Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
ESA sækir að eignarhaldi vatnsorkuvirkjanna í NOREGI.
6.6.2019 | 18:09
ESA sendi norska orkuráðuneytinu bréf 30 apríl. sl. um ýmsar spurningar um eignarhald á norskum vatnsorkuvirkjunum í eigu opinberra aðila.Bréf ESA
Norska Orkumálaráðuneytið svarar fullum hálsi og segir Þjónustutilskipun ESB geti ekki tengst eignaraðild orkufyrirtækja við rafmagn sem vöru.Bréf Norðmanna
Ljóst er af þessu að eftir samþykkt 3OP í Noregi fór þetta frumkvæði ESA af stað, þó ESA hafi áður fallist á dóm EFTA dómstólsins um að þetta opinbera eignarhald á vatnsorkuvirkjunum gengi ekki gegn EES samningnum.
Fullyrðingar ráðherra ríkisstjórnarinnar um að 3OP snerti ekki eignarhald virkjanna, er hér afhjúpaðar. Kannski voru þeir fávísir um kænsku ESA að fara í gegnum Þjónustutilskipun gr.9-13 2003/123 Þjónustutilskipunin
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við dönsum eftir pípu ESB
29.5.2019 | 14:49
Þegnar ESB-landa kjósa andstæðinga Brusselvaldsins, Bretar eru að fara út. En við dönsum eftir pípu ESB: Við ráðum ekki við glæpahópana frá ESB (sem hafa frjálsan aðgang hér vegna EES og Schengen). ESB-regluverkið um samkeppni stendur í vegi fyrir hagræðingu í íslenskum fyrirtækjarekstri. Innflutningur á sýklamenguðum vörum frá ESB er hótun við heilbrigði dýra og manna. Gagnslaus taglhnýting við draumóra ESB um kolefnishlutleysi er að verða dýrkeypt.
Alþingi virðist ekki ráða við ásælni ESB í völd yfir landinu. Nú ætlar ESB að taka til sín yfirstjórn og stjórnsýslu yfir stærstu auðlind landsmanna með nýrri tilskipanahrúgu (orkupakka 3). Stór hluti þingmanna telja sig ekki þurfa að hlusta á rök heldur sofa heima. Það verða afkomendur þeirra sem fá okurháa orkureikningana þegar ESB-fyrirtæki fara að hirða arðinn af orkulindunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.6.2019 kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25 ára heilaþvotti þarf að ljúka.
20.5.2019 | 09:54
ESB Umsóknin enn gild!!!!
18.5.2019 | 19:47
Mjög athyglisverð grein er á mbl.is í dag Var umsóknin dregin til baka?
Niðurlag greinarinnar er:
"Miðað við það sem hér hefur verið rakið er ljóst að um samdóma álit Evrópusambandsins og utanríkisráðuneytis Íslands er að ræða þess efnis að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið, sem send var til forystumanna þess af þáverandi ríkisstjórn vinstriflokkanna sumarið 2009, hafi ekki verið dregin formlega til baka heldur hafi einungis verið gert hlé á umsóknarferlinu. Ennfremur að það er staðföst og margítrekuð afstaða Evrópusambandsins að umsóknin sé enn til staðar."
Nú bíða VG, Samfylkingin, Viðreisn, Píratar að komast að í næstu kosningum og þá þarf ekkert nema eitt skeyti til að setja viðræðuferlið aftur í gang.
Það vekur athygli af hverju Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki beitt sér fyrir slíta þessu formlega, verið í stjórn síðustu 6 árin. Einhver gæti túlkað það sem svo að forystan sé í viðreisnarhug.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
EFTA Dómstóllinn = Hæstiréttur Íslands
16.5.2019 | 13:18
Það er alvörumál hvernig EES samningurinn er að taka hér yfir dómsvald í landinu og er æðsta dómsvald landsins, ekki er hægt að áfrýja dómum hans. Hér fjalla Stefán Már Stefánsson og Eyvindur G. Gunnarsson lagaprófessorar við HÍ um dóma EFTA dómstólsins, m.a. í Kjötmálinu og gagnrýna niðurstöðuna. Þeir benda á hvernig gerðir ESB eru að breyta EES samningnum mótstöðulaust.
"Grein þessi fjallar um þetta álitaefni. Þrír dómar EFTA-dómstólsins um svipað sakarefni eru hér nefndir til sögunnar þar sem því má halda fram að framsækin lagatúlkun hafi leitt af sér ákveðnar ógöngur. Þeir dómar sem gera má athugasemdir við að þessu leyti eru þó fleiri."
"Sé þessa ekki gætt getur frjálsleg túlkun EFTA-dómstólsins á gerðum ESB leitt til þess að ófyrirséður lýðræðishalli myndist. Með þessu er átt við að vikið sé til hliðar réttarástandi sem aðilar gengu út frá við undirritun EES-samningsins og nýju réttarástandi komið á sem enginn átti von á. Í þessu felst að hagsmunum og áherslum sem samningsaðilar gengu út frá sé vikið til hliðar á kostnað annarra hagsmuna eða áherslna, sem aðilar höfðu e.t.v. aldrei færi á að tjá sig um og fengu því aldrei lýðræðislega meðferð."
"Niðurstaða EFTA-dómstólsins í þeim málum sem að framan eru rakin er ekki sannfærandi. Því má m.a. halda fram að með því að horfa alfarið fram hjá tilvísun 18. gr. EES-samningsins til 13. gr. hafi dómstóllinn í raun breytt EES-samningnum. Þetta vekur upp spurningar um það hvort dómstóllinn hafi haldið sér innan valdmarka sinna."
https://ulfljotur.com/2018/04/10/efta-domstollinn-i-ljosi-lydraedishalla/
ÚTGANGA ÚR EES er BREXIT ÍSLANDS
15.5.2019 | 13:47
Ástæður úrsagnar Bretar úr ESB var miðstýringarvald Framkvæmdastjórnar og stofnanna ESB yfir breskum hagsmunum.
Af sömu ástæða þarf að segja upp EES samningnum
Það er engin von til þess að núverandi flokkar á Alþingi geri það. Þeir stefna að því leynt og ljóst að færa vald yfir hagsmunum þjóðarinnar til ESB.
Orkukreppan í ESB smitast til Íslands
12.5.2019 | 16:56
Tilskipanir ESB um orkukerfi eru farnar að hafa slæm áhrif. Til dæmis í Svíþjóð er að verða orkuskortur og orkuverðið hefur hækkað mikið. Í Þýskalandi og Danmörku er orkuverðið heimsmet. Það sér í iljar fyrirtækja sem fara til annarra landa.
Við Íslendingar sökkvum dýpra í orkuóreiðu ESB með hverjum "orkupakkanum" sem ESB sendir okkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.5.2019 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Landsmenn vilja ekki að ESB stjórni orkukerfinu
7.5.2019 | 12:35
Skoðanakönnun Zenter sýnir að 48,7% eru andvígir lögleiðingu 3. orkupakka ESB en 29,6 fylgjandi (Fréttablaðið 7.5.2019). Ýmiss frjáls félagasamtök, samtök launafólks og hagsmunaaðila og stjórnmálamenn úr öllum flokkum, auk sérfróðra manna og einstaklinga, hafa lagt fram rök gegn lögleiðingunni. Og stöðugt fjölgar varnaðarröddum.
Eftir á að koma í ljós hvort Alþingi vill halda völdum yfir orkukerfinu eða afsala þeim til ESB. Þarlendis hefur 3. orkupakkinn orðið að litlu gagni, hvorki aukið sjálfbærni, öryggi né samkeppnishæfni. Orkumál ESB eru í vaxandi uppnámi og orkukostnaðurinn í t.d. Þýskalandi og Danmörku orðinn 2-3 sinnum hærri en í sumum samkeppnislandanna.
Rökleysur ráðamanna um 3OP og EES.
1.5.2019 | 16:53
Formaður utanríkisnefndar Alþingis og ritari Sjálfstæðisflokksins skrifar pistil í Mogganum í gær og endurtekur sömu tugguna og iðnaðar- og utanríkisráðherra, sem snýst um að tengja 3OP við gagnrýni á EES samninginn, eins og það sé megin vörn þeirra í 3OP umræðunni.
Hún segir m.a. um EES samninginn.."Mögulega er það vegna þess að þeir sem eru í það minnsta undir fertugu þekkja lítið annað en að njóta þeirra kosta og lífsgæða sem EES-samningurinn færir okkur. Þau þekkja tækifærin til að mennta sig erlendis, búa þar og starfa, lífsgæðin sem fylgja því að geta stundað frjáls viðskipti milli landa og telja það í raun sjálfsagðan hlut."
Hér er annað hvort lítil þekking á ferðinni, eða blekking með ómerkilegum hætti; - Staðreyndin er að mögulegt að mennta sig í öðrum löndum,t.d. Ameríku, og að stunda frjáls viðskipti við allan heiminn, og starfa og lifa annarsstaðar en í ESB.
Hins vegar er ESB með einna mestu innflutningshindranir í viðskiptum í heiminum og það flýtur að hluta inn í EES samningurinn sem tæknihindranir á Íslandi í viðskiptum við lönd utan ESB.
Það eru engin rök hjá ráðamönnum að blanda saman því að troða inn á þjóðina markaðsvæðingu á orkukerfi þjóðarinnar sem hún á að 90%, af ótta við ESB, og framtíðarumræðu um kosti og galla EES samningsins, sem 3OP kallar auðsjáanlega á.
Eru hótanir Norðmanna að baki taugaveiklun stjórnvalda í 3OP?
26.4.2019 | 10:25
Fundur Katrínar og Ernu Solberg í október 2018 afhjúpaði vel þrýstinginn á samþykkt Íslands á 3OP
-RÚV 29.10.2018: ..... EFTA-ríkin þrjú sem eiga aðild að EES settu þann fyrirvara að samþykki þjóðþinga ríkjanna þriggja yrði að liggja til grundvallar. Norðmenn hafa þegar samþykkt pakkann, sem og Liechtenstein, en hann tekur ekki gildi nema Ísland samþykki hann líka.
Við erum á einum markaði og það er snúið að standa utan stofnana sem taka ákvarðanirnar og við vonum því að það finnist lausn hvað Ísland snertir svo að við getum fullnægt þessum þáttum samninganna, segir norski forsætisráðherrann.
Þau hafa lagt mikla áherslu á þetta mál og eru auðvitað í annarri stöðu en Ísland þar sem þau eru auðvitað með sæstrengi til að mynda til annarra landa og EES-samstarfið líka. Þetta er hluti af EES-samstarfinu sem skiptir öll þessi lönd miklu máli, segir Katrín.
Katrín segir að málið verði tekið fyrir á Alþingi í febrúar. Solberg segir þær ekki hafa rætt hvaða staða komi upp hafni Alþingi þriðja orkupakkanum. Við erum ekki með varaáætlun. Ég vona að Íslendingar sjái að til að þessu verði fylgt eftir og samþykkt, segir Solberg.
Við höfum ekki þrýst á en bent á það að það eru fleiri sem standa að EES-samningnum. Málið er mikilvægt fyrir Noreg en svo er Miðflokkurinn á móti EES-samningnum og flokkurinn hefur mikið látið til sín taka á Íslandi svo að Íslendingar verði á móti og þá gegn norskum hagsmunum.
" Viðtal í RÚV 29.10.2018 http://www.ruv.is/frett/hafnar-thrystingi-vegna-thridja-orkupakkans
Um mitt sumarið 2018 kom utanríkisráðherra Noregs til Ísland til að skoða heyrúllur, en meginmálið var að ræða 3 OP sem sýnir vel áherslu Noregs á málið.
Þegar forsætisráðherra Noregs notar orðalag eins og "..við höfum bent á að það eru fleiri sem standi að EES samningnum" og Katrín lætur hafa eftir sér "Þau hafa lagt mikla áherslu á þetta mál ..og EES samstarfið líka"
- Er augljóst að norsk stjórnvöld hafa hótað íslenskum stjórnvöldum í málinu, sem er ekki nýtt, má rifja upp yfirgang norðmanna í Smugumálinu, Makríl og Kolmunamálum. Ætla stjórnvöld að keyra 3OP í gegn vegna hótanna norðmanna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)