Er Ísland í skammarkróki EES?

Getur verið að hræðsla við Norðmenn og ESB í EES samstarfinu sé ástæðan fyrir einbeittum vilja stjórnarliða að innleiða 3OP?

Af hverju heldur Utanríkisráðherra því fram að ef við innleiðum ekki 3OP, lendum við í ESB?

Af hverju hafa þingmenn lýst áhyggjur af refsiaðgerðum ESB ef við höfnum 3OP, þrátt fyrir ákvæði um deilulausn í samningnum?

Eru orð utanríkisráðherra vegna þess að búið sé að gefa í skyn að með niðurfellingu EES samningsins fái Ísland enga samninga (Brexit style) og hann sjái þá enga aðra leið fyrir Ísland, en að ganga í ESB?

Telja íslenskir ráðamenn að þetta megi ekki koma fram fyrir þjóðina? Séu ráðalausir?

Skýrir þrýstingur þessi sérkennilegu viðbrögð og málflutning stjórnarliða um 3OP?

Munum heimsókn utanríkisráðherra Noregs í fyrra til að ræða 3OP, sérstakan fund Katrínar og Solberg í vetur um 3OP, núna heimsóknir æðstu manna Þýskalands.

Munum einnig orð fv. forseta EFTA dómstólsins um þreytu Norðmanna að halda uppi EFTA/ EES kerfinu.

Það eru engar tilviljanir í svona málum.

Viðsnúningur forystumanna og þingmanna ríkisstjórnar-flokkanna eftir sameiginlegan fund í ráðherrabústaðnum er óeðlilegur, allar efasemdarraddir þögnuðu, formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem höfðu haft uppi efasamdir og gagnrýni nokkrum mánuðum fyrir fundinn snéri við blaðinu ganga gegn flokkssamþykktum og andstöðu grasróta flokkanna. Forysta VG þegir þunnu hljóði í stórmáli sem markaðsvæðir orkugeirann og hefur í för með sér mikil umhverfisáhrif í kapphlaupi virkjunarframkvæmdum. 

Kannski var eitthvað að baki því þegar í upphafi var helsti hræðsluáróðurinn um að EES samningurinn væri í hættu?

ER BETRA AÐ FÆRA ESB STJÓRN ORKUMÁLA Á ÍSLANDI OG BRJÓTA STJÓRNARSKRÁNNA, TIL AÐ HALDA Í ÓNÝTAN SAMNING?


Bloggfærslur 12. ágúst 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband