Landsmenn vilja ekki að ESB stjórni orkukerfinu

orange-candle-glowing-dark-power-outage-123473036.jpgSkoðanakönnun Zenter sýnir að 48,7% eru andvígir lögleiðingu 3. orkupakka ESB en 29,6 fylgjandi (Fréttablaðið 7.5.2019). Ýmiss frjáls félagasamtök, samtök launafólks og hagsmunaaðila og stjórnmálamenn úr öllum flokkum, auk sérfróðra manna og einstaklinga, hafa lagt fram rök gegn lögleiðingunni. Og stöðugt fjölgar varnaðarröddum.

Eftir á að koma í ljós hvort Alþingi vill halda völdum yfir orkukerfinu eða afsala þeim til ESB. Þarlendis hefur 3. orkupakkinn orðið að litlu gagni, hvorki aukið sjálfbærni, öryggi né samkeppnishæfni. Orkumál ESB eru í vaxandi uppnámi og orkukostnaðurinn í t.d. Þýskalandi og Danmörku orðinn 2-3 sinnum hærri en í sumum samkeppnislandanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband