Bretar horfa nú á fríverslunarsamning ESB og Kanada

https://brexitcentral.com/today/brexit-news-monday-24th-september/

ceta

Eðlilegt er að Bretar snúi við blaðinu og ræði fríverslunarsamning við ESB í anda besta fríverslunarsamnings sem ESB segist hafa gert, þ.e. samninginn við Kanada, CETA.

Comprehensive Economic and Trade Agreement (CETA) er fríverslunarsamningur milli Kanada og ESB, þar sem ESB telur eftirfarandi helstu kosti hans: 

Samningurinn fellir niður 98% öllum tollum milli Kanada og ESB. Hagsmunir beggja af samningnum er að:

1. Mynda vöxt og atvinnu

2. Skapa starfsgrundvöll fyrir fyrirtæki, stór sem smá

3. Lækka verð og opna möguleika fyrir evrópska neytendur

4. Lækka tolla fyrir inn-og útflytjendur

5. Lækka annan kostnað fyrir fyrirtæki í Evrópu – án þess að stytta sér leið

6. Auðveldar evrópskum fyrirtækjum að selja þjónustu í Kanada

7. Auðveldar evrópskum fyrirtækjum að bjóða í opinber verk í Kanada

8. Hjálpar evrópsku dreifbýli að markaðssetja vörur sínar

9. Verndar höfundarrétt evrópska frumkvöðla og listamanna

10. Viðurkenning hvers annars atvinnuréttindi

11. Hvetur kanadísk fyrirtæki til að fjarfesta meira í Evrópu

12. Verndar atvinnuréttindi og umhverfi

..og Kanada þarf EKKI að taka upp lög og reglugerðir ESB. 

 

 

 


Bloggfærslur 25. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband