Færsluflokkur: Evrópumál
Í vitlausu liði
9.11.2023 | 16:16
Evrópusambandið dregst stöðugt afturúr og dregur EES-lönd með sér. Sambandið var með 30% af heimsviðskiptunum 1980 en nú minna en 15%. Verg landsframleiðsla á mann er helmingur af því sem er í Bandaríkjunum (Mbl 7.11.2023)
Evrópusambandið byggir á miðstýringu, forræðishyggju og skriffinnskuhefð frá gömlu nýlenduveldunum. Stjórnvaldsafskipti og ofstjórn vaxa hömlulítið og valda framtaksskorti og framkvæmdalömun og er ein af meginástæðum hrörnunar ESB. En fleira kemur til:
ESB hefur í vaxandi mæli orðið fórnarlamb bábiljustefnumála frá trúarkenndum félagasamtökum: Sameiginlegur gjaldmiðill varð flestum til ógagns; Græna stefnan eykur fátækt og leggur stóra hluta efnhagslífsins að velli. Viskiptabönn hafa útilokað fyrirtæki frá hagkvæmum hráefnum og orkugjöfum. Of mikill innflutningur framandi fólks hefur valdið ófriði, óöryggi og glæpavexti. Siðmenningarleg upplausn hefur skotð rótum
Djúpstæður hernaðarandi hefur nú aftur komið upp á yfirborðið. Leiðtogar sambandsins eru að reyna að gera ESB að hernaðarbandalagi, án gilds tilefnis en í samræmi við áróður vestrænna stórfyrirtækja og ný-íhaldsins. Gamalgróin landvinningaþrá afhjúpast nú nakin með þátttöku ESB í vopnuðum árásum NATO, ný-nasista og fleiri illvirkja. Ísland hefur þvælst inn í stríðsrekstur á vegum ESB-landa vegna undirgefni við ESB og máttleysis íslenskra leiðtoga.
Í krafti EES-samningsins hefur ESB fengið vald yfir mikilvægum málum Íslands og framleiðir bæði lög og reglugerðir fyrir landið sem hamlar þróun og uppbyggingu og leggur þungar álögur á almannasjóði, fyrirtæki og einstaklinga. Afleiðingin er samskonar þróun til hrörnunar og í ESB þó efnahagshrörnunin sé ekki gengin eins langt og þar enn sem komið er. https://www.frjalstland.is/2023/07/01/fataektarmenning/
Með EES lenti Ísland í vitlausu liði og missti hluta af sínu frelsi og sjálfstæði til hins hrörnandi sambands. Meintur viðskiptalegur ávinningur, sem var mjög ýktur af þeim sem komu EES-samningnum yfir þjóðina, er nú orðinn enn meiri ímyndun en var. Frelsi lands og landsmanna til ákvarðana og athafna er forsenda uppbyggingar og efnahagsgæða. Afskipti valdabákna eins og ESB standa í vegi fyrir frjálsum athöfnum og samskiptum og hefta viðskipti við heimsbyggðina sem er grunnurinn að velsæld, ekki síst lítilla landa eins og Íslands.
Evrópumál | Breytt 10.11.2023 kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Noregur gefst upp
3.11.2023 | 14:58
Enn einu sinni kemur í ljós að norska stjórnkerfið er undir hæl Evrópusambandsins. Hæstiréttur Noregs lagði blessun sína yfir valdahrifs Evrópusambandsins í orkumálunum og aðildina að ACER (orkustofnun ESB), þriðja orkupakkanum sem okkar Alþingi gleypti með skít og skinni.
Það eru litlar líkur til að íslensk yfirvöld standi í lappirnar gagnvart Evrópusambandinu og EES en vonir stóðu til að þau norsku mundu gera það í þessu mikilvæga máli og vera fyrirmynd. Vonbrigðin eru því stór meðal sjálfstæðissinna. https://www.frjalstland.is/2023/11/03/uppgjof-noregs/
Montið í Brussel
2.11.2023 | 13:30
Evrópusambandið galar oft um alþjóðleg málefni og kallar nú eftir friðaráætlun og friðarráðstefnu um Mið-Austurlönd. Hljómar ekki illa en áætlunin er gagnslaus til að stöðva stríðið milli Palestínu og Ísrael en kannske nothæf til naflaskoðunar hjá meðlimum ESB.
Brussel montast oft með yfirlýsingum um alþjóðleg vandamál en færri og færri hlusta eða taka mark á því sem þaðan kemur, hvort sem er um loftslagsmál, viðskiptaþvinganir eða stríðsrekstur. Undirlægjurnar á Norðurlöndum dragnast með Evrópusambandinu og bergmála svamlið frá Brussel.
Evrópusambandið verður sífellt ómarktækara og meira óviðkomandi heimsmálum, það er stríðsstjórnin í Washington sem ræður ferðinni og keyrir yfir Evrópusambandið og spillir fyrir lífsbjörg þess að vild.
https://www.politico.eu/article/who-needs-the-eus-irrelevant-gaza-peace-plan-the-eu-does-of-course/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jippó!
22.10.2023 | 15:10
Mismunandi gagnslausar samkundur en með skemmtanagildi hafa verið haldnar árlega með miklum kostnaði, til dæmis Arctic circle í Hörpu með slunk af ruglræðuhöldurum og þekktum áróðurslúðrum.
Mikið hefur þar verið talað um "varnir Norðurslóða" sem þýðir hvernig Bandaríkin með NATO og ESB geta hervætt svæðið í laumi og hótað Rússum sem eiga stærstan hlutann (meir en helming) af svæðinu þó þeir séu ekki velkomnir á samkunduna, Arctic circle stertarnir telja sig of góða til að ræða við þá.
Ofarlega á baugi er hamfarastiknunin og aðsteðjandi bráðnun hafíssins. Sameinuðu þjóðirnar, langtíma alheimsleiðtogar í falsáróðri, hafa haldið fram í meir en 3 áratugi að hann sé að bráðna burt og háværir skrumarar spáðu að svæðið yrði íslaust milli 2014 og 2016! (t.d Al Gore og félagar 2009). En hafísinn bara vex, Rússarnir hafa þurft að smíða stærri og stærri ísbrjóta til þess að koma skipalestunum norðurfyrir Síberíu. https://nsidc.org/arcticseaicenews/charctic-interactive-sea-ice-graph/
Hausthafísútbreiðslan á Norðurskautssvæðinu hefur verið í kringum 4,2 milljónir ferkílómetra síðan 2006. Þó fór útbreiðslan niður í 3,5 milljónir ferkílómetra 2012 sem er minnsta hausthafísútbreisðla frá því á hlýjasta tímabilinu frá upphafi mælinga, um 1940. https://www.frjalstland.is/wp-content/uploads/2021/03/Loftslag-%C3%A1-%C3%8Dslandi.pdf
Hrunið 15 ára
8.10.2023 | 13:27
Þann 8. október, 2008, klukkan 10 f.h., varð Ísland fyrir árás EES-og NATO-landsins Bretlands sem setti íslensku bankana á hausinn.
Bankarnir höfðu farið í útrás til ESB-landa og bólgnað óhóflega eftir að þeir komust undir regluverk Evrópusambandsins með EES-samningnum sem veitti þeim leyfi til bankastarfsemi í ESB-löndum og auk þess mjög rúmar heimildir. Íslensk stjórnvöld horfðu á með hendur bundnar af EES og gátu ekki gripið inn í ofvöxtinn fyrr en í lokin að þau áttuðu sig á að eina leiðin til að bjarga málum var að taka EES-samninginn úr sambandi og setja á neyðarlög.
Meginástæða þess að fjármálakreppan 2008 bitnaði svo illa á Íslandi var að stjórnvöld landsins misstu með EES-samningnum stjórn á banka- og gjaldeyrismálum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Máttur áróðursins
5.10.2023 | 18:04
Ný skoðanakönnun segir að 84% Íslendinga vilji ekki hafa samskipti við Rússland á Alþjóðavettvangi og að 63% styðji aðild Íslands að NATO. (Mbl 5.10.2023)
Ísland hefur lengi þegið stuðning Rússa með þökkum en þeir hafa jafnan stutt og staðið með Íslandi á alþjóðavettvangi. Áður en falsáróðurinn varð yfirþyrmanadi vissu vitibornir landsmenn að Rússar voru ein öruggasta viðskipta- og vinaþjóð Íslands sem bjargaði Íslandi oft undan ofríki NATO-landa, aðallega Bretlands.
Forustumenn NATO hafa gert Íslendinga að "viljugri þjóð" samseka hernaði og manndrápum á upplognum forsendum.
