES-regluverk gerir útflutningsfyrirtæki ósamkeppnishæf á alþjóðamörkuðum


Enn um sýndarveruleika tilskipanna ESS

thingvellir-kjarnorka"Sjálfvirk peningavél orkufyrirtækjanna     Samkvæmt skilgreiningu um upprunaábyrgð á upprunavottorð að vera opinber staðfesting á því hvernig raforka er framleidd. Allir vita að hér eru engin kjarnorkuver, en samt er kjarnorka orðinn óumbeðinn hluti af orkukaupum íslenskra heimila og fyrirtækja. Ef menn vilja ekki raforku sem skilgreind er með uppruna í kjarnorku þá verða menn eins og fyrr segir að kaupa sig frá því með sérstöku gjaldi. Þannig eru orkufyrirtækin búin að koma hér upp sjálfvirkri peningavél sem byggir á að gjaldfella sannleikann um orkuframleiðslu og um leið að gjaldfella hreinleikaímynd Íslands.

Alþjóðlegur blekkingaleikur og peningaplokk       Þegar betur er að gáð er þetta ekkert annað en liður í heljarmiklum alþjóðlegum blekkingarleik sem gerir þjóðum kleift að kaupa sig undan kvöðum um að framleiða orku með vistvænum hætti. Fyrirtæki sem heitir Orka náttúrunnar er afsprengi Orkuveitu Reykjavíkur og var stofnað í kjölfar þess að þetta fyrirkomulag var innleitt hér á landi. Það hefur ásamt Landsvirkjun og fleiri orkuframleiðendum á Íslandi tekið þátt í viðskiptum með upprunaábyrgðir sem seldar hafa verið til raforkusölufyrirtækja í Evrópu. Reglugerðin tekur til sölu á upprunaábyrgðum en heimilar einnig kaup á þeim frá Evrópu." 

Þetta hefur komið illilega í bakið á þeim sem framleiða matvæli eins og fisk og kjöt til útflutnings á forsendum hreinleikans. Víða er farið að krefjast vottunar fyrir slíka framleiðslu og ef íslenska ríkið getur ekki lengur ábyrgst að orkan sem hér er seld sé fullkomlega hrein, þá er komin upp skrítin staða. Kjarnorkuhlutfallið í íslensku raforkunni komið í 23–24%"

http://www.bbl.is/frettir/frettir/islendingar-greida-fyrir-kjarnorku--kola--og-oliuframleidda-raforku/11443/


Okkar olíusjóður vitlaus hugmynd

"Það hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort opinberu fyrirtæki sem rekið er í þágu almennings beri ekki fyrst og fremst að skila ávinningi beint til fólksins í landinu? Ljóst er af arðgreiðslugetu Landsvirkjunar að það hlýtur að vera svigrúm til að lækka verð til neytenda." (Kristín Þorsteinsdóttir)

Það er þekkt lögmál að þar sem orka er ódýr er velmegun. En ráðamenn okkar virðast ekki vita þetta. Þegar hafa verið tekin ákveðin skref við að spilla orkumálum landsins og fleiri í bígerð. Ein versta hugmyndin er að gera Landsvirkjun að okurbúllu til þess að fóðra gæluverkefnið "þjóðarsjóð" (eða var það "þjófasjóð"?). Orkuverð á Íslandi er orðið of hátt sem þýðir að velsæld landsmanna minnkar og fyrirtækin kvoðna niður.


Þarftu starfsleyfi?

Það þurfti ekki starfsleyfi þegar Ísland var að byggjast upp úr fátækt í hagsæld um miðja 20. öld. En nú er öldin önnur. Ef þú ætlar að gera eitthvað, sérstaklega ef þú ætlar að skapa einhver verðmæti, gætir þú þurft starfsleyfi. Þú gætir þurft að ná í marga skriffinna. Og það er að koma ný tilskipun sem gerir enn erfiðara að fá starfsleyfi svo það er best að slóra ekki.

Hamlandi starfsleyfisreglur


Ráðuneytin orðin samdauna EES

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birtir á heimasíðu sinni minnisblað um EES- tilskipunina um yfirtöku ESB á stjórn orkuflutningskerfis landsins. Það er að verulegu leyti lögfræðilegar æfingar um óviðkomandi atriði en minna fjallað um aðalatriði málsins sem eru þessi:

Þingmál 115 segir:

-Vald til að setja reglur um kerfið flyst frá ráðuneytinu til Orkustofnunar

-Einkavæðing Landsnets undirbúin með heimild til að selja allt hlutafé

Lagafrumvarp um breytingu á raforkulögum (drög) segir:

"Tilskipunin setur sameiginlegar reglur um framleiðslu, flutning, dreifingu og afhendingu rafmagns".

Orkustofnun flyst undir orkumálaskrifstofu ESB, ACER. Lýðkjörin stjórnvöld á Íslandi afsala sér völdum yfir orkuflutningskerfinu til umboðsskrifstofu ACER, Orkustofnunar, sem fær eftirlitsvald. Ráðherra orkumála getur ekki gefið fyrirmæli um framkvæmd eftirlitsins. ESB fær þannig framkvæmdavald yfir orkuflutningskerfinu og mun ACER senda valdsboð ESB til ESA sem sendir afrit til Íslands (um 1000 bls væntanlegar)

Í tilskipuninni koma fram valdsvið Orkustofnunar/ACER í 21 lið, þar segir m.a.:

-að ákvarða eða samþykkja --- gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu---

-að tryggja að flutnings- og dreifikerfisstjórar og, ef við á, kerfiseignedur, ásamt eigendum raforkufyrirtækja, uppfylli skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun og annari viðeigandi löggjöf ESB---

-að fara að, og framkvæma, allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðaanir Orkustofnunar/ACER og framkvæmdastjórnar ESB---

-að fylgjast með framkvæmd reglna sem varða hlutverk og ábyrgð flutningskerfisstjóra, dreifikerfisstjóra, birgja og viðskiptavina og annarra markaðsaðila samkvæmt reglugerð ESB (714/2009)---

-að fylgjast með fjárfestingu í framleiðslu í tengslum við afhendingaröryggi---

Ráðuneytin okkar virðast taka sér fyrir hendur að afsaka EES-tilskipanir jafnvel þegar þær færa stjórn á hinu mikilvæga orkukerfi úr landi.

Stjórn orkukerfis til ESB


Framtíð EES samningsins?

Með Lissabon-sáttmálanum, sem tók gildi 2009 - hafa völd Evrópuþingsins aukist á mörgum sviðum, meðal annars í sjávarútvegs-, samgöngu- og landbúnaðarmálum. Sáttmálinn hefur haft mikil áhrif á framkvæmd lagasetningar og ákvörðunartöku sambandsins - og ekki síður valdajafnvægið innan ESB. Þessi auknu áhrif og völd Evrópuþingsins hafa gert það að verkum að æ erfiðara og flóknara er fyrir Ísland að verja hagsmuni sína gagnvart ESB í EES samningnum og það kemur niður á hagsmunum Íslands.

Til að tryggja að hagsmunir Íslands verði ekki virtir að vettugi innan ESB í upptöku gerða í EES samninginn, þarf Ísland að stórauka mannafla í öllum ráðuneytum og stofnunum, þ.e. ríkisbáknið mun bólgna út eingöngu til að koma að gerðum á fyrri stigum og innleiða þær í lög og reglugerðir. Allt þetta ferli mun reynast tímafrekara, kostnaðarsamara og flóknara í allri framkvæmd en verið hefur. Í dag er áætlað að þessi kostnaður sé árlega yfir 80 milljarðar. bjarnijonsson.blog.is

Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á síðasta Landsfundi sínum að gerð yrði úttekt á EES samningnum. Þar er ekki nægilegt að slík úttekt horfi einungis til fortíðar, heldur þarf að skoða þróun allra síðust ára og horfa til framtíðar með tilliti til þróun alþjóða viðskiptasamninga.

Þegar er ljóst að Bretland hverfur úr ESB, en Bretland hefur verið stærsti markaður fyrir fiskafurðir okkar til Evrópu, og um leið verður vægi EES samningsins minna. Nýlega var gerður viðskiptasamningur á milli Kanada og ESB og þar verða tollfríðindi sjávarafurða frá Kanada ekki síðri en Ísland hefur í dag inná EES. Ekki þurfa Kanadamenn að taka á sig lagabálka ESB vegna þess viðskiptasamnings.


Að glata erfðasilfrinu

Alþingi ætlar að stimpla EES-tilskipanir sem færa yfirstjórn raforkugeirans til ESB. Alþingi hefur aldrei hafnað EES-tilskipunum svo í raun setur ESB Íslendingum lög. Með yfirtökunni fylgir stórskemmd á orkukerfinu, það kallast samræming, markaðsvæðing eða samkeppni hjá ESB en er í raun og veru dýr skriffinnskuáþján undir framandi og vankunnandi valdstjórn.

Við eigendurnir (þjóðin) erum að missa yfirráðin yfir okkar dýrmæta þjóðararfi.

https://www.frjalstland.is/2018/03/15/eydilegging-orkugeirans-heldur-afram/


Norsk Hydro þarf leyfi ESB til að kaupa ISAL

Talsmaður Norsk Hydro sagði (26. feb) við RÚV að félagið þyrfti samþykki valdastofnana Evrópusambandsins til að kaupa ISAL. Hvorki Ísland né Noregur eru í ESB, af hverju þarf þá leyfi frá ESB við norsk-íslenskar fjárfestingar?

Jú, það er vegna þess að bæði Noregur og Ísland samþykktu EES-samninginn sem hefur fært ESB vald yfir fjárfestingum, oft kallað samkeppnisreglur ESB.

Norsk Hydro var stofnað á dögum Einars Ben (1905), hann fékk ekki menn með sér að bygggja virkjanir og verksmiðjur hér þá en í Noregi gerðu menn það. Norsk Hydro er ennþá í meirihlutaeigu Norðmanna og eitt öflugsta fyrirtæki Norðurlanda. 

ISAL hefur verið einn helsti gjaldeyrisaflandi, launagreiðandi og iðnaðarfyrirmynd Íslendinga í hálfa öld. Það hefur verið endurnýjað í áranna rás. Norsk Hydro ætlar að halda rekstrinum áfram. Það hefur afgerandi þýðingu fyrir íslenskan efnahag og stöðugleika.


Kanada fékk betri samning en EES

EES-samningurinn er lélegur viðskiptasamningur. Samkvæmt skýrslu Utanríkisráðuneytisins:

"---tryggir EES-samningurinn ekki fullt tollfrelsi í viðskiptum með sjávarafurðir---"

Og nú er Kanada búið að gera fríverslunarsamning við ESB sem er hagstæðari um sjávarafurðir fyrir Kanada en EES-samningurinn er fyrir Ísland.

https://www.frjalstland.is/2018/02/09/kanada-fekk-betri-samning-en-ees/

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband