Er ráðherrann kominn í ESB buxurnar?

"Hærra plan" hjá utanríkisráðherra er væntanlega meiri lofsöngur um EES. Það er einkennilegur málflutningur að spyrða saman þá sem vilja ganga í ESB, og hina sem sjá hættuna við sofandahátt stjórnmálamanna gangvart ákvörðunarvaldi evrópskra stofnanna sem EES samningurinn hefur snúist upp í.

Með þessu léttúðuga tali er ráðherrann að breiða yfir og forðast gagnrýni á þá þróun EES samningsins. Þetta er dæmigerð yfirborðsfroða í kappræðustíl framhaldsskóla, sem er oft háttur íslenskra ráðamanna til að forðast málefnalega umræðu.


mbl.is Vill umræðuna um EES á hærra plan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sérstakur staður í helvíti" - fyrir þá sem vilja losna úr ESB.

Segir Tusktusk, forseti leiðtogaráðs ESB

 

 

 

 

Þetta sýnir vel miðstýrðan hugsunarhátt embættismanna ESB,- þessi yfirgangssemi er komin fram í framkvæmd EES samningsins. ESB ákveður hvaða tilskipanir þess skuli teknar upp í EES samninginn og þvingar þær fram. Væntanlega yrði Íslandi óskað á heitari stað ef það ætlaði sér að standa gegn þessum tilskipannaflæði ESB í íslensk lög.


mbl.is „Sérstakur staður í helvíti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland má ekki semja við Breta

new_statesmanindex.pngÍsland og Noregur eru nú að reyna að semja bið Bretland um viðskipti eftir að Bretland fer út fyrir múra ESB. Að mestu er verið að semja um aukaatriði og barnaskapur að halda að við getum samið um meginatriðin í viðskiptunum. Ísland er fast innan viðskiptahaftamúra ESB meðan EES er í gildi.

"Hvað varðar matvælaöryggisreglur er Ísland bundið af regluverki EES-samningsins og því ekki unnt að semja um það við Breta - Hvað varðar innflutning frá Bretlandi mun Ísland - þurfa að beita þeim EES-reglum sem gilda um afurðir sem koma utan EES"- (úr svari Utanríkisráðherra til Mbl. 6.2.2019)

Það er ESB en ekki Utanríkisráðuneyti Íslands sem hefur vald til að semja við Bretland um viðskipti Íslands meðan EES hefur ekki verið aflétt. Við getum ekki lengur samið um viðskipti við eina helstu viðskiptaþjóð okkar.

EES þvælist fyrir samningum


Bloggfærslur 6. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband