Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Flokkarnir í hlekkjum ESB hugarfarsins

euflageurope-1045334_960_720_1374449.jpg

Stjórnmálaflokkarnir hafa í aldarfjórðung horft aðgerðalausir á hvernig ESB-tilskipanavaldið hefur vaðið yfir Alþingi og gert usla í þjóðlífinu í krafti EES. Nú eru svo komið að aðeins 1 af hverjum 5 landsmanna treysta Alþingi. Flokkarnir eru búnir að missa frumkvæði og sjálfstraust. Í komandi Alþingiskosningum virðast þeir hafa lítið nýtt og mikilvægt fram að færa. Stærstu málin eru ekki á stefnuskránni. 

Hver eru þau?

Reynslan hefur sýnt að Alþingi, með þeim stjórnmálaflokkum sem þar eiga sæti, ræður ekki við stærstu málin. Alþingi ræður ekki við valdahrifs ESB og EES-samninginn, það réði ekki við bankaútrásina sem regluverk EES kom af stað og gat ekki gripið inn nema með neyðarlögum. Alþingi réð ekki við Icesave.

Tískustjórnmál frá útlöndum sem er oft kostnaðarsöm fyrir skattgreiðendur án þess að þau skapi ávinning fyrir landsmenn, „orkuumskipti“, „kolefnishlutleysi“, „hringrásarhagkerfið“, „græn fjárfesting“, slagorð sem breiða oft út vanþekkingu og kreddur í þessu landi hreinnar orku og sjálfbærni auðlinda umfram flestar þjóðir.

Stefnan í landbúnaðarmálum og fæðuöryggi þjóðarinnar er "frelsi" niðurgreiddrar ESB-matvöru, stefna í orkumálum er niðurgreiddir rafhlöðubílar og að rjúfa "einangrun" Íslands með sæstreng, skattaokur á eldsneyti, sala ríkisfyrirtækja í orkuiðnaði á dagskrá.

Flokkana skortir vitræna stefnu í stórum málum og málum sem ESB hefur lagt undir sig, í orkumálum, landbúnaðarmálum, iðnaðarmálum, „loftslagsmálum“, fólksinnflutningi og hælisleitendamálum sem ESB (Schengen) og nú síðast innkaupum á bóluefnum.

Til að fela ESB litinn og stefnuleysi stjórnmálamanna er almenningur blekktur, ráðherrar stofna óteljandi nefndir og gefa út miklar framtíðarskýrslur með bólgnu orðalagi sem að innihaldi eru tilskipanir ESB í málaflokkunum. Framtíðarsýn þeirra er ekki önnur en ESB og risið á stjórnmálamönnum er ekki hærra en það að segja "við verðum að eiga í samstarfi við nágrannaþjóðir okkar".

Engin er með framtíðarsýn um atvinnumál á Íslandi eftir einn mannsaldur. Einungis þrástaglað um nýsköpun, eins og tilviljanir eigi að ráða hvað bíður nýrri kynslóð. Engin stór hugsun eða hugsjónir um framtíð Íslands. Enginn flokkur er með stærsta málið á stefnuskránni. Flokkarnir sem stóðu að stofnun lýðveldisins, stækkun landhelginnar, orkuverunum og uppbyggingu sterkra atvinnuvega, eru orðnir máttlitlir málfundahópar. Til þess að hægt sé að reka uppbyggjandi stefnu í málefnum landsins þurfa þeir að taka á sig rögg og fá völdin yfir landinu aftur heim.

ESB flokkarnir bíða þess að komast að og taka upp viðræðurnar við ESB um inngöngu frá því sem horfið var frá, enda lítið eftir annað en að afhenda fiskimiðin. Svo ömurleg er framtíðarsýnin.

 

https://www.frjalstland.is/2021/02/11/stjornmalaflokkarnir-lata-esb-vada-yfir-althingi/


Sæstrengur Alþingismanna

Sjálfbær orkuframtíð2Í nýrri skýrslu Orkumálaráðherra til Alþingis, sem allir þingflokkar stóðu að, birtist Orkustefna Íslands fram til 2050. Í aðgerðarkafla skýrslunnar sendur á bls. 6: 

C.4. Millilandatenging

• Aðgerð: Greina áhættu vegna einangrunar íslenska orkukerfisins. Viðhalda möguleika á lagningu raforkusæstrengs frá Íslandi.

• Staða: Viðvarandi verkefni.

• Texti í Orkustefnu: „Með framþróun háspennustrengja er orðið tæknilega gerlegt að leggja rafstreng frá Íslandi til annarra landa. Ítarlegar opinberar greiningar hafa átt sér stað undanfarin ár þar sem metin hafa verið samfélags-, efnahags- og umhverfisleg áhrif slíkrar framkvæmdar, og ljóst að hún hefur bæði kosti og galla í för með sér. Í samræmi við gildandi lög verður ekki ráðist í slíka tengingu nema það þjóni heildarhagsmunum þjóðarinnar og þá að undangengnu samþykki Alþingis.“

Það er því ljóst að sæstrengur er viðvarandi verkefni stjórnvalda og allir þingflokkar samþykkir því.

Af lestri skýrslunnar má sjá að hún er samsuða innihalds OP3, loftlagsstefnu ESB og óskhyggju um innlenda eldsneytisframleiðslu. Skýrsla er yfirfull af, "stefnt er að" og "greina möguleika", t.d.„Ísland verður óháð jarðefnaeldsneyti.“ sem minnir á gamalt slagaorð stjórnmálamanna "Ísland verði eiturlyfjalaust árið 2000" og aðgerðaráætlun skýrslunnar er öll eftir því.

 

 

 


Markaðurinn býr til 500 milljónir nýja fíkla.

Markaðsöflin eru sjálfsörugg í sínum verkum, það skiptir ekki máli hvort selja á fíkniefni eða frambjóðendur til þings eða forseta. 

lyft "Á næstu þrem­ur árum vænt­ir fyr­ir­tækið (Bresk-am­er­íska tób­aks­fyr­ir­tækið BAT) þess að herja á um 500 millj­ón­ir nikó­tín­fíkla sem koma til með að eyða um 100 millj­örðum punda í neysl­una. Aðrar vör­ur en síga­rett­ur eiga að drífa þann vöxt."

Stefnt að nýjum 500 milljónum neytenda

Kannski sjáum við í næstu herferð auglýsingu um ópíumefni í slíkum vörum. Markaðsöflin sem hampað er af stjórnmálum og elítum (m.a. af ESB)* eru verkfæri djöfullegrar græðgi í mannlífinu og er hampað þó varan sem auglýst er gangi gegn lýðheilsu. 

Slagorðin eru "lýðurinn er heimskur". Auglýsingaflóðið lokka hann og leiðir í eyðsluóhóf, og ekkert er auðveldara en að kaupa ráðandi öfl til að setja löggjöf að hæfi markaðsaflanna.

 

https://journals.plos.org/plosmedicine/article?id=10.1371/journal.pmed.1000202

 

Krökkunum hlýnar

_sing696825.jpg

Háskólakrakkarnir vilja að Ísland lýsi yfir neyðarástandi vegna hnattrænnar hlýnunar (Fréttabl.20.2.2021). Þeir þurfa að tala við ESB sem stjórnar "loftslagsmálum" hér (aðallega með tilskipunum um höft á eldsneyti).

Hvernig stendur á að íslenskir háskólastúdentar eru orðnir fórnarlömb vísindafalsana? Geta íslenskir háskólar ekki byggt upp agaða vísindahugsun? Falsáróðurinn í fjölmiðlunum er ekki afsökun fyrir háskólamenn, þeir eiga að geta notað vísindin, við háskólana hér eru til vísindamenn sem hafa þekkingu á loftslagsmálum sem krakkarnir geta leitað til.

Ísland hefur orðið fyrir kuldakreppum lengri og skemmri tímabil (1200-1900, 1965-1995), íslenskir háskólamenn þurfa því að hafa þekkingu á loftslagsvísindum og geta varað við næstu kuldakreppu. Krakkarnir þurfa að halda áfram að læra.

Loftslagsvísindi hrjáð af fölsunum


Hamfarahlýnunin

ice-covered-blade.jpgVindmyllurnar í Texas ganga ekki vegna kulda og klaka.

Texas frozen wind power outages

Í Þýskalandi, Grikklandi og fleiri ESB löndum eru þær líka frosnar.

24_8_stiga_frost_i_grikklandi

Sólarpanelarnir eru þaktir snjó. Heimili fá ekki orku og fólk deyr úr kulda.

blackouts-in-germany

Grænu orkugjafarnir þola ekki hamfarahlýnunina. En það er nóg til af jarðefnaeldsneyti, það frýs ekki, orkuverin sem ganga á því ganga eins og klukkur og forða byggðunum frá að fara aftur á Myrkar Miðaldir.


Grænt! Við höldum störfunum

isal_riolki_8005_small_1374783.jpgLandsvirkjun og ISAL gerðu nýjan raforkusamning til 15 ára, störf eins stærsta vinnustaðar landsins tryggð.

Grænt ljós. Áfram!

Landsvirkjun_og_Rio_Tinto_ná_samkomulagi

Besta fyrirtæki allra landsmanna, og mögulega okkar stjórnvöld líka, virðast sjá að atvinna helst ekki í landinu með eintómum tískustjórnmálum (sjálfbærni, kolefnishlutleysi, nýsköpun, grænum lausnum, vindmyllum, þjóðgörðum o.f.l.), það þarf að verja og efla arðbæra atvinnustarfsemi.

Iðnaður landsins á enn eftir að kljást við fleiri hindranir: reglugerðafrumskóginn og dýrar losunarheimildir ESB (hvergi til annarsstaðar) og samkeppni við ríkisstyrkta framleiðslu (Kína, ESB, Noregur o.fl.)

ESB er að lama iðnaðinn


Láta ESB vaða yfir Alþingi

ke_japexels-photo-951408.jpgStjórnmálaflokkarnir virðast ætla að bjóða kjósendum upp á tískustjórnmál ESB, niðurgreiddar ESB-matvörur, fleiri EES-tilskipanir og dýrari orku í næstu kosningum.

Flokkarnir í Noregi eru ekki eins slappir, tveir þeirra ætla að bjóða Norðmönnum upp á endurheimt þjóðfrelsis Noregs.

Stjórnmálaflokkarnir láta ESB vaða yfir Alþingi


Að lenda í umhverfismati

vegager_invegur-300x225.jpgSamgönguráðherra er búinn að átta sig á að þegar samgöngubætur lenda í umhverfismati fara áætlanir hans úr skorðum, lögin og reglugerðahaugurinn tefja framkvæmdir (Mbl 6.2.2021). Það var sumarið 2019 sem ríkisstjórn ráðherrans barði enn eina glórulausa EES-tilskipunina (nr.2014/52) um mat á umhverfisáhrifum í gegnum Alþingi. https://www.althingi.is/altext/stjt/2019.096.html

Flestir sem málið varðaði voru á móti:-"Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga eru því andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra í heild-" (úr umsögn sem send var inn á Samráðsgátt). En Samráðsgátt er bara plat þegar um EES-tilskipanir er að ræða, Alþingi samþykkir þær alltaf. Umverfismat hægir á þróun byggðar

Nú hefur samgönguráðherra góða ástæðu til að fá Alþingi til að afnema lagabunka EES um umhverfismat og setja íslensk lög í staðinn.


Grænn ráðherra

wind-turbine-416510_960_720_1374593.jpgIðnaðarráðherra okkar ætlar að gera Ísland "jarðefnaeldsneytislaust" og fá orkuna úr "grænum orkugjöfum eins og vetni"

Vill_sjá_vetnisframleiðslu_a_Íslandi

Hér fylgir stutt ókeypis námskeið um eldsneyti og vetnisframleiðslu:

 

1) Jarðefnaeldsneyti er lang handbærasti, handhægasti, orkuríkasti og hagkvæmasti orkugjafinn í allflest notkunarsvið.

2) "Grænir orkugjafar" (s.s. vindmyllur og sólarpanelar) spilla grænum landsvæðum. Brennsla jarðefnaeldsneytis gefur jurtanæringu sem gerir landið grænt.

3)Vetni er ekki orkugjafi heldur orkumiðlari, óhagkvæmur í flestum tilvikum.

4)Vetni heimsins er framleitt nær eingöngu úr jarðefnaeldsneyti (jarðgasi, hauglofti).

5) Örlítið magn af vetni er framleitt með rafgreiningu. Þjappað vetni (700.000 hektópaskal)á bíla þarf 65-70 megawatttíma af raforku á hvert tonn í framleiðslu, á "túnaðarmáladraumaverði" Landsvirkjunar yrði orkukostnaðurinn 300-400 þúsund krónur á tonn vetnis. Samkeppnisvaran (LNG, að mestu haugloft) kostar 30-50 þúsund krónur á tonn í ESB höfnum, miklar verðsveiflur. Þó vetni sé meir en tvöfalt orkuríkara (á tonn) verður samkepnisstaða rafgreiningarvetns vonlaus (nema ESB niðurgreiði mismuninn)

6) Hagkvæmara fyrir Ísland og Landsvirkjun er að reyna að efla og auka þann happadrjúga orkukaupandi iðnað sem veitir landsmönnum þúsundir starfa en að eyða tíma í ráðherradraumóra um "grænt" vetni.

https://www.frjalstland.is/2020/10/28/graent-vetni/


Fátæktarmenning innleidd

slumold-2708409_960_720.jpgGrunnur að velsæld Íslendinga, sem  er meiri en flestra ESB-búa, er að þeir eiga sitt íbúðarhúsnæði sjálfir. Öryggið eykst, áhyggjurnar minnka, afkomendurnir eru stoltari og bjartsýnni. Baráttuviljinn og vinnuviljinn eykst, menn læra hvernig á að fara með verðmæti. Sparnaður verður sjálfvirkur.

En okkar stjórnvöld virðast ekki geta verndað sjálfsbjargarmenningu Íslands og unga fólkið, sem á að kaupa íbúðarhúsnæðið, fyrir fjárfestum sem vilja græða á að leigja íbúðir. Fátæktarmenning ESB er að halda innreið sína, leigufélög þaðan eru með stóráform um uppkaup íbúða. Íbúðaverð sprengist upp, unga fólkið getur ekki keppt við fjárfestana. Fjármögnunin er að færast í hendur banka og fjármálabraskara en ætti að vera að mestu í höndum öflugs lánasjóðs á vegum almennings sem tryggir fjármagn á lágum og öruggum vöxtum.

Auðvelt er að stemma stigu við fátæktarmenningunni með því að banna fjárfestingar óskyldra, anarra en íbúa, í íbúðarhúsnæði. Eða að nota skatta á brask og fjöldaleigu íbúðarhúsnæðis. Annars fáum við sjálfsbjargarfælna leiguliða og alþjóðlega eymd eins og víða í ESB.

(Mbl. 3.2.2021: Byggja upp leigufélag að alþjóðlegri fyrirmynd)


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband