Orkan orðin of dýr

kertipexels-photo-278823.jpgRaforkufyrirtækin, sem eru í okkar eigu, láta okkur borga of mikið fyrir orkuna. Bæði hafa EES-tilskipanirnar klofið fyrirtækin í minni og óhagkvæmari fyrirtæki og hleypt upp kostnaðinum. En líka hafa orkufyrirtækin komist fram með að hækka verð að óþörfu. Stjórnvöld okkar, sem eiga að stjórna orkufyrirtækjunum fyrir okkar hönd, standa sig ekki

"Aðskilnaðurinn var gerður á milli framleiðslu og flutnings á raforku með nýjum raforkulögum 2003. Var það í takt við samninga um aðild Íslands að EES. Fullyrt var við þessa breytingu að þetta væri gert "til að láta samkeppnina leiða til hagræðingar og sjálfbærrar nýtingar á auðlindinni, notendum rafmagnsins og eigendum að auðlindinni til hagsældar". Reynslan fyrir almenna neytendur, sér í lagi í dreifbýli, virðist þó hafa verið þveröfug". (Bbl 28.10.2016).

Stjórnvöld okkar eru farin að reyna að fela óstjórn orkumála með trúarsetningum ESB ( til dæmis "samkeppni og sjálfbær nýting"). Árangurinn í ESB er hæsta raforkuverð í heimi og götubardagar út af háu eldsneytisverði.

 


Bloggfærslur 11. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband