Nýting auðlinda fær stuðning

sigmundur1123151.jpgEinn stjórnmálaflokkur í viðbót hefur nú lýst yfir andstöðu við yfirtöku ESB á stjórnvaldi í orkumálum og við  innflutning sýklakjöts frá ESB.

 

"-Miðflokkurinn mun leggjast gegn samþykkt þriðja orkupakka ESB - Flokkurinn samþykkir hvorki afsal á fullveldi Íslendinga yfir orkuauðlindinni né fyrirsjáanlega hækkun raforkuverðs hér á landi - Miðflokkurinn vill treysta forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sínum og því mun hann beita sér gegn samþykkt orkupakkans í þinginu-" segir í stjórnmálaályktun flokksins.

Í síðustu viku samþykkti ríkisstjórnin að leggja 3. orkutilskipanapakkann fram til samþykktar Alþingis með sýndarfyrirvörum, í trássi við samþykktir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkanna. Það virðast meiri líkur til þess að þingmenn Miðflokksins fari eftir samþykktum sinna flokksmanna en að ráðherrarnir geri það.

Miðflokkurinn vill nýta gróður landsins:

"-Miðflokkurinn vill hverfa frá áformum um að leyfa innflutning á ófrosnu kjöti og eggjum frá EES-löndum. Miðflokkurinn lítur á matvælaframleiðslu íslensks landbúnaðar sem mikilvæga famtíðaratvinnugrein sem ber að tryggja vænlegt rekstrarumhverfi - Þá þurfi einnig að endurskoða tollasamninga sem þegar eru í gildi til þess að tryggja betur stöðu innlendrar framleiðslu - sem keppir oft við niðurgreidda vöru sem er framleidd við óviðunandi skilyrði-" segir í ályktuninni.

(úr mbl.is 30.3.2019, stjórnmálaályktun Miðflokksins)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég treysti Sigmundi vel fyrir þjóðarsilfrinu,en passa mig að nefna það ekki oft. því fylgja jafnan þrumur og eldglæringar í Vandlætingu en engar skýringar með. Sem betur fer hleypur hann ekki útundan sér ,er staðfastur ættjarðarvinur.  

Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2019 kl. 18:44

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Sigmundur Davíð er í raun Sjálfstæðismaður. Skoðanir hans eru nánast samhljóða ályktunum Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í mars 2018. Munurinn er sá, að þeir sem sömdu landsfundarályktanirnar far nú ekki eftir þeim í blóra við flokksmenn. Þetta mun kljúfa flokkinn, því miður. það er fyrir löngu búið að vara við því.  

Júlíus Valsson, 1.4.2019 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband