Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Að moka ofan í skurði er aðalmálið.

Í tilefni þess að nú hellist yfir landsmenn auglýsingar frá Votlendissjóði skreyttar þekktum listamönnum er rétt að benda fólki á að hér er áróður sem byggist ekki á óyggjandi vísindum. 

Í loftlagsáætlun Íslands er samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar 2017 um Ísland og loftslagsmál er áætlað að um 16 millj. tonna CO2 sé heildarlosun Íslands og um 11,7 milljónir tonn af því komi frá framræstu votlendi eða 73% af heildarlosunar Íslands. Í nýjasta svari Umhverfisráðuneytisins er sé tala komin niður í 8,6 millj. tonna Co2 ígilda.

Síðan þá hafa ýmsar tölur um umfang skurða, lengd og flatarmál verið gagnrýndar af sérfræðingum, m.a. að flatarmál þeirra sé í mesta lagi 40% af opinberum tölum og mikið ofmat sé frá losun þess svæðis sem þurrkað var með skurðunum. Einnig hefur verið gagnrýnt að losunartölur pr. flatarmál eru mjög óáreiðanlegar.

"Í meistararitgerð Gunnhildar Evu Gunnarsdóttur við Háskóla Íslands frá 2017 var reynt að meta losun kolefnis í þurrkuðum mýrum. Niðurstöður hennar benda til að losun sé mest fyrstu árin en sé síðan hlutlaus að 50 árum liðnum. Það er ekki í samræmi við þær viðmiðunartölur sem yfirvöld á Íslandi styðjast við í sínum aðgerðaráætlunum. Það þýðir væntanlega að losunartölur geti verið stórlega ýktar og mokstur í stærstan hluta skurða á Íslandi kunni því að þjóna litlum sem engum tilgangi. Jarðraskið sem af því hlýst gæti hins vegar allt eins leitt til aukinnar losunar."

"Þá hafa bæði dr. Þorsteinn Guðmundsson, þá prófessor í jarðvegsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, og dr. Guðni Þorvaldsson, prófessor í jarðrækt við LbhÍ, bent á í Bændablaðinu mikla óvissu varðandi fullyrðingar um stærð mýra og losun."

https://www.bbl.is/frettir/frettaskyring/fullyrdingar-byggdar-a-agiskunum-en-ekki-visindalegum-gognum

Þetta þýðir að það sem hefur verið kynnt sem CO2 útblástur Íslands er kolrangur og alltof mikill og furðulegt að stjórnvöld skuli hafa sett þau fram án tillits til þessarar gagnrýni. Þetta leiðir af sér kostnaðarsamar aðgerðir ríkisins til að ná niður ímynduðum útblæstri Íslands.

Allt þetta mál virðist vera byggt á æðibunugangi sem ekki má gagnrýna því annars rísa um tilfinningaræður en ekki vísindaleg rök.

 

https://www.bbl.is/frettir/fraedsluhornid/hugleidingar-um-losun-og-bindingu-kolefnis-i-votlendi

https://www.bbl.is/frettir/fraedsluhornid/meira-um-losun-grodurhusalofttegunda-ur-votlendi


Ósjálfbær utanríkisstefna

euflageurope-1045334_960_720_1374449.jpgESB setti í gang refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi vegna mótmæla þar í landi gegn forseta landsins, Ísland og fleiri leppar ESB voru látnir taka þátt (EES-gerðir no 2020/1337,1338,1648,1650). Næst hlýtur ESB að setja í gang refsiaðgerðir gegn Bandaríkjunum vegna mótmæla þar í landi gegn forseta Bandaríkjanna.

ESB rekur landvinningastefnu gegn löndum Rússa. Ísland hefur þegar misst mikil viðskipti vegna valdabrölts ESB.

Viðskipti við Rússlandssvæðið bjóða upp á mörg tækifæri og hafa verið afgerandi fyrir efnahag Íslands. Eyðileggingu Brussel á samskiptum Íslendinga og Rússa þarf að stöðva. Ofsóknarbrjálæði ESB-leppanna (Norðurlanda og Eystrasaltslanda) gagnvart Rússum á sér ekki forsendur á Íslandi og á ekki að vera þáttur í utanríkisstefnu Íslands.

https://www.frettabladid.is/frettir/lukasjenko-faer-ekki-ad-stiga-faeti-sinum-a-islenska-grundu/


Tollalaust Brexit en tollar í EES.

brexit_image4Brexit samningurinn er tollalaus Fríverslunarsamningur auk þess var samið um viðbótarþætti eins og flutninga, orku, fiskveiða og gagnkvæm réttindi þegna.

EES samningurinn veitir ekki fullt tollfrelsi, þar eru tollar samkvæmt bókun 9 í samningnum: 

"Þær vörur sem njóta allt að 70% tollalækkunar (tafla III í 2. viðbæti við bókun 9) eru lifandi fiskur, fiskflök, krabbadýr og lindýr að undanskildum þeim fiskafurðum sem eru alfarið undanþegnar innflutningstollum og þeim sjávarafurðum sem njóta engra tollfríðinda (fylgiskjal með töflu III í bókun 9).

Fiskafurðir sem fluttar eru til ESB og bera fullan toll eru lax, síld (nema síldarsamflök), makríll, hörpudiskur og leturhumar."

Þar að auki verður Ísland að taka á sig alla löggjöf ESB sem Bretar voru að losa sig við.

Samningur Kanada/ESB og nú Brexit eru báðir betra en EES fyrir Ísland.

Þarf ekki að segja upp EES samningnum og semja betur? 


Trúir einhver fjölmiðlunum?

planet-of-the-apes-679911_960_720.jpgÁrið 2016, með Brexit og framboði Trumps, hófst áróðursblandaður fréttaflutningur sem aldrei fyrr. Það hefur leitt til þess að fjölmiðlar í Bandaríkjunum og Bretlandi eru orðnir svo rúnir trausti að leitun er að þeim sem trúa þeim.

Í Ameríku treysta 9% fjölmiðlunum vel, í Bretlandi 28% sæmilega. Nýja ríkisstjórn Bandaríkjanna ætlar nú að loka útvarpsstöðinni sem lengi hefur borið út tjáningarfrelsi Bandaríkjanna, Voice of America.

Íslendingar eru góðtrúa og trúa ennþá fáokunarmiðlunum og ruslinu frá útlöndum sem þeir handlanga til okkar.

Traust á fjölmiðla hríðfellur


Lygaútbreiðslan

sky-clouds-clouds-form-cumulus-clouds.jpgÞað er erfitt að standast lygina um hlýnun loftslags, falsfréttamiðlar og stofnanir bera hana út. "Alls staðar er að hlýna" segir forstjóri Hafró en bætir svo við: "Þó svo að sjórinn sé kaldari núna en hann var fyrir tveim árum og áratuginn þar á undan erum við á ýmsan hátt í umhverfi sem við höfum ekki séð áður"- (Mbl 21.1.2020).

Kólnun sjávar

Meira að segja nýi ábúandinn í Hvíta húsinu (sem áhöld eru um hvort sé lögmætur) segir að "jörðin tali til hans" (elliærir menn heyra stundum raddir). Hann ætlar að eyða fúlgum af almannafé í að breiða lygina út, til mikillar ánægju fyrir ESB sem heldur okkur í lygavef og hefur af okkur stórfé í "loftslagsmál"

 


EES-aðildin kostar iðnaðinn og flugið stórfé

toilet500_f_309367765_jrbq6qustdtjytqca5sx7duklwe9eutn.jpgEin útbreiddasta hjarðheimskan er að "kolefnishlutleysi" og minna "kolefnisspor" bæti loftslag.

I raun er staðan sú að jurtir jarðar hafa tekið svo mikinn koltvísýring úr loftinu að það þyrfti að margfalda koltvísýringsútblásturinn til að koma aftur á góðum koltvísýringsstyrk fyrir gróðurinn. Það getum við því miður ekki. En braskarar geta grætt á útblásturskvóta ESB sem okkar iðnaður og flugfélög þurfa að eyða stórfúlgum í að kaupa.

EES-aðildin kostar iðnaðinn og flugið stórfé


EES samningnum þarf að segja upp og breytast í Brexit samning.

Ef íslensk og norsk stjórnvöld ætla að sinna hagsmunum sínum gagnvart ESB þurfa þau að bregðast við nú þegar Bretar hafa náð góðum viðskiptasamningi án þess að þurfa að lúta lagavaldi Brussel á flestum sviðum.

Rifta verður EES samningnum, því hann er ekki lengur besti fríverslunarsamningurinn, jafnvel samningur ESB við Kanada er betri að þessu leyti.  

"Lögfræðingurinn og þingmaðurinn Marit Arnstad, fyrrum samgönguráðherra í ríkisstjórn Miðflokksins fyrr á áratugnum, segir að með samkomulaginu sjáist að hægt sé að viðhalda verslun við ESB á annan hátt en felst í EES samkomulaginu."

„Þeir fá aðgang að innri markaðnum og sameiginlegri verslun, sem er eftirsóknarvert, en þeir þurfa ekki að vera með í samræmdu reglugerðarumhverfi sem setur einstökum löndum þröngar skorður í eigin stefnumótun,“ sagði Arndstad. Heming Olaussen, sem stýrir EES nefnd Sósíalíska vinstriflokksins tók í sama streng, ásamt því að benda á þá niðurstöðu í samkomulaginu að Bretar losna undan valdi Evrópudómstólsins. Brexit samkomulagið „tryggir sjálfstjórn þjóða á betri hátt en EES samkomulagið gerir fyrir okkur,“ segir Olaussen að því er fram kemur í frétt Express í Bretlandi.

Samkomulag Breta við ESB betra en EES


Stóru misstök stjórnvalda,-að treysta á ESB

Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans var mjög gagnrýnin á stjórnvöld í útvegun bóluefna fyrir þjóðina í Víglínunni í gær og furðar sig á því að Ísland skuli hafa hengt sig á Evrópusambandið við kaup á bóluefni, þegar það sé yfirlýst stefna hérlendra stjórnvalda að vera utan þess.Björn Rúnar benti á að Ísland ætti kost á að treysta á lyfjastofnanir Bandaríkjanna og Bretlands í mati á bóluefnunum.

Kári Stefánsson hefur einnig haft uppi svipaða gagnrýni. Þeir hafa báðir haldið því fram að íslensk stjórnvöld hefðu getað tekið forystu í undirbúningi bóluefnakaupa í júlí þegar ljóst var hvaða aðilar voru komnir með bóluefnið á annað þróunarstigið, þannig hefðum við getað tekið mikilvægt skref til að útvega og bólusetja alla þjóðina á skömmum tíma,-eins og Ísrael stefnir nú í klára á næstu tveimur mánuðum.

Í þessu máli er aumkunarvert að sjá hvernig Forsætis-og Heilbrigðisráðherra reyna að réttlæta það að Ísland hengi sig við ESB í þessu máli. Sami orðhengilshátturinn er notaður í þessu máli og þegar Ísland er viðhengi við ESB í loftlagsmálum, "mikilvægt að standa saman", "það styrkir Ísland að vera í samráði við löndin í kringum okkur" og annað í þeim dúr. Þau hafa meira að segja sagt að við gætum ekki gengið fram hjá Lyfjastofnun Evrópu,-enn og aftur skín EES samningurinn í gegn,-þó heilbrigðismál á Íslandi séu utan samningsins

Þessi tvö mál sýna svo ekki verðu um villst, að íslensk stjórnvöld, sama hvaða flokkar stjórna, hafa gefist upp á því að vera fulltrúar sjálfstæðrar þjóðar. Þau eru farin að tala eins og fulltrúar þjóða í miðstýrðu ESB.

Hvernig stendur á því? Er þetta minnimáttarkennd?

Þessi kynslóð núverandi stjórnmálamanna kemst ekki í fótspor forvera sinna hvað pólitískan stórhug varðar, sama í hvaða flokki þeir voru, - því miður.  


EES andstaðan í Noregi

Er annað landslag í stjórnmálum í Noregi og á Íslandi?  Í Noregi vill Hægri flokkurinn og Verkamannaflokkurinn ganga í ESB, þó veruleg andstaða verkalýðshreyfingarinnar sem er sterk í flokknum, sé því andsnúin.

Andstaða við EES samninginn hefur vaxið undanfarin ár og ekki ólíklegt að hún hafi veruleg áhrif á þingkosningar í haust. Verður það sama upp á teningnum til Alþingiskosninga í haust?  

"And­stæðing­ar aðild­ar Nor­egs að EES-samn­ingn­um gætu því endað í odda­stöðu í kjöl­far kosn­ing­anna í haust. Eina leiðin fram hjá því væri að Verka­manna­flokk­ur­inn og Hægri­flokk­ur­inn myndi sam­starf, en litl­ar lík­ur eru á því."

 https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/09/telja_brexit_betri_kost_fyrir_noreg_en_ees/


"Steingervingar" í stjórnmálum og innflutningsklíkan.

Einkenni steingervinga eru að hafa steingerst í fortíðinni. Í mannlífinu má sjá slíka "steingervinga", en þeir eru fáir því lífið leyfir ekki stöðnun og neyðir flesta til að þróast áfram. Í stjórnmálin safnast þó hlutfallslega margir "steingervingar" saman til óheilla fyrir samfélagið. Meðal þeirra eru fyrrum formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem vilja ganga í björg ESB og steingerast þar. Trúblinda þeirra er svo mikil á ESB að þeir taka hagsmuni útflutningsatvinnuvega þjóðarinnar fram yfir óskir innflutningsheilsala sem sjá má glögglega í nýrri skýrslu um viðskiptahagsmuni Íslendinga. Horft út fyrir Evrópu 

Ef reynt er að greina af hverju f.v. formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins gengu í björg, verður strax fyrir skýr mynd. Heilög hendi heildsalana sem stjórna Samtökum atvinnurekanda lofaði þeim viðreisn með stofnun flokks undir þá. Í flokki þeirra, Viðreisn, er pólitíska áherslan á að loka sig af inn í sovétsku bandalagi sem þorir ekki í fríverslun við heiminn heldur lokar sig af með tollmúrum, enda á fallandi fæti. Önnur pólitísk stefnumið er að leggja af landbúnað á Íslandi, ekki af aðdáun á stefnumálum Samfylkingarinnar, heldur af vilja heildsalanna. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband