EES-pokar

bucketpexels-photo-5416335Nú bannar Brussel okkur að nota maíspoka af því að í þeim er plast: "- ef annað hvort íblöndunarefnum hefur verið bætt við náttúrulegt efni eða það hefur verið meðhöndlað með efnafræðilegum hætti þá er það plast-" !

Þetta er dæmigerð efnafræði EES-tilskipana sem þýðir að pappírspokar eru líka plast í ESB/EES, við framleiðslu þeirra er náttúrulegt efni meðhöndlað með efnum (t.d. vítissóda, súlfíti, klóri). Og taupokarnir eru úr efnameðhöndluðum trefjum.  ESB þarf líklega að taka af okkur pappírspokana og tauið líka nema Brussel- skriffinnarnir fái námskeið í efnafræði.

Við getum reddað okkur, við förum bara með skúringafötuna í búðina ef hún er úr járni.

Mbl 10.5.2021


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

ESB ruglið sem berst okkur reglulega með blessun Alþingis ríður ekki við einteyming.

Júlíus Valsson, 11.5.2021 kl. 12:08

2 identicon

Segi það sama. Þetta plastpokarugl er líka komið út í hreinustu öfgar, verð ég að segja, enda hef ég lesið í dönsku dagblöðunum, að það sé sáralítil mengun af plastpokunum. - Og að leyfa ekki maíspokana heldur. Hvar endar þetta eiginlega? Svei mér þá, sem það er í lagi þetta fólk. ESB er nú eins og það er, og ég er á móti þessu. Það þarf eitthvað að fara endurskoða þennan EES-samning og það í fullri alvöru og með festu. Þessi vitleysa getur ekki gengið lengur. Ég get ekki sagt annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2021 kl. 13:04

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvar eigum við að fá plastpoka í ruslaföturnar, þá verðum við að fá til þess, þar dugar ekkert maís eða annað. Plastpoka í ruslið heimta ég takk

Halldór Jónsson, 11.5.2021 kl. 20:07

4 identicon

Það hefur enginn bannað þér neitt í sambandi við pokana. Þess er farið á leit að þú setjir þá ekki yfir höfuðið og látir ekki aðra óvita leika sér með þá, annað ekki.

Þó verslunum sé bannað að afgreiða staka poka við kassana þá er þér frjálst að nota hvaða poka sem þú vilt.

Vagn (IP-tala skráð) 21.5.2021 kl. 03:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband