Færsluflokkur: Fjármál
Viðskipta og viðreisnarráð ESB á Íslandi
13.6.2021 | 18:57
Það er kostulegt að heyra ESB sinna Viðreisnar margstaglast á fullyrðingum um að íslenska krónan sem gjaldmiðill kosti þjóðarbúið á ári um 130 milljarða (10 ára gömul gervivísindi) í samanburði við að taka upp EVRU. Útkomuna var fengin með hávísindalegri hagfræðiaðferð:
"4) 130-230 milljarðar fást með því að margfalda útistandandi skuldir á hverjum tíma með með meðalvaxtamun á hverju ári. Hér eru gengislán heimila og fyrirtækja undanskilin vegna óvissu sem ríkir vegna þeirra" Ályktun Viðskiptaráðs 2012
Þetta sama Viðskiptaráð studdi skuldafyllerí bankanna og útrásarfyrirtækja með kjafti og klóm fyrir hrund sem setti allt efnahagslíf landsins í rúst. Þessi hópur ætti að kallast Viðskipta og viðreisnarráð ESB á Íslandi.
ESB sinnar geta aðeins beitt úreltum innantómum slagorðum sér til framdráttar eins og kommissarar fyrri tíðar, en auðvitað sér almenningur í gegnum þau.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Verðtrygging nauðsyn
7.11.2020 | 16:16
Nú á að afnema verðtrygginguna til að þjóna hagsmunum sérstakra félaga, ekki hagsmunum þjóðarinnar.
Glóruleysið frá Hruninu skýtur aftur upp kollinum: Ónýt stjórnarskrá, ónýtt stjórnkerfi, ónýtur gjaldmiðill, ónýt verðtrygging! Raunin er að verðtryggingin hefur um áratuga skeið verið eina leið venjulegs fólks til að gera öruggar fjárskuldbindingar. Afnám verðtryggingar klaufabragð
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.000 reglugerðir sem breyta engu.
22.10.2019 | 12:21
Þegar skera á niður regluverkið í eftirlitsiðnaði hins opinbera þarf að fara saman niðurskurður í opinberum rekstri og lækkun kostnaðar hjá fyrirtækjum sem bera kostnað af óþarfa eftirliti. Ef einhver trúverðugleiki á að vera á þessum aðgerðum þarf að upplýsa um þá þætti.
OECD setur Ísland ekki í neðsta sæti vegna úreldra reglugerða sem gleymdist að henda út þegar aðrar tóku gildi, heldur vegna gildandi kostnaðarmikils eftirlits hins opinbera á ESB gerðum.
Svo er að sjá að um tóma sýndarmennsku sé að ræða í fyrstu hjá ráðherrunum. Einungis er verið að taka til í úreldum reglugerðum sem gegna engu hlutverki í dag. Þetta er einungis til þess að fela að verið er að draga úr völdum Samheppnisstofnunar til góða fyrir stórfyrirtæku, svo þau geti orðið enn stærri, m. a. á orkusviði.Frumvarp til breytinga á samkeppnislögum
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/10/21/morg_hundrud_hindranir_i_idnadi_og_ferdathjonustu/
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einkavæðing banka, önnur tilraun?
26.2.2019 | 12:55
Íslenska bankakerfið var einkavætt í kjölfar EES-samningsins og draumórafrjálshyggju 9. og 10. áratugarins. Regluverk EES blés bankakerfið út og landið fylltist af útlendu lánsfé. Svo hrundi bankakerfið. Nú er verið að leggja drög að annarri tilraun til einkavæðingar, sömu kreddur og í fyrri tilraun gegn rekstri ríkis, bæja og almannafélaga. Það sem er mest ógnvekjandi er að ESB hefur gegnum EES enn umfangsmeira stjórnvald nú yfir fjármálafyrirtækjunum og Fjármálaeftirlitinu en fyrir hrun (Fjármálaeftirlitið var nærri búið að koma Sparisjóði Suður-Þingeyinga í strand með ónothæfum EES-reglum).
Einn af þeim fáu úr fjármálakerfinu sem fóru uppistandandi í gegnum blekkingavef EES og einkavæðingar var Ari Teitsson, stjórnaformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Ari er undrandi á 2 nefndum sem gefa stefnu í andstæðar áttir, önnur vill að félagslegt húsnæði sé í höndum arðleysisfélaga, hin vill einkavæða bankakerfið á ný. Ari spyr hvort bankaþjónusta sé ekki á færi almennra þjóðfélagsþegna og félaga þeirra? Eins og sparisjóðurinn.(Fréttablðaið 26.2.2019)
Við ættum kannske að fara norður til Ara áður en bankakerfið verður braskvætt aftur. Sparisjóður Suður-Þingeyinga stendur enn keikur. Við þurfum að minnsta kosti að bíða með einkavæðingar þar til EES-hefur verið sagt upp svo hægt sé að setja nothæft regluverk um bankastarfsemina og taka hana undir íslenska a stjórn.
Fjármálageirinn undir stjórnvald ESB
Fjármál | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ESB að liðast í sundur- Nýtt Euroríki
11.1.2019 | 19:24
Nú eru Þýskaland og Frakkland orðin leið á uppreisn vandræðaríkjanna í ESB og stofna nýtt EUROSTATE, sameiginlegan her, fjármál og utanríkismál og bjóða næstu nágrönnum sem eiga landamæri að þeim til að renna inn í á síðari stigum.
https://www.thetimes.co.uk/article/france-and-germany-join-forces-as-a-single-superpower-fjf3bgv60
Framhaldið verður forvitnilegt. Kannski verðum við að samþykkja lög EUROSTATE í gegnum EES um fjármál ríkisins og utanríkismál. Við hljótum að gera það af hræðslu við að halda í EES samninginn!
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hvernig á að nýta orkuauðlindir Íslands?
20.11.2018 | 12:24
Þetta er yfirskrift greinar sem Arionbanki sendi frá sér í júní 2015. Þessi grein minnir á fjárfestingafárið sem gekk yfir landið 2005-2008.Í greininni er dregið upp að virkjunarkostir í nýtingarflokki gefi kost á um 50 % aukningu á orkuframleiðslu og velt upp í hvað sé hægt að nýta hana (sæstrengur stór þáttur)hvaða verð fáist fyrir hana og hvernig megi skipta arðinum. Allt er þetta í þeim anda að við þurfum að framkvæma þetta sem fyrst. Þessar vangaveltur Arionbanka og fleirri slíkra aðilahafa ýtt undir Landsvirkjun og stjórnvöld til framkvæmda. Enn og aftur erum við leiksoppar græðginnar.
-Svo má troða niður vindmyllugörðum um allar sveitir til viðbóta.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Getur ráðherra afneitað verkum ráðuneytisins?
19.11.2018 | 18:17
Iðnaðarráðherra segir enga tengingu milli regluverks 3 orkupakkans og lagningu sæstrengs. En í ljósi þess að Landsvirkjun hefur unnið í mörg ár, fyrir hönd Iðnaðarráðuneytisins, af fullum krafti að undirbúning lagningu sæstrengs (Ice Link)samkvæmt áætlun raforkustofnunar ESB, eru ummæli hennar ekki mjög trúverðug.
Landsvirkjun hefur unnið með fyrirtækinu AtlanticSuperConnection (ASC)og setið marga fundi með forráðamönnum þess ásamt ráðuneytinu og sem ráðherra staðfestir í Morgunblaðinu.
Á heimasíðu fyrirtækisins er fullyrt að það hafi sterk sambönd við ráðherra ríkisstjórnarinnar, þar er einnig tenging á Ice Link (á heimasíðu Landsvirkjunar)og gefið í skyn að sæstrengur þeirra falli inn í þá áætlun, enda tímaáætlun ASC og ICE LINK sú sama.
Á heimasíðu Landsvirkjunar má finna m.a..."And if an exciting project between the National Power Company of Iceland (Landsvirkjun), the countrys largest producer of electricity, and the UKs National Grid goes ahead, we could also be benefitting from Icelands incredible supply of natural energy not just its volcanic resources but also the electricity it generates from the falling water in its hydroelectric power stations, its geothermal plants and wind farms. Known as IceLink, the project would connect Iceland and northern Scotland with 1000km of undersea cabling. This Atlantic super connector would be the largest of its kind in the world and would go a long way to help the UK satisfy its increasing demand for renewable energy"...
Það er ekki trúverðugt að sæstrengur sé ekki á döfinni, þegar ráðuneytið hefur unnið skipulega að undirbúningi þess í gegnum Landsvirkjun í mörg ár að koma ICE Link inn í orkuáætlun ESB, kostað margar úttektarskýrslur, og átt marga fundi með framkvæmdaaðilum. -Eina sem vantar er regluverkið.
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ráðherrar fresta,- til hvers?
16.11.2018 | 17:08
Frestun á afgreiðslu 3 orkupakkans er gálgafrestur. Það er búið að draga fram mikla ókosti hans, en alls ekki alla. Innihald hans er um samtengingu orkukerfa í Evrópu, sem snertir okkur alls ekkert. Hvaða gagn er af því að fleiri lögfræðingar teygi lopann fyrir stjórnvöld. Einungis er tvennt í stöðunni:
1. Fá ESB til að fallast á að þessi tilskipun eigi ekki við Íslands, alveg eins og margar tilskipanir um járnbrautir ofl. sem hafa fallið undir fjórfrelsið en ekki verið innleiddar hér á landi.
Það er hins vegar erfitt fyrir utanríkisráðherra að fara til baka með málið eftir að hafa látið undan þrýstingi norðmanna og samþykkt upptöku pakkans 18. maí 2017 í EES nefndinni. En ómöguleiki þess að láta stjórn íslenskra orkuauðlinda undir erlent vald, og hætta á að framtíðarnýting þeirra verði ekki fyrir innlenda atvinnustarfssemi, eru nægar ástæður til að snúa ofan af þessu máli.
2 Hafna þessum orkupakka og taka slaginn eins og norðmenn gerðu gagnvart Pósttilskipuninni, ekki fóru íslenskir ráðherrar til Noregs til að þrýsta á samþykkt, né var um að ræða "allir fyrir einn og einn fyrir alla" um samþykkt í því tilfelli.
En kannski er það rétt sem Sigurður Líndal og Skúli Magnússon segja í bók sinni " Réttarkerfi Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins" sem kom út 2011:
...."Af framangreindu sést glöggt að rétturinn til að synja laganýmælum ESB á þeim sviðum sem EES -samningurinn nær til er vissulega fyrir hendi frá formlegu sjónarhorni. Frá pólitísku sjónarhorni er hann þó vart fyrir hendi, a.m.k.svo framarlega sem stjórnvöld EFTA-ríkjanna vilja halda í EES-samninginn. Hins vegar má líta á heimildir EFTA-ríkjanna eins og neyðarhemill sem til greina kæmi að nota við sérstakar aðstæður."
Ef þetta er rétt mat á ríkjandi pólitísku viðhorfi til samningsins og framkvæmd hans heldur áfram með þessum hætti, þ.e. að ESB ráði hvaða lög gildi á Íslandi og Alþingi og stjórnvöld samþykki það þegjandi og hljóðalaust, þarf að hefja baráttu fyrir uppsögn EES-samningsins áður en landið verður innlimað inn í ESB án þess að þjóðin sé spurð.
Fjármál | Breytt 26.11.2018 kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sæstrengur frá ATLANTICSUPERCONNECTION
9.11.2018 | 19:44
Fyrirtæki sem heitir ATLANTICSUPERCONNECTION hefur lengi unnið að undirbúningi sæstrengs frá Íslandi. Heimasíða þeirra veitir miklar upplýsingar um framgang verkefnisins.
Þar kemur m.a. fram að fyrirtækið hafi góð pólitísk samskipti, sérstaklega við ráðherra í nýrri ríkisstjórn og einnig þvert á flokklínur "
"Through the recent changing political landscape in Iceland, Atlantic SuperConnection has maintained and built strong relationships with Icelandic Ministers. Cross-party support for The SuperConnection in Iceland is growing."
Þar er fullyrt að verkefnið "Task Force" hafi verið endurvakið 2017 og viðræður séu á milli ríkisstjórna: "The Task Force issued its Joint Statement in July 2016, which was supportive of The SuperConnection. The Task Force was reconstituted in 2017 and discussions are continuing between the UK and Icelandic Government."
Fyrirtækið segir tækni og fjármögnun sé tryggð, fyrirtækið mun sjá um framleiðslu sæstrengsins, lagningu og tengingu hans. Landsnet sjái um flutningslínu á Íslandi. Fjármögnun verður hjá bönkum, og sjóðum, m.a. lífeyrissjóðum. Eina sem vanti sé pólitískar ákvarðanir á Íslandi og stuðningur frá ríkisstjórn Bretland.
Tengiliður fyrirtækisins á Íslandi er tengslafyrirtækið KOM.
Stofnandi fyrirtækisins er Edmund Truell, sem er orðaður við kaup á hlutum í HS Orku.
Af öllu þessu, er erfitt fyrir ráðherra að neita því að þau vinni markvisst að því að tryggja framgang málsins með því að samþykkja 3 orkupakkann og tryggja ICE LINK sem forgang í orkukerfi ESB.
Þrátt fyrir að ráðherrar reyni að telja almenningi trú um að samþykkt 3 orkupakka ESB sé ótengt sæstreng, er hér upplýst að svo er ekki, -og þar er sérstakt hve hljótt hefur verið um þetta mál,-hver er ástæðan?
Fjármál | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3 Orkupakkinn er tilgangslaus -án sæstrengs.
5.11.2018 | 12:25
Allt í 3 orkupakka ESB snýst um viðskipti yfir landamæri;
TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 2009/72/EB
.."Til að tryggja samkeppni og afhendingu rafmagns á sem samkeppnishæfustu verði skulu aðildarríkin og landsbundin eftirlitsyfirvöld auðvelda aðgengi nýrra afhendingaraðila raforku, með raforku frá mismunandi orkugjöfum, yfir landamæri og fyrir nýja söluaðila í orkuframleiðslu."
REGLUGERÐ EVRÓPUÞING(EB) nr.713/2009
"Aðildarríkin skulu vinna náið saman og fjarlægja hindranir í vegi viðskipta með raforku og jarðgas yfir landamæri í því skyni að ná fram markmiðum Bandalagsins á sviði orku."..............
REGLUGERÐ EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS(EB) nr. 714/2009
"Stofna skal Evrópunet raforkuflutningskerfistjóra (e. ENTSO-E) í þeim tilgangi að tryggja sem besta stjórnun netsins og leyfa viðskipti og afhendingu rafmagns yfir landamæri"
Allar gerðirnar snúast um samtengingu orkukerfa yfir landamæri. Til hvers er verið að taka þær upp í íslensk lög, ef ekki er gert ráð fyrir lagningu sæstrengs?
Þetta lyktar af því að blekkja eigi almenning í málinu.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)