Ætlar Alþingi að afhenda þjóðareignina?

althingi_-framan_1352953.jpg

Mikil spenna ríkir meðal landsmanna um hvort Alþingi muni á næstu dögum afhenda Evrópusambandinu orkulindir Íslands til yfirráða. Það eru þær sem eru undirstaða velsældar landsmanna. Jafnvel sæmilega gegnir þingmenn hafa sagst styðja það, margt kemur til: Vanþekking, hræðsla við Evrópusambandið, blekkingar um EES og innri markaðinn og gamla minnimáttarkenndin gagnvart útlendingum. En vaxandi fjöldi þingmanna hefur kynnt sér málið og getur staðið með landsmönnum.

Samtökin Frjálst land hafa upplýst sína lesendur, m.a. á heimasíðu samtakanna og Mbl-blogginu, um 3. orkupakkann, um hvað stendur í honum og hverjar verða afleiðingarnar.

Ef orka Íslands verður virkjuð af einhverjum í ESB fyrir einhverja þar til að einhverjir þar geti grætt, hverfur helsta ástæðan til að búa hér á köldu jöklumstráðu eyðimarkaeyjunni. Þó Alþingi njóti nú hverfandi lítils trausts er viss von að úr því rætist og það standi vörð um þjóðarauðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

Það voru stjórnvöld sem samþykktu OP 1og2, á sínum tíma og það eru stjórnvöld sem ætla að samþykkja OP3 núna. Það verða stjórnvöld sem samþykkja tengingu við útlönd í framtíðinni. Alþingi er bara prump og fyrir mér, gömlum eftirlaunaþeganum, er þetta bara glæpalýður sem stjórnar hér á landi.

Annars bestu kveðjur.

Jón Thorberg Friðþjófsson, 28.8.2019 kl. 17:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Stjórnvöld eiga eftir að finna hve sambúðin verður stirð engin bað um það,en ef þeir kjósa svo þá verði þeim að góðu.

Helga Kristjánsdóttir, 29.8.2019 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband