Færsluflokkur: Evrópumál
Er Ísland í skammarkróki EES?
12.8.2019 | 13:00
Getur verið að hræðsla við Norðmenn og ESB í EES samstarfinu sé ástæðan fyrir einbeittum vilja stjórnarliða að innleiða 3OP?
Af hverju heldur Utanríkisráðherra því fram að ef við innleiðum ekki 3OP, lendum við í ESB?
Af hverju hafa þingmenn lýst áhyggjur af refsiaðgerðum ESB ef við höfnum 3OP, þrátt fyrir ákvæði um deilulausn í samningnum?
Eru orð utanríkisráðherra vegna þess að búið sé að gefa í skyn að með niðurfellingu EES samningsins fái Ísland enga samninga (Brexit style) og hann sjái þá enga aðra leið fyrir Ísland, en að ganga í ESB?
Telja íslenskir ráðamenn að þetta megi ekki koma fram fyrir þjóðina? Séu ráðalausir?
Skýrir þrýstingur þessi sérkennilegu viðbrögð og málflutning stjórnarliða um 3OP?
Munum heimsókn utanríkisráðherra Noregs í fyrra til að ræða 3OP, sérstakan fund Katrínar og Solberg í vetur um 3OP, núna heimsóknir æðstu manna Þýskalands.
Munum einnig orð fv. forseta EFTA dómstólsins um þreytu Norðmanna að halda uppi EFTA/ EES kerfinu.
Það eru engar tilviljanir í svona málum.
Viðsnúningur forystumanna og þingmanna ríkisstjórnar-flokkanna eftir sameiginlegan fund í ráðherrabústaðnum er óeðlilegur, allar efasemdarraddir þögnuðu, formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem höfðu haft uppi efasamdir og gagnrýni nokkrum mánuðum fyrir fundinn snéri við blaðinu ganga gegn flokkssamþykktum og andstöðu grasróta flokkanna. Forysta VG þegir þunnu hljóði í stórmáli sem markaðsvæðir orkugeirann og hefur í för með sér mikil umhverfisáhrif í kapphlaupi virkjunarframkvæmdum.
Kannski var eitthvað að baki því þegar í upphafi var helsti hræðsluáróðurinn um að EES samningurinn væri í hættu?
ER BETRA AÐ FÆRA ESB STJÓRN ORKUMÁLA Á ÍSLANDI OG BRJÓTA STJÓRNARSKRÁNNA, TIL AÐ HALDA Í ÓNÝTAN SAMNING?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mokað ofan í skurði
10.8.2019 | 20:07
Íslendingar í Bretavinnu á stríðsárunum grófu skurði og mokuðu svo ofan í þá. Þannig var stjórn Breta hér og þannig er stjórn Íslendinga orðin, í samræmi við stefnu ESB í "loftslagsmálum" um "endurheimt votlendis". Ávinningurinn gæti orðið að
-beitarlönd verða að mýrarflákum; offramleiðsla landbúnaðar minnkar
-húsdýrin festast í mýrunum; rollum fækkar á afréttum
-votlendið eflir skordýrin; meiri fjölbreytni dýralífs, mýbitum fjölgar
-mýrarnar hamla ferð manna og dýra; meiri líkamshreyfing bænda
-votlendið framleiðir mikið "gróðurhúsaloft" (mýraloft, metan á ísl-ensku); 20 sinnum öflugra en koltvísýringurinn úr skurðunum
-gróðurlandið sem skurðirnir ræstuðu hættir að binda koltvísýring; meiri koltvísýringur handa öðrum gróðri.
Næst á dagskrá er að huga að endurheimt byggingalands.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Efnahagshrörnun og orkukreppa ESB
3.8.2019 | 14:53
Efnahagur ESB hefur þjