Fullveldið, NATO, EFTA, ESB,- framsal valds

Í grein í aukablaði Morgunblaðsins í dag, 1.des. eftir Ásgerði Ragnarsdóttur dómara, segir hún m.a:

"..Frá því að EES-samn­ing­ur­inn tók gildi árið 1994 hafa skuld­bind­ing­ar ís­lenska rík­is­ins auk­ist veru­lega og hef­ur sam­starfið kraf­ist þess að vald­heim­il­ir séu fram­seld­ar í vax­andi mæli til stofn­ana EES. Al­mennt er viður­kennt að lög­fest­ing samn­ings­ins hafi á sín­um tíma reynt veru­lega á mörk stjórn­ar­skrár­inn­ar og því fór fjarri að sam­hug­ur væri um hvort þörf væri á stjórn­ar­skrár­breyt­ingu..."

"Sé litið til stöðunn­ar í dag, um ald­ar­fjórðungi síðar, má ljóst vera að ís­lenska ríkið hef­ur fram­selt vald­heim­ild­ir í tals­verðum mæli til stofn­ana EES og hef­ur þeim jafn­framt verið eft­ir­látið vald til að taka íþyngj­andi ákv­arðanir gagn­vart fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um hér á landi, svo sem með álagn­ingu sekta og bein­um af­skipt­um af rekstri fyr­ir­tækja.."

"Telja verður lík­legt að álita­efni um mörk heim­ils framsals muni aukast í framtíðinn og væri það í takt við þróun í reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem sjálf­stæðum eft­ir­lits­stofn­un­um eru í aukn­um mæli veitt­ar vald­heim­ild­ir gagn­vart ein­stak­ling­um og lögaðilum. Skýrt dæmi um þetta er þriðji orkupakki Evr­ópu­sam­bands­ins sem hef­ur upp á síðkastið verið til­efni umræðu um mörk heim­ils framsals vald­heim­ilda hér á landi."

Utanríkisráðherra hélt hádegisverðarfund í Valhöll í vikunni, í umræðum kom fram að hann styddi innleiðingu 3 orkupakkans. Rök hans fyrir því að standa gegn vilja almennings voru þau að stundum þyrftu stjórnmálamenn að fara gegn almenningsálitinu og nefndi ákveðni formanns Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktssonar (hin fyrri) við inngöngu í NATO og í EFTA.

Langt er til seilst hjá utanríkisráðherra að bera saman afsal valds yfir íslenskum hagsmunum til erlends stjórnvald, við samning um varnir landsins og inngöngu í fríverslunarsamtök. Í NATO og EFTA er Ísland fullgildur og virkur aðili án nokkurs valdframsals á innlendum hagsmunum, öfugt við hálfgerða innlimun í ESB gegnum EES samninginn. Þessi samanburður ráðherrans er rangur, svo ekki sé fastar að orði kveðið.


Bloggfærslur 1. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband