Færsluflokkur: Evrópumál
Svíar hrukku upp
22.9.2023 | 18:18
Svíar eru farnir að horfast í augu við mistökin í "loftslagsmálum" eins og Bretar. "Eftertankens kranka blekhet" á hljómfögru sænskunni, áætlanir þeirra um orkuskipti voru draumórar umhverfistrúarkirkjunnar en ekki hönnun verkfræðinga. Loftslagsaðgerðirnar voru mistök. Þeir ætla nú m.a. að efla kjarnorkuna sem þeir höfðu á valdi sínu en hafa nú spillt, umhverfisprelátar hafa talað kjarnorkuna niður í 40 ár. https://subscriber.politicopro.com/article/eenews/2023/09/21/sweden-poised-to-miss-the-long-term-climate-target-it-pioneered-00117160
Þjóðverjar og Frakkar hafa þegar sett af stað endurræsingu kola- og gasorkuveranna.
Eftirsóknarverð orkuskipti verða með tækniþróuninni en ekki trúarsetningum. https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/
Evrópumál | Breytt 23.9.2023 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Risi vaknar af draumi
20.9.2023 | 23:01
Breski forsætisráðherrann vaknaði skyndilega af draumnum um kolefnishlutleysi og afturkallaði áætlanir fyrri stjórnar Bretlands um kolefnishlutleysi 2030. Bann á alvöru bíla, gaskyndingu og fleiri glórulaus bönn afturkallaði hann.
Allt góða fólkið, loftslagsskrumararnir, umhverfistrúarkirkjurnar og stór hluti óvitandi almennings, sem hefur trúað lyginni um hlýnun loftslags af mannavöldum, fengu angistarköst og héldu að heimsendir myndi nú nálgast hratt og sögðu að Rishi væri svikari.
Rishi Sunak sýndi manndóm og kjark til þess að hafna hinum vitfirrtu hugmyndum um kolefnishlutleysi sem stór hluti Vesturlanda hefur gert að heilagri trú og er að sökkva heimshlutanum í fátækt. https://www.telegraph.co.uk/politics/2023/09/20/rishi-sunak-spares-public-net-zero-pain/
Evrópumál | Breytt 21.9.2023 kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Erindreki Evrópusambandsins
15.9.2023 | 20:34
Um þriðjungur af um 150 nýjum frumvörpum ríkisstjórnarinnar á hverjum þingvetri hafa verið og eru enn EES-fyrirmæli frá Evrópusambandinu (Mbl.13.9.2023). Okkur er sagt að þau séu "alþjóðleg" sem er ryksláttur (international er latína og þýðir milli ríkja), lögin eru frá einangruðum og lokuðum ríkjahóp sem setur Íslandi lög sem Íslendingar eiga engan þátt í að semja. Alþingi hafnar aldrei neinu frá Evrópusambandinu, slíkt er hið óskoraða löggjafarvald Alþingis.
Það er ekki bara að þurfi að samþykkja maðkað sorp, það þarf líka að samþykkja okurskatta á hagkvæma orku, eldsneyti. Það á líka núna að samþykkja að Íslendingar komi ekki nálægt stjórn raforkukerfisins (tilskipun 2009/72) https://www.frjalstland.is/2023/06/03/orkukerfi-landsins-faert-undir-evropusambandid/
Og svo ætlar ríkisstjórnin líka að tryggja að lög Evrópusambandsins séu æðri landslögum. En það verður ekkert gert til þess að endurreisa hið óskoraða löggjafarvald Alþingis.
Evrópumál | Breytt 17.9.2023 kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
EES-lög stöðva framkvæmdir
12.9.2023 | 16:09
EES-tilskipun (nr 2014/52)um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, sem Alþingi lét sig hafa að stimpla í lög í óþökk allra sem eitthvað vit höfðu á málinu, flækti og tafði framkvæmdir, bygging orkuvera strandaði.
https://www.frjalstland.is/2023/09/12/ees-log-stodva-throun-byggdar/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
EES-óværa
10.9.2023 | 13:47
Flugufaraldur hringrásarhagkerfis EES er kominn. Frá fátæktar-menningarmiðstöð Vesturevrópu, Brussel, koma arfavitlausar tilskipanir í stríðum straum, nú síðast um flokkun heimilissorps. Í Brussel sitja þúsundir skrifara og úreltir og atvinnulausir stjórnmálamenn frá aðildarlöndum sem skrifa reglugerðir eftir forskrift umhverfistrúarpreláta sem þekkja ekki vandamálin og hafa ekki reynslu til þess að segja öðrum fyrir verkum og alls ekki Íslendingum sem hafa gott hreinlæti og best heilbrigði Vesturevrópubúa, m.a. vegna réttrar notkunar plastumbúða fyrir mat.
En nú eru heimili Íslands orðin klístrug og illa lyktandi af matarleifum og gegnsósa bréfpokum sem flugur, lirfur og maðkar þrífast í. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/09/09/flugur_herja_a_heimili_folks_og_ruslatunnur_thess/
Einu vitlegu aðferðirnar til að farga heimilissorpi er að urða það óflokkað eða brenna því. Urðað sorp brotnar niður fyrir tilstilli gerla jarðvegsins sem eru öruggustu hringrásarverktakar heimsins. Þeir brjóta allt (nema grjót og gler) niður með tímanum, þar með talið plast, og hafa hringrásað heimilissorpi í hundruðir þúsunda ára með góðum árangri.
Eina leiðin til að varðveita íslenskt hreinlæti og heilbrigðismenningu er að stífla tilskipanaflóðið frá fátæktarmiðstöðinni og segja hinum glórulausa EES-samningi upp. https://www.frjalstland.is/2023/07/01/fataektarmenning/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Falsfréttir frá Úkraínu
8.9.2023 | 12:17
Úkraínuher sprengdi útimarkað í Konstantinovka í Donbas í loft upp og drap 16 og slasaði 32. Falsfréttamiðlar okkar hér á Vesturlöndum, RÚV þar á meðal, voru eins og venjulega fljótir að útvarpa stórfrétt og sögðu árásina vera illvirki Rússa.
Tilefni árásarinnar, sem hryðjuverkastjórnin í Kænugarði lét her sinn gera, var að utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Danmerkur voru í heimsókn og þurftu að hafa eitthvað handbært til þess að geta ausið aur yfir Rússa. Það þurfti líka að mýkja þau upp áður en betlað var um meiri peninga, vopn og vernd ESB og NATO.
Með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í för var aðstoðarutanríkisráherrann úr stjórn Barak Obama, Victoria Nuland, en hún sá um blóðuga valdarán Bandaríkjanna í Kænugarði 2013-2014 og fjárfesti 5 milljarða dala í því. Hún er vön manndrápum og hefur líklega kunnað að meta árásina í tilefni heimsóknarinnar. En væntanlega átti hún að passa að utanríkisráðherrann (sem er ekki mjög marktækur) færi ekki með eitthvet fleipur. En hann skvetti alla vega einhvejum milljarði dala frá Biden í Úkraínustjórn í heimsókninni, stór hluti er þýfi sem Bandaríkin stálu frá Rússum.
Þegar farið var að athuga árásina sáu meira að segja vestrænir rannsakendur að flugskeytið var frá Úkraínuher. Konstantinovka er í Donbas sem er byggt Rússum og Rússlandsher varpar ekki sprengjum á, það er hryðjuverkastjórnin í Kænugarði sem gerir það á vegum NATO og ESB og hefur gert í áratug.
Falsfréttaflóðið frá Úkraínu er ekki í rénun, vestrænir falsfréttamiðlar áframsenda falsfréttirnar án eftirgrenslana. Stríðsmangararnir í Washington, London, Brussel og Oslo láta lygaverksmiðjurnar líka fjöldaframleiða Múnkhásensögur um sigra hryðjuverkastjórnarinnar sem sendir meir en 20.000 manns í dauðann á mánuði hverjum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Úreltir stjórnmálaflokkar
1.9.2023 | 13:55
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir, báðir í ríkisstjórn, héldu flokksráðsfundi um síðustu helgi (Mbl 28.8.2023). Fundirnir sýndu að flokkarnir eru orðnir úreltir.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk möguleika á að standa vörð um fullveldi landsins og hafna frumvarpi Þórdísar um að EES-valdboðin frá Evrópusambandinu væru æðri íslenskum lögum. Flokksráðið notaði ekki möguleikann en japlaði á gömlum sviknum loforðum: -"Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um fullveldi Íslands-" sagði Þórdís við Mogga. Sá vörður hefur ekki verið betri en svo að flokkurinn samþykkti að afsala fullveldi landsins til Evrópusambandsins 12. janúar, 1993. (EES-samningurinn), Þórdís vara bara 5 ára og ekki von að hún muni það.
Vinstri grænir vilja útvega meiri orku með því að loka á orkukaup fyrirtækja í landinu sem eru þeim ekki þóknanleg. Þetta hefur verið reynt áður fyrir 40 árum þegar vinstrimenn komust í stjórn, en tókst ekki, svinnir menn voru þá á verði. Vinstri grænir ættu að vera arftakar þess framsýna fólks (í Alþýðubandalaginu) sem barðist gegn þátttöku Íslands í hermangi og stríðsrekstri en nú berst flokkurinn fyrir útþenslu NATO og styður stríðsrekstur klúbbsins, nú í Úkraínu, þar áður var hann í Sýrlandi, Afganistan, Írak, Líbíu, Serbíu og víðar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rafbílabyltingin étur börnin sín
27.8.2023 | 16:30
Hjón keyptu rafbíl sem átti að komast 450 km en komst aðeins 160 þegar frost var. Þau fengu hann endurgreiddan.
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2023/08/26/fa_rafbil_endurgreiddan_vegna_of_litillar_draegni/
Bílaframleiðendur tapa á rafbílum þrátt fyrir rausnarlegar niðurgreiðslur frá ríki. https://www.foxbusiness.com/technology/ford-set-lose-billion-electric-vehicles-year-despite-increased-revenue
Rafbílar geta fuðrað upp og ekki hægt að slökkva í þeim. Bílferjur með þúsundir bíla fuðra upp, Felicity Ace í fyrra, nú Fremantle Highway, slys á mönnum þ.á.m. eitt dauðaslys. Skipsbrunar geta mengað stór svæði. https://splash247.com/haunting-images-of-burnt-cars-inside-fremantle-highway-leaked/
Rafbílar geta valdið alvarlegum slysum, þeir eru 1/2 til 1 tonni þyngri en venjulegir bílar, hljóðlátir og fljótir að ná hraða, börn eiga erfiðara með að vara sig á þeim.
Viðgerðakostnaður á rafbílum getur orið nærri verði á nýjum bíl, rafhlöðurnar eru viðkvæmar og ekki hægt að treysta að þær fuðri ekki upp þegar þær hafa skemmst. Rafbílar geta skemmst ef þeir eru dregnir, það þarf að lyfta þeim upp á pall til að koma þeim óskemmdum í viðgerð.
Af þessum og fleiri ástæðum eru tryggingar rafbíla síhækkandi og munu, með öðrum kostnaði sem fellur á rafbílaeigendurna þegar ríkisvaldið hættir að niðurgreiða kostnaðinn við þá, ganga af rafbílabyltingunni dauðri.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Seinkun orkuskipta
25.8.2023 | 14:21
Landsnet virðist nú hafa tekið í sína þjónustu tæknimenn sem eitthvert vit hafa á orkunýtingu. Fyrirtækið spáir nú seinkun orkuskipta frá 2040 til 2050! https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/08/24/spair_seinkun_orkuskipta/ Þau gætu alveg eins frestast til 2550, hugmyndirnar um orkuskipti eru ekki byggðar á þekkingu heldur draumórum og geta ekki orðið að veruleika. https://www.frjalstland.is/2022/02/11/orkuskiptin-eru-draumorar/ "Þörf á fleiri virkjunum" og "lítið gert í 16 ár" segir Landsnet og Guðlaugur orkuráðherra hefur áhyggjur: "þurfum að hafa hraðari hendur" (Morgunblaðið 25.8.2023).
Ástæða stöðnunarinnar er að laga- og regluverk Evrópusambandsins hefur verið tekið upp hér vegna EES-samningsins. Umhverfistrúarsöfnuðir hérlendir hafa líka hjálpað til við að setja orkuframkvæmdir í höft.
Raunveruleikinn er farinn að bíta orkuskiptin. Bílar knúnir hauglofti (metan) eru á leiðinni út. Farartæki knúin "rafeldsneyti" (vetni) sömuleiðis. Eldsneyti farþegaflugvéla verður áfram vetniskolefni vegna öryggismála. Rafbílarnir skipta litlu máli og verða í framtíðinni aðeins inni í stórborgum þegar eigendurnir þurfa að fara að borga kostnaðinn og reynslan safnast.
Hvorki Landsnet né Guðlaugur ráðherra þurfa að hafa áhyggjur af orkuskiptum, tíminn mun leiða í ljós að engu er að kvíða. Jörðin okkar framleiðir stöðugt ofgnótt af orkuríku jarðefnaeldsneyti og jurtagróðurinn þiggur koltvísýringinn frá brennslu þess með þökkum. https://www.frjalstland.is/2021/12/10/kolefnissporid-er-ny-gryla/
En ef við verðum heppin gæti hlýnað hjá okkur, ekki vegna gróðurhúsaáhrifa heldur vegna þess að Jörðin er að grænka vegna aukins gróðurs sem aukinn koltvísýringur veldur, grænkan dregur meir af geislum sólar í sig. Það eru sólargeislar, geimgeislar og fleiri áhrifaþættir sem ráða hitastiginu á jarðaryfirborðinu, gróðurhúsaáhrif af mannavöldum skipta litlu máli.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gulli farinn að spara
15.8.2023 | 13:53
Allt í einu er Gulli farinn að spara fyrir þjóðina með því að kasta 350.000.000 af þjóðareignum út um gluggann! (Mbl 15.8.2023) Til kaupa á losunarheimildum frá Evrópusambandslöndum.
Fjárausturinn er afleiðing af múgsefjuninni um að koltvísýrings- og haugloftsútblástur valdi loftslagsbreytingum og s.k. Kyotobókun sem máttlausir stjórnmálamenn Íslands létu Evrópusambandið fá stjórn og fjárheimtuvald yfir. Kyotobókunin er óskhyggja valdagráðugra skriffinna, hjátrúarsöfnuða og gróðabrallara sem einungis fá lönd geta uppfyllt, helst gamlar og hrörnandi iðnaðarþjóðir eins og í Evrópusambandinu.
Hvar fékk Slóvenía heimildirnar sem Gulli keypti? Voru það kannske einhverjir pjakkar sem fengu kredit út á arfa? Hver reiknaði Íslandi skuldina? Var það kannske Umhverfisstofnun með ágiskuðum reikniformúlum frá lygaverksmiðjunum? Hvernig stendur á að þessi skrípaleikur er orðinn að tröllvöxnum skuldbindingum og peningaeyðslu?
Það þarf að gera okkur almúganum sem borgar grein fyrir hvernig svindlið með okkar peninga fer fram.
https://www.frjalstland.is/2021/04/28/oraunsaear-tilskipanir-um-loftslagsmal/
https://www.frjalstland.is/2022/03/20/dyrkeyptar-rangfaerslur-um-loftslag/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)