NATO-lönd stela peningum annarra þjóða (t.d. Afganistan, Rússlands) og olíu (t.d. 83% af olíu Sýrlands) og vopnum frá Íran og senda til Úkraínu.
Þessi skoðanakönnun, ef hún er sæmilega nákvæm, sýnir mátt áróðursins og falsfréttanna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Úkraínunasisti heiðraður
2.10.2023 | 17:45
Ráðamenn Kanada eru að verða eins aulalegir og ný-nasistabullurnar í Úkraínu. Nú létu þeir leppforsetann úr Kænugarði plata inná sig gömlum úkraínunasista úr SS og heiðruðu hann sem hetju fyrir að hafa drepið Rússa í seinni heimsstyrjöldinni en þá voru Rússar bandamenn Kanada! Trudeau forsætisráðherra Kanada og Zelensky fögnuðu í vímu og þing Kanada með. https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/09/25/thingforseti_bedst_velvirdingar_a_glappaskoti/
Eins og kunnugt er fór mikil hersing nasista til Kanada og Bandaríkjanna eftir tap þeirra gegn Rússum í Berlín 1945, þeirra arfur virðist lífseigur þar vestra og þeir njóta enn viss stuðnings, kannske ekki að undra, þessi þjóðfélög eru að leysast upp fyrir tilstilli niðurrifsafla.
Leiksýningar um hryðjuverkastjórnina í Úkraínu halda áfram í NATO og ESB. Zelensky hefur reynst góður áróðurslúður hennar. Forustumenn margra Vesturlanda eru búnir að skjóta sig í báða fætur með þátttöku í hernaði Kænugarðsstjórnarinnar þó stuðningsríkjum fækki óðum eftir því sem rétta eðli Úkraínustríðsins afhjúpast.
Nú hljóta forustumenn í NATO og ESB að láta þing sinna landa heiðra þjóðhetju Úkraínu, nasistaforingjann Stepan Bandera.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ósjálfstæðar þjóðir
30.9.2023 | 17:55
Ósjálfstæðar þjóðir taka upp annarra þjóða lög, samkeppnislögin eru lög herraþjóða okkar í V-Evrópu og hafa staðið í vegi fyrir hagræðingu og sameiningu fyrirtækja í dreifbýli og þróun fyrirtækjamarkaðar í áratugi, eftirlitsstofnun sér um að lögunum sé fylgt.
Ósjálfstæðar þjóðir hlíta reglugerðum annarra þjóða, brúður þeirra hér vilja ekki viðurkenna áþjánina en segja að íslensk stjórnvöld -"innleiði EES-tilskipanir með meira íþyngjandi hætti en í ESB/EES-" sem breiðir yfir sjálfa meinsemdina sem er ósjálfstæðið, að geta ekki búið til sínar reglur sjálf.
Ósjálfstæðar þjóðir taka upp reglugerðir þéttbýlla og fátækari þjóða sem reyna að endurnýta rusl jafnvel þó að hreinlætinu sé fórnað og óværan komi.
Ósjálfstæðar þjóðir eru -"viljugar þjóðir-" í drápsaðgerðum gegn öðrum þjóðum og láta draga sig í hernað.
Ósjálfstæðar þjóðir hlíta annarra þjóða bankalögum þó þau eigi ekki við lítið en auðugt hagkerfi þar sem ungt fólk með lífskraft, sjálfstæði og framtíðarsýn þarf fjárfestingalán í eigin húsnæði.
Ósjálfstæðar þjóðir nota lög annarra þjóða um umhverfisvernd og halda úti óþörfum stofnunum til þess að stöðva framkvæmdir og þróun byggðar og sóa fé í "grænar" fjárfestingar og skattleggja Íslendinga fyrir hönd gömlu nýlenduveldanna.
Ósjálfstæðar þjóðir herma eftir blekkingum loddara og tískufrömuða og setja þær í sín lög.
https://www.frjalstland.is/2023/07/01/fataektarmenning/#more-3092
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klúbbarnir okkar tapa
26.9.2023 | 16:00
NATO og ESB/EES eru að tapa Úkraínustríðinu sem þeir hófu 2014 með árásum á sjálfstjórnarhéruð Rússa (Donbas) með her Úkraínu sem verktaka. Frá upphafi var stefna þeirra að egna Rússland sjálft í stríð sem tókst með manndrápum, svikum og lygum.
Stríðsmangararnir, illa upplýstir og hatursfullir leiðtogar NATO-og ESB-landa, áttuðu sig ekki á að hnignun og upplausn þeirra eigin landa er orðin slík að þau geta hvorki unnið efnahagsstríð né vopnað stríð gegn Rússlandi. Áróðurinn um góðu bjargvættina með hríðskotabyssur og ósigrandi NATO-heri er sjálfsblekking og Hollywoodsannleikur. Drápsherferðir Bandaríkjanna um heiminn hafa varað frá 10 árum (Írak, Úkraína) í 20 ár (Viet Nam, Afganistan) og endað með að löndin eru lögð í rúst, sprengjur skildar eftir á leikvöllum og milljónir manna drepnar áður en hermennirnir eru fluttir heim.
En við (NATO/ESB-EES) þenjum samt stríðið í Úkraínu stöðugt út með vaxandi árásum á Rússland sem NATO-herfræðingar stjórna, mörghundruð sprengjum er skotið á Rússland daglega frá Úkraínu, vestrænir fjölmiðlar þegja yfir því í samstarfi við lygastofnanir í NATO/ESB-EES. Poseidon P-8A njósnaflugvél NATO miðaði inn NATO-sprengju á flotastöð Rússa í Sevastopol. Úkraínskur skriðdreki sem Rússar sprengdu reyndist vera með áhöfn þýskra hermanna og skriðdrekinn sjálfur þýskur. Rússarnir sem hlera samskipti innan Úkraínuhers heyra ensku, pólsku og þýsku. En Bandarísku hermennirnir fá áhættuálag á kaupið sitt fyrir að berjast í Úkraínu. https://www.frjalstland.is/2023/09/06/kjarnorkuveldin-eru-komin-i-strid/
Ef Bandaríkjaþingi tekst ekki að hemja stríðsæsingamennina í Hvíta húsinu verða heilar hersveitir og sprengjuflugvélar NATO og ESB sendar í stórveldastríð til Úkraínu. Þá verður okkar tap miklu meira.
NATO og ESB eru að steypa heimsbyggðinni í gereyðingarstríð. Ísland verður að losa sig úr þátttöku í refsiaðgerðum og hernaði NATO og ESB gegn löndum heims. Ísland er herlaust og skortir tilefni og forsendur til ofbeldisaðgerða í fjarlægum löndum eins og framin hafa verið í Serbíu, Írak, Afganistan, Lýbíu, Sýrlandi og Úkraínu. Kína, Norður-Kórea og Venesúela eru næst í röðinni. Okkar gömlu herraþjóðir, Norðmenn og Danir, taka þátt í herhlaupum NATO og ESB með áfergju eftir langvarandi bældan stríðsþorsta, þeir gera okkar þátttöku óþarfa.
Evrópumál | Breytt 27.9.2023 kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Endalok orkuskipta
24.9.2023 | 14:39
Þýskaland hefur síðustu áratugi verið framarlega í s.k. orkuskiptum, "Energiewende", að taka í notkun "endurnýjanlega orku": Vindmyllur, sólfangara, rafbíla. Orka til almennings er nú um 3-sinnum dýrari þar en í Bandaríkjunum. Notkun jarðefnaeldsneytis hefur samt ekki minnkað svo orð sé á gerandi, fór úr 80% í 79% af orkunotkuninni síðasta áratuginn.
Ástæðan er að eðlisfræðileg lögmál voru ekki virt og verkfræðileg vinnubrögð ekki viðhöfð við aðgerðirnar og gífurlegur kostnaður við afkastalítinn "grænan" búnað hefur hlaðist upp.
Græna byltingin í Þýskalandi var mistök. Kola- gas- og kjarnorkuverin eru nú aftur að fara af stað, tilskipanir Evrópusambandsins/EES eru orðnar að vísindaskáldsögum sem komnar eru úr tísku. Með tækniþróun næstu áratuga er líklegt að kjarnorkan taki við auknum hluta af raforkuþörf Þýskalands. https://darntons.com/2022/12/29/electric-cars-are-not-the-future-the-fallacy-of-renewables-michael-burry-to-short-tesla-again/
Bloggið skrifar Friðrik Daníelsson efnaverkfræðingur, sjá nánar um aðstæður á Íslandi https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)