Flóttafólk

flóttastúlkaStríðsmangararnir (Bandaríkin, NATO- og ESB-lönd) hafa lengi farið um heiminn með refsiaðgerðum, valdaránum, vopnum og drápum (Íran, Víetnam, Serbía, Írak, Afganistan, Sýrland, Úkraína). Okkar máttlausu stjórnmálamenn láta stríðsmangarana bendla Íslandi við hernaðinn. Íbúar heimsins flýja undan manndrápunum. 

Ísland missti stjórn á innflutningi fólks 1994 með EES-samningnum og fylgifiski hans, Schengensamningnum 1996. Það hafa verið skriffinnar ESB sem hafa stjórnað hvaða fólk fær að búsetja sig á Íslandi. Spilltar stofnanir Sameinuðuþjóðanna hjálpa til við að senda flóttamenn til fjarlægra landa þar sem ráða máttlausir stjórnendur þó grundvallar samningar um flóttamenn segi að nágrannalönd eigi að veita þeim skjól.

Holskefla flóttafólks sem skall á Evrópu 2015, á flóta undan "aðgerðum" stríðsmangaranna í Sýrlandi, Afganistan og Írak, varð til þess að Schengen-kerfið leystist í raun upp þegar Þýskaland (með verstu múgsamviskuna) opnaði landamæri sín og þar með allrar Evrópu.

Ríkisstjórn Íslands hefur nú misst flóttamannavandann úr höndum sér og fálmar. En hjálp er að fá, fyrst þarf að segja bæði EES- og Schengensamninguum upp og taka málin í eigin hendur eins og eyjarskeggjar nágrannaeyja gera (Bretland, Írland, Færeyjar, Grænland). Ísland getur byggt á grundvallarsamningunum um flóttafólk og stutt fólkið með fé og hjálpargögnum hvert sem það fer. Kominn tími til, Ísland hefur stutt hernaðaraðgerðir stríðsmangaranna og aukið þannig á hörmungar flóttafólksins.https://www.frjalstland.is/schengensamningurinn-oraunhaefur-2/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband