Að framselja fullveldið.

Úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 19. febrúar 2022

"Það er mikið áhyggju­efni að ís­lensk­ir stjórn­mála­menn, óháð flokk­um, hafi sætt sig við að verk­efni þeirra hef­ur að mestu verið fært öðrum. Hörm­ung­ar­stjórn Jó­hönnu og Stein­gríms ætlaði sér að læða ís­lensku þjóðinni lemstraðri inn í ESB, af því að hjú­in vissu að upp­rétt færi hún þangað aldrei.

En stjórn­in rann á rass­inn þegar hún horfði fram­an í ís­lensk­an veru­leika. En fram að því var búið að færa reglu­verk EES-samn­ings­ins að þess­ari inn­göngu, í svo­kölluðum samn­ing­um, sem voru þó al­gjör­lega ein­hliða leiðsögn búró­krata frá Brus­sel. Fyrst óynd­is­rík­is­stjórn­in hrökklaðist frá með fall­ein­kunn frá kjós­end­um í lág­marki, sem ekki hafði áður sést, þá bar að færa reglu­verkið aft­ur til þess sem það var, varðandi EES og reynd­ar allt verk­ferlið, sem ut­an­rík­is­ráðuneyti ESB við Rauðar­ár­stíg hef­ur staðið í til þess að þurrka smám sam­an burt all­an mun sem vera skal á milli samn­ings sem tryggði full­veldi þjóðar og hins veg­ar þess sem fleygði því á haug­ana.

Nú sjá­um við bet­ur hversu illa var staðið að orkupakka­mál­inu. Norðmenn súpa seyðið af slíku og reynd­ar Evr­ópa öll, þar sem orku­vand­ræðin vaxa hratt.

Orkukreppa Evr­ópu set­ur orkupakka á rétt ljós.

Formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins gladdi flest flokks­systkini sín stór­lega þegar hann lýsti því yfir, úr ræðustól Alþing­is, sem óskilj­an­legu rugli, ætluðu menn sér að samþykkja orkupakka­málið. Flokks­menn voru alls hug­ar fegn­ir, og uggðu því ekki að sér fyr­ir vikið, þegar ekk­ert reynd­ist að marka gleðiefnið. Þetta er eitt af þeim stjórn­mála­legu undr­um sem ekki hafa verið út­skýrð. En það er þó ekki brýn­ast held­ur hitt að snúa af þess­ari óláns­braut og lag­færa það sem skemmt var í full­komnu heim­ild­ar­leysi af óheilu und­ir­máls­liði."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband