Við ráðum ekki

eu-flageurope-1045334_960_720Það er verið að skipta um lög í landinu. Það er verið að skipta um þjóð í landinu. Það er verið að draga landið í stríð.

Meira að segja Samtök iðnaðarins, sem áttu þátt í að koma EES-samningnum yfir þjóðina, hafa nú uppgötvað að EES-regluverkið hentar ekki (Mbl 24.1.2023). Þeir kenna það sk. "gullhúðun", ákvæðum sem okkar stjórnarráð bætir við EES-tilskipanirnar í íslensku reglugerðirnar. Þetta er auðvitað hverfandi lítið vandamál og aðeins feluleikur þeirra sem ekki vilja láta íslensk stjórnvöld stjórna í landinu heldur vilja láta ESB gera það. Það eru EES-tilskipanirnar sjálfar sem eru að keyra alla uppbyggingu fasta og stöðva þróun landsins.  https://www.frjalstland.is/2023/09/12/ees-log-stodva-throun-byggdar/

Í framhaldi af EES-samningnum samþykktu okkar stjórnvöld sk. Schengensamning. Þessir tveir samningar hafa opnað landið fyrir hundruðum milljóna manna, ekki bara frá glæpasvæðum ESB heldur líka frá vanþróuðum löndum. Völdin yfir fólksinnflutningum fluttust til Brussel. Talsverður hluti fólksinnflutningsins er rekinn  af glæpafélögum fólkssmyglara sem starfa í skjóli góðgjarnra grænjaxla í okkar stjórnkerfi og fjölmiðlum. Og alskyns flugfélög, sem hafa fengið leyfi til að fljúga hingað, skila ekki farþegalistum yfir innflutningin eins og þau eiga að gera. Óviðráðanleg vandamál eru farin að hrannast upp og friður meðal manna úti. https://www.frjalstland.is/schengensamningurinn-oraunhaefur-2/

Hernaðarsamtökin NATO og ESB draga okkar máttlausu forustumenn með í hernaðarrekstur til að ná undir sig auðlindum og stækka sitt yfirráðasvæði. Litla herlausa Ísland er þar með að einangra sig frá stærstum hluta heimsbyggðarinnar með tilefnislausum fjandskap við ákveðnar þjóðir. Og bjóða stríðshættu heim til Íslands. https://www.frjalstland.is/2023/12/19/stridsundirbuningur/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Enda flykkjast ellilífeyrisþegar til annarra landa 
því hér er ekkert sem freistar

Grímur Kjartansson, 26.1.2024 kl. 18:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Orðið gullhúðun er algjörlega rangnotað í samhengi við innleiðingu á EES reglum hér á landi.

Gullhúðun ætti að nota til að lýsa því þegar reglur sem koma til innleiðingar eru betrumbættar í þágu almennings, svo sem til að kveða á um betri neytendavernd en að lágmarki er krafist.

Þegar reglur er innleiddar með verri hætti en þörf er á, til dæmis þannig að þær séu meira íþyngjandi en að lágmarki er krafist og þannig til trafala, væri aftur á móti meira viðeigandi að kalla það blýhúðun.

Gull er verðmætt og tærist ekki.

Blý er íþyngjandi (og eitrað).

Enga útúrsnúninga takk.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.1.2024 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband