Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Er aflskortur Landsvirkjunar leikrit?
7.12.2021 | 16:28
Spilar Landsvirkjun "skammtímaskort" á almenning og stjórnvöld til að stýra hækkun á rafmagnsverði, eða hvað?
Nýir orkusamningar Landsvirkjunar síðustu ár hafa fyrst og fremst verið við Bitcon gagnaver (og í raun á kostnað orku til vöruframleiðslu eins og ylræktar) og þar með skapað orkuskort í kerfinu.
Fyrir tveimur árum var ljóst hvert stefndi.Fjögur gagnaver stórnotendur- Líkur á aflskorti 2022
Í sumar endurnýjaði Landsvirkjun samninga við gagnaver (og bætti einu gagnaveri við) og stóriðjufyrirtæki og samkvæmt Viðskiptablaðinu https://www.vb.is/skodun/landsvirkjun-ad-losna-ur-snuinni-stodu/169653/ er "Ólíklegt er að bjartsýnustu spár Landsvirkjunar um duglega hækkun raforkuverðs hafi ræst í nýgerðum samningunum."
Fyrir mánuði síðan tilkynnti Landsvirkjun um hækkun raforku í heildsölu, sem fyrst og fremst er ætluð til almennra nota (5% notenda) en ekki til stórnotenda með fasta samninga. Hver voru rökin fyrir hækkuninni? -
Verðlagning raforku á hverjum tíma fer eftir stöðunni í kerfinu hjá okkur, þ.e. framboðs- og eftirspurnarhliðin. Nú í heimsfaraldrinum var einfaldlega minni raforkunotkun og þar af leiðandi hagstæðara verð á raforku í heildsölu og skammtímasölu til stórnotenda.... það hefur verið nánast full nýting á vinnslukerfi fyrirtækisins."
ER þetta tilbúin skortur til að stýra stjórnvöldum til aðgerða og áhyggjur blaðamanns mbl.is í dag og koma fram í spurningunni;
"Gæti komið til þess að hækka þurfi verð á almenna neytendur til að spara orku? og ráðherra svarar: Við skulum bíða með að velta slíkum hlutum fyrir okkur.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/12/07/fer_gegn_stefnu_okkar_i_orku_og_loftslagsmalum/
Eða kannski löngu samið leikrit?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
EES samningnum þarf að segja upp og breytast í Brexit samning.
13.1.2021 | 10:14
Ef íslensk og norsk stjórnvöld ætla að sinna hagsmunum sínum gagnvart ESB þurfa þau að bregðast við nú þegar Bretar hafa náð góðum viðskiptasamningi án þess að þurfa að lúta lagavaldi Brussel á flestum sviðum.
Rifta verður EES samningnum, því hann er ekki lengur besti fríverslunarsamningurinn, jafnvel samningur ESB við Kanada er betri að þessu leyti.
"Lögfræðingurinn og þingmaðurinn Marit Arnstad, fyrrum samgönguráðherra í ríkisstjórn Miðflokksins fyrr á áratugnum, segir að með samkomulaginu sjáist að hægt sé að viðhalda verslun við ESB á annan hátt en felst í EES samkomulaginu."
Þeir fá aðgang að innri markaðnum og sameiginlegri verslun, sem er eftirsóknarvert, en þeir þurfa ekki að vera með í samræmdu reglugerðarumhverfi sem setur einstökum löndum þröngar skorður í eigin stefnumótun, sagði Arndstad. Heming Olaussen, sem stýrir EES nefnd Sósíalíska vinstriflokksins tók í sama streng, ásamt því að benda á þá niðurstöðu í samkomulaginu að Bretar losna undan valdi Evrópudómstólsins. Brexit samkomulagið tryggir sjálfstjórn þjóða á betri hátt en EES samkomulagið gerir fyrir okkur, segir Olaussen að því er fram kemur í frétt Express í Bretlandi.
Samkomulag Breta við ESB betra en EES
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bretar frjálsir, Íslendingar ófrjálsir
2.1.2021 | 14:52
Sendiherra Breta segir í viðtali í Morgunblaðinu í morgun m.a;
Nú höfum við tækifæri til að móta hagkerfið okkar sjálf, ekki eftir höfði 27 annarra landa,
Það er hinsvegar staðreynd að þegar þessar 27 þjóðir ESB hafa komið sér saman um einhverja málamiðlun, þurfa Íslendingar að taka það upp í lög og löggjafainn, Alþingi, má ekki breyta stafkrók, heldur ber að samþykkja möglunarlaust. Þetta nákvæmlega voru Bretar að koma sér úr.
Kostnaður Breta við að gera viðskiptasamning við ESB var að fórna fiskveiðilandhelgi sinni til margra ára. - En íslenskir stjórnmálaflokkar sem eru taglhnýtingar ESB vilja hinsvegar færa ESB fiskveiðilandhelgi Íslendinga með inngöngu í ESB, en lita þann vilja sinn með orðskrúði sem þau skilja ekki einu sinni sjálf.
Íslensk kolefnisspora-pólitík
10.12.2020 | 10:57
Forsætisráðherra birtir grein i Morgunblaðinu í dag um stefnu Íslands í loftlagsmálum, eða öllu heldur um kolefnisspor landsins og hvernig má draga úr því fram til 2040.
Allt eru þetta fögur fyrirheit og búið er að stofna til stofnanna og nefnda til að framkvæma áætlun Íslands. M.a. Loftlagsráð, Loftlagssjóð og í kringum þessa áætlun hafa orðið til ýmis verkefni í skógrækt og "endurheimt votlendis" eins og það er orðað.
Áætlunin um kolefnisjöfnun Íslands 2040 minnir svolítið á áætlun stjórnvalda um "Eiturlyfjalaust Ísland árið 2000".
Frjálst land ætlar að kafa svolítið niður í Aðgerðaráætlun Íslands í loftlagsmálum á næstunni.
Orkubólan stækkar-fjárgammar bíða.
7.12.2020 | 08:31
Bændablaðið vekur athygli á þenslu ríkisfyrirtækja á kostnað atvinnufyrirtækja og almennings.
"Enn eina ferðina á að hækka verð á dreifingu raforku frá Landsneti í dreifbýli og nú um heil 9,9%. Á sama tíma heyrast þau ánægjulegu tíðindi að raforkuframleiðandinn Landsvirkjun hagnist grimmt af sölu raforkunnar og þar fór eiginfjárhlutfall félagsins í fyrsta sinn yfir 50% á árinu 2019.
Reyndar hagnaðist Landsnet líka á síðasta ári eftir skatta um 28 milljónir Bandaríkjadollara. Landsnet er hlutafélag í 64,73% eigu Landsvirkjunar, RARIK á 22,51%, Orkuveita Reykjavíkur á 6,78% og Orkubú Vestfjarða á 5,98% í félaginu. Allt eru þetta opinber fyrirtæki að langstærstum hluta í sameiginlegri eign allra landsmanna."
"Tær snilld"-segir Bændablaðið um orkuverðlagninguna.
Næsta skref í framkvæmd OP3 verður væntanlega nauðungarsala orkukerfisins að kröfu ESB til fjárfesta. Úthlutun nýtingarréttar orkuauðlinda.- Svar forsætisráðuneytisins.
Á "ég" rétt, eða "við"
15.11.2020 | 00:23
Er ´"ég" eða "við",samfélag?
Það vekur athygli, sérstaklega þegar tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þ.e. Sigríður Andersen og Brynjar fv lögmaður hafa verið hávaðasöm í mótmælum gegn sóttvarnatilskipunum.
Í málflutningi þeirra bergmálar sama hugarfarið og segir; mér er alveg sama um hvernig fer um þjóðfélagið,"Tökum þetta á hörkunni", þetta er viðhorf sjálfelskuna, "ég vill mitt frelsi, skítt með aðra". Þetta stjórnmálaviðhorf tilheyrir fornöldinni. Öll áherslan er á "mig". Engin nefnir samfélagsábyrgð, sem erum "við".
Það hjálpar samfélaginu ekki út úr þessari stöðu og sérstaklega ekki stjórnmálaflokknum sem þau tilheyra. Viðhorf þeirra tveggja virðist vera að hefja sig á stall sjálfsmennskunnar, sérstaklega sem þingmenn og sem fv. ráðherra fyrir þjóðina á erfiðum tímum eru þau sérstaklega hjáróma almenningi.
Þau ættu fremur að sinni brýnni málum, t.d. sjálfstæðismálum þjóðarinnar. -Annars fer illa.- Þessi framsetning þingmannanna gæti flokkast undir "smjörklípu" tæknina, og er algjört ábyrðaleysi eins og sjálfvirk afgreiðsla þeirra á Alþingi gagnvart tilskipunum ESB.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Uppboðsmarkaður ESB og loftlagsáætlun Íslands dæmd til að mistakast.
17.2.2020 | 11:32
ESB ákvað að aðildarríkin (og Ísland fylgir) beri ábyrgð á minni CO2 losun á öðrum þáttum í samfélaginu en iðnaði og flugi árin 2018-2020 og á losunaráætlun ESB 2020- 2030. Ef ríkjum tekst það ekki, verður þeim skylt að kaupa heimildir á uppboðsmarkaði (ETS, sem ESB kom á fót) til að jafna þá losun sem ríkin ná ekki samkvæmt þeirri áætlun(-30%, sjá súlurit).
Þetta varð til að verð á losunarheimildum hefur 5faldast, kauphéðnar kaupa upp allar heimildir sem þeir ná í, því þeir sjá verðið hækka mikið þegar ríkin þurfa að fara að kaupa heimildir á næstu árum.
Þessar heimildir eru svipaðar og í íslenska kvótakerfinu að hluta, því þeim fylgir árlegar fríar úthlutanir á næstu árum af liðinni reynslu. Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir
Nú er verðið á ETS uppboðsmarkaðnum um 25 Evrur/tonnið (sjá línurit) og sérfræðingar gera ráð fyrir að verðið verði um +40 Evrum/tonnið 2030. Ísland hefur ábyrgst að minnka Co2 losun um 1. millj. tonna á ári fyrir 2030, sem skiptist gróft í 0,5 millj. tonna minnkun frá vegaumferð (sem gengur út á að 100.000 rafbílar verði hér 2030)! Losunarminnkun fiskiskipa verði ca. 0,3 millj. og annað 0,2 millj. tonna.
Vegna óraunhæfrar áætlunar er mjög líklegt að Ísland þurfi að kaupa á bilinu +500 þús. tonn á uppboðsmarkaði. Þar að auki hefur Ísland lofað að greiða í Loftlagssjóð SÞ óræðar upphæðir til að aðstoða fátækari ríki í loftlagsmálum.
Þetta hefur ríkisstjórnin ákveðið að leysa með kolefnisgjaldi á fyrirtæki og almenning sem nemi um 5.500 milljónum á ári, auk olíugjalds 11.000 milljónum kr. á ári.
Í dag kaupir stóriðjan á Íslandi heimildir á uppboðsmarkaðnum (ETS) fyrir 2 millj. tonna co2 losun á ári, eða fyrir um 6.500 milljónir kr. sem að öllum líkindum mun tvöfaldast fram að 2030. Síðan greiðir flugið einnig fyrir losun á þessum markaði.
Allt er þetta uppfinning ESB til að leysa loftlagsmál sín. Allar vísbendingar eru um að Evrópa hafi ekki lausnir í orkumálum, þ.e. nýjar grænar orkulindir til að mæta niðurskurði að þessu markmiði, enda hvaðan ættu þær að koma er spurt? Stærsti hluti losunar ESB kemur frá iðnaði sem væntanlega dregst ekki saman um 30% nema að fyrirtækin flytji framleiðslu sína til þróunarlanda, meira en gert hefur verið fram að þessu.
Þessi leið, að láta uppboðsmarkað um lausnina er að mati margra sérfræðinga dæmd til að mistakast, en Ísland fylgir ESB í blindni.
https://sandbag.org.uk/carbon-price-viewer/
Fólk á móti innflutningi á niðurgreiddu hráu kjöti.
13.2.2020 | 14:22
Stjórnvöld hafa ekki haldið upp vörnum að neinu ráði og fyrir klaufaskap voru dæmd af EFTA til að greiða heildsölum 3 milljarða fyrir að neita þeim um að flytja inn niðurgreitt kjöt frá ESB, þrátt fyrir skýr ákvæði í EES samningnum um bann við ríkisstyrkjum til einkaaðila.
Þetta er bara eitt dæmi um hve illa stjórnvöld halda á hagsmunum Íslands gagnvart ESB og almenningi líkar það ekki, þar að auki skapar þessi innflutningur á hráu kjöti hættu fyrir innlenda bústofna.
Áróður ESB-sinna um að ein dásemd við EES/ESB sé lægri matarkostnaður (niðurgreiddur á öllum sviðum) er með öllu ósannur.
Spillt landbúnaðarkerfi ESB afhjúpað einu sinni enn.
5.11.2019 | 12:06
Þessi rannsókn New Your Times,"The Money Farmers: How Oligarchs and Populists Milk the E.U. for Millions" á landbúnaðarstyrkjum ESB sem mbl.is fjallar um í dag, kastar enn og aftur ljósi á spillingu sem hefur einkennt styrkjakerfi ESB í gegnum tíðina og um 60 % fjárlögum sambandsins á hverju ári.
Fóðra vasana á landbunadarstyrkjum ESB
Frjálst land hefur nokkrum sinnum fjallað um hluta þessa kerfis sem veitir matvælafyrirtækjum í ESB mikla útflutningsstyrki á sýklasýktum afurðum sínum m.a. til Íslands.
Íslenskir innflytjendur hafa fengið 3000 milljónir frá íslenska ríkinu í skaðabætur fyrir að geta ekki flutt inn sýklakjöt. ESA passar upp á hagsmuni ESB á Íslandi.
Inn í þetta kerfi vilja ESB sinnar ganga til að njóta góðs af.
https://www.frjalstland.is/styrkjakerfi-landbunadar-i-esb/
https://frjalstland.blog.is/blog/frjalstland/?offset=15
Ofbeldissamband við ESB?
3.11.2019 | 18:46
Besta dæmið um undanlátsemi íslenskra stjórnvalda við ESB er ICESAVE málið. ESB studdi Breta og Hollendinga í kröfum sínum á íslenska ríkið um endurgreiðslu innlána á ICESAVE reikninga LÍ.
Stjórnvöld reyndu í þrígang að koma samningum í gegn, þingið hafnaði einum og þjóðin tveimur (þriðji samningurinn var studdur ísköldu mati Sjálfstæðisflokksins).
Þá var málinu skotið til EFTA dómstólsins sem hverju öðru samningsbrotamáli EES samningsins.
Um hvað snérist málið?
Jú, tilskipun ESB um Tryggingarsjóð Innlánseigenda og Fjárfesta (TIF) sem innleidd var í innlend lög í gegnum EES samninginn, á þeim tíma voru hámarkstrygging um 10.000 Evrur á hverjum reikningi og skýrt tekið fram að engin ríkisábyrgð væri á innistæðum. ÞESS VEGNA GAT NIÐURSTAÐA EFTA DÓMSTÓLSINS EKKI VERIÐ ÖNNUR EN HÚN VARÐ,-Ríkið var ekki ábyrgt. Eftir þá niðurstöðu snéru ensku og hollensku TIF sjóðirnir sér að íslenska TIF sjóðnum sem gerði kröfu í þrotabú LÍ og allir innlánshafar í ICESAVE fengu sínar hámarksinnistæður.
Hvað olli þeirri undanlátssemi, kannski hótanir ESB um uppsögn EES samninginn? Gerðist það sama í 3 OP málinu? Allar gagnrýnisraddir í þingflokkum stjórnarinnar þögnuðu skyndileg, Formaður Sjálfstæðisflokksins skipti um ársgamla skoðun og innanbúðarmenn í stjórnarflokkunum sögðust vera hræddir við refsiaðgerðir. Utanríkisráðherra sagði að Ísland yrði að sækja um inngöngu í ESB ef við neituðum 3OP!- Hafði kötturinn hrætt mýsnar?
Er Ísland í ofbeldissambandi (svo notað sé orðasamband af öðrum vetfangi)við ESB. Þurfum við kannski að skilja við ESB eins og Bretar hafa gert?