Færsluflokkur: Evrópumál

Alþingi flækt i hártoganir

althingi_-framan_1341415.jpgÍ umræðum um 3. orkupakkann á Alþingi kom fram að reynt er að flækja þingmenn í hártoganir og undanbrögð um einhverja texta í regluhaugnum sem þeir eiga að samþykkja. Ein tilskipunin, 713/2009, er tekin út og sagt að hún verði "-innleidd en öðlist ekki gildi!-" Hún er um ACER en talsmaður ESB sagði við utanríkisráðherra Íslands 20.3.2019 að ACER tæki ekki ákvarðanir um sæstreng: "Eigi að setja upp innviði fyrir orkuflutning milli landa í framtíðinni mun ESA bera ábyrgð á að ákveða um millilandatengingar varðandi Ísland, ekki ACER."

https://ec.europa.eu/info/news/joint-understanding-application-third-energy-package-towards-iceland-2019-mar-22_en

Blekkingavefur EES þéttist með hverjum degi.

Einhverjar greinar í tilskipun 713/2009 eru ekki meginmálið í orkupakka 3. Það sem höfuðmáli skiptir er að með lögunum (782. mál, tilskipun 2009/72) er útvíkkað vald ESB yfir orkukerfinu lögleitt. Orkukerfi Íslands verður sett undir stjórnvaldsstofnun sem lýtur engöngu valdi ESB en ekki íslensku stjórnvaldi.

Verkefni þeirrar stofnunar ("Landsreglara") verður m.a. -að fara að og framkvæma allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðanir ACER og framkvæmdastjórnar ESB- þær eiga eftir að verða margar, flóknar og skaðlegar meðan EES er í gildi, Alþingi mun ekki hafna neinni frekar en fyrri daginn.

 

 


Alþingi á nú að setja orkukerfið undir ESB

althingi_-framan_1341364.jpgAlþingi á að samþykkja lög og þingsályktun (782 og 777) um að færa yfirstjórn orkukerfisins til ESB. Og líka lög (792) um að Ísland ákveði með sæstreng, marklaus lög meðan Ísland er í EES. Þingskjölin eru ruglandi langlokur og óþarfi að lesa nema eina af tilskipununum sem á að stimpla, 2009/72, inntakið er:

Ísland framselur stjórnvald yfir orkukerfinu til ESB, Landsreglari verður stofnun undir ESB/ACER og tekur ekki við fyrirmælum frá íslenskum stjórnvöldum.

Í tilskipuninni kemur fram:

-samþykki reglna (um rekstur flutningskerfis, netmála) færist frá ráðherra til Landsreglara-

-aðildarríkið ábyrgist sjálfstæði Landsreglara, að hann sé lagalega aðgreindur og óháður öllum opinberum aðilum, taki ekki við fyrirmælum frá neinni ríkisstofnun eða öðrum opinberum (íslenskum) aðilum-

-tilskipunin setur reglur um framleiðslu, flutning, dreifingnu og afhendingu rafmagans, þær kveða á um skipulagningu og starfsemi á sviði raforku, markaðsaðgang, viðmiðanir og málsmeðferð við leyfisveitingu og rekstur raforkukerfa-

Skyldur Landsreglara eru m.a.:

-að ákveða eða samþykkja gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu-

-að tyggja að flutnings- og dreifikerfisstjórar og kerfiseigendur, ásamt með eigendum raforkufyrirtækja, uppfylli skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun og annarri viðeigandi löggjöf ESB-

-að fylgjst með fjárfestingu í framleiðslu-

-að fara að og framkvæma allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðanir ACER og framkvæmdastjórnar ESB-

 

Tilskipun 2009/72 á íslensku

Sjá útskýringar: https://www.frjalstland.is/

Villandi staðhæfingar utanrikis-og-atvinnuvegaráðuneyta

Yfirstjórn orkukerfisins til ESB.

 


Sprengja undir norskum iðnaði

flag-norway-national-isolated-white-45737180.jpgÍ nýrri skýrslu um afleiðingar valdatöku ESB i norska raforkukerfinu er tekið undir verstu áhyggjur andstæðinga 3. orkupakkans sem norska Stortinget samþykkti í fyrra. Alþýðusamband Noregs og samtök, s.s. Industriaksjonen, börðust gegn 3. pakkanum og vöruðu við afleiðingum. Nú er 4. pakinn á leiðinni en með houm fær orkustofnun ESB, ACER, enn aukin völd í Noregi, í trássi við lög og stjórnarskrá Noregs.

Orkusamband ESB, orkuverð og iðnaðurinn í Noregi

 

Lýðræðislegt vald Norðmanna, Stortinget, ríkisstjórnin og norskar stofnanir, munu ekki stjórna því hvernig norskri raforku verður ráðstafað í framtíðinni, hún verður aðgengileg öllum í ESB þar sem dýpkandi orkukreppa ríkir og verðin eru margfalt hærri en í Noregi. Orkan verður því að miklu leyti seld frá Noregi, orkuverð þarlendis hækkar, lífskjör almennings rýrna og mikilvægur hluti norsks iðnaðar hættir störfum

Frétt í Nationen um nýja skýrslu


Ætla vinstrimenn að leyfa brask með orkuverin?

svartsengi558658.jpg"-Hvernig er það með þjóðernisvinina í Vinstri grænum - sofa þeir alveg rólegir á meðan erlendir auðjöfrar kaupa upp íslensk orkufyrirtæki - getur verið að hérna sé komin næg ástæða til að segja EES- samningnum upp? (samkvæmt lögum um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri er lögaðilum innan EES leyfilegt að eiga virkjunarréttindi vatnsfalla og jarðhita-)" spyr Jón Þórhallsson

Fjárfestingasjóðurinn MIRA hefur keypt 53,9% hlut í HS Orku - fyrir 37 milljarða

Vinstrimenn hafa reynt að verja auðlindirnar. Það voru alvöru vinstrimenn (úr Alþýðubandalaginu áður en þeir upplituðust) með gott fólk með sér sem vildu láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um EES samninginn (31. mál, 116 löggjafarþing). Það voru líka alvöru vinstrimenn sem vildu láta athuga hvort aðildin bryti gegn stjórnskipuninni. Alþingi hafnaði báðum þessum sjálfsögðu tillögum. (Hjörleifur Guttormsson, Morgunblaðinu 29.3.2019)

Meðan HS-Orka hefur ekki verið þjóðnýtt og færð aftur í almannaeigu er hætta á að fyrirtækið verði notað sem stökkbretti fyrir eitthvert erlent fjármagn til þess að leggja undir sig vaxandi hluta af orkuauðlindum landsins í skjóli EES-samningsins.

Sjá einnig umfjöllun Þorsteins Sæmundssonar í Morgunblaðinu 2.4.2019


Nýting auðlinda fær stuðning

sigmundur1123151.jpgEinn stjórnmálaflokkur í viðbót hefur nú lýst yfir andstöðu við yfirtöku ESB á stjórnvaldi í orkumálum og við  innflutning sýklakjöts frá ESB.

 

"-Miðflokkurinn mun leggjast gegn samþykkt þriðja orkupakka ESB - Flokkurinn samþykkir hvorki afsal á fullveldi Íslendinga yfir orkuauðlindinni né fyrirsjáanlega hækkun raforkuverðs hér á landi - Miðflokkurinn vill treysta forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sínum og því mun hann beita sér gegn samþykkt orkupakkans í þinginu-" segir í stjórnmálaályktun flokksins.

Í síðustu viku samþykkti ríkisstjórnin að leggja 3. orkutilskipanapakkann fram til samþykktar Alþingis með sýndarfyrirvörum, í trássi við samþykktir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkanna. Það virðast meiri líkur til þess að þingmenn Miðflokksins fari eftir samþykktum sinna flokksmanna en að ráðherrarnir geri það.

Miðflokkurinn vill nýta gróður landsins:

"-Miðflokkurinn vill hverfa frá áformum um að leyfa innflutning á ófrosnu kjöti og eggjum frá EES-löndum. Miðflokkurinn lítur á matvælaframleiðslu íslensks landbúnaðar sem mikilvæga famtíðaratvinnugrein sem ber að tryggja vænlegt rekstrarumhverfi - Þá þurfi einnig að endurskoða tollasamninga sem þegar eru í gildi til þess að tryggja betur stöðu innlendrar framleiðslu - sem keppir oft við niðurgreidda vöru sem er framleidd við óviðunandi skilyrði-" segir í ályktuninni.

(úr mbl.is 30.3.2019, stjórnmálaályktun Miðflokksins)


ESB-væðing i laumi

faefibandroller-conveyor-boxes-regular-system-transporting-cardboard-isolated-white-studio-background-61878747.jpgÞað er ekki bara Alþingi sem stimplar EES-tilskipanir, flóðið er mikið, stundum um fjöguhundruð tilskipanir á ári. Stærsti bunkinn kemur til ráðuneytanna eins og á færibandi og fær ekkert lýðræðislegt samþykki heldur fer beint í reglugerðasafnið

Tilskipanirnar þjóna hagsmunum ESB þó þær séu með fögrum formerkjum um "gæðakröfur", "samræmingu", "umhverfisvernd", "loftslagsmál", "neytendavernd", "samkeppni", "visthönnun". Heimsvaldabrölt ESB skín í gegn, það koma tilskipanir um þvingunaraðgerðir gegn löndum sem ekki eru ESB þóknanleg, fátækum eða stríðshrjáðum löndum eins og Hvítarússlandi eða Zimbabve.

Tilskipanavald ESB er orðið sjálfvirkt, lýðræðislegt vald og stofnanir Íslands hafa ekkert um þær að segja. Ísland er að ESB-væðast í laumi.

Sjálfvirk ESB-væðing Íslands


Íbúðalánasjóði slátrað

modern-residential-building-business-skyscraper-architecture-made-monotonous-style-glass-steel-cold-blue-91459405.jpgEins og menn muna olli bankaregluverk EES útrás, ofbólgu og hruni bankanna. Íbúðalánasjóður lifði Hrunið af. En EES-vanskapnaðurinn er búinn að taka hann líka. Dómstóll EES (s.k. efta-dómstóll) fyrirskipaði það. Íbúðalánasjóður gerði ungu fólki lengi fært að eiga sitt íbúðarhúsnæði. Hann var í eigu almennings og því hægt að stilla vöxtum af íbúðalánum í hóf. Nú orðið þarf unga fólkið að leita til banka sem þurfa hærri vexti til að geta borgað hluthöfum arð. Það verður eins og hjá unga fólkinu í ESB, færri geta eignast húsnæði en þurfa að leigja íbúð fyrir oft háa leigu. Og verða aldrei almennilega sjálfstæðir eins og Íslendingar hafa verið.

(Frétt í Morgunblaðinu 28.3.2019)


Að plata íslenska sveitamanninn

serious-senior-office-manager-giving-orders-now-go-work-ambitious-tireless-overweight-worker-sitting-desk-managing-_1340788.jpgUtanríkisráðherrann okkar fékk blaðsíðu af blekkingum, loforðum og sjálfshóli hjá skriffinni í framkvæmdastjórn ESB:

"-Ísland - hefur með góðum árangri tekið upp ESB regluverk um orku - í meir en áratug. Þessar reglur hafa - hjálpað orkumörkuðum á Íslandi að verða afkastameiri-"

Það rétta er að íslenska orkukerfið var með því hagkvæmasta og afkastamesta fyrir daga EES en er orðið þyngra og dýrara í rekstri eftir að EES skall á. Tilskipanapakkar 1 og 2 tvístruðu fyrirtækjunum og settu í gang dýra gervisamkeppni, hagræði glataðist og orkuverð hækkaði.

"-ESA (eftirlitsstofnun EES) mun taka ákvarðanir um millilandatengingar til Íslands í framtíðinni, ekki ACER-"

Hér er blekkingin afhjúpuð, líklega óvart: Þetta þýðir á mannamáli að ESB mun sjálft taka ákvarðanir um millilandatengingar og láta ESA senda tilskipanirnar til Íslands. ESA þarf eðlilega aðstoð orkustofnunar ESB, ACER, enda ekki með hæfni og getu til að taka ákvarðanir um orkukerfi. Þetta er þverbrot á tveggjastoða kerfinu en samkvæmt því eiga tilskipanir ESB að samþykkjast og sendast til Íslands af Sameiginlegu EES-nefndinni, ekki ESA.

ESB hefur spillt orkumálum Íslands í 25 ár. EES átti ekki að ná til orkukerfisins eða nýtingar orku. Það var svikið. Utanríkisráðherra vill nú koma orkukerfinu alfarið undan stjórn landsmanna.

Framkvæmdastjórn ESB segir okkur fyrir verkum í orkumálum


Norðmenn að gefast upp á tilskipanaflóðinu

lofthus-fjord-norway-2-1_4050a7a3-def7-4791-a010-f250f3074faa.jpg

 Kannski von, þeir eru búnir að fá 12000 ESB-lög með EES-tilskipunum frá Brussel. Skoðanakannanir sýna að 70% af þeim sem taka afstöðu vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um EES. Vissir stjórnmálaflokkar og verkalýðsfélög hafa þegar lýst stuðningi við úrsögn. Mikil mótmæli hafa verið við 3. orkupakka ESB og dómsmál í gangi.

Í fyrirlestri rannsóknastjóra norsku samtakanna Nei til EU 21. mars kom fram að hin margtuggða afsökun um að EES sé forsenda fyrir aðgangi að innri markaði ESB er gróf rangfærsla.

Samtökin Nei til EU stefna að því að Noregur verði kominn úr EES 2025 og geri nútíma samning við sambandið án lýðræðishalla EES.

Vaxandi andstaða við EES í Noregi

 


Alþingi afhendi erfðasilfrið

burfellsvirkjun_1340733.jpgRíkisstjórnin ætlar að láta Alþingi samþykkja 3. tilskipanahaug ESB um orkukerfi landsins (Mbl 22.3.2019). Það þýddi að ESB fengi umfangsmikið stjórnvald yfir íslenska orkukerfinu og eigin stjórnvaldsstofnun sem yrði staðsett hér og kostuð af Íslendingum en Íslendingar hefðu engin völd yfir en lyti stjórn og valdakerfi ESB alfarið. Og þar með framtíðar lögum og reglum ESB.

Þetta þýddi áframhaldandi eyðileggingu orkugeirans með flóknu og óhentugu regluverki ESB, sundurlimun og sýndarsamkeppni sem veldur óhagkvæmara orkukerfi og áframhaldandi hækkun orkuverðs eins og eftir pakka 1 og 2.

Á grundvelli einhvers konar lögfræðilegra hártogana heldur ríkisstjórnin að hún geti sett fyrirvara um sæstreng. Sá fyrirvari er ógildur, samþykki 3. orkupakkans er samþykki fyrir stjórnvaldi og stjórnkerfi ESB sem færir ákvarðanir um orkumál sjálfvirkt undir ESB og aðila þeim þóknanlegum.

Það verða aðrir en íslensk stjórnvöld sem taka ákvarðanir um sæstreng og aðrar skemmdir á orkuauðlindinni eftir að 3. orkupakkin gengur í gildi.

Ráðherrarnir misskilja innihald 3. orkupakkanns


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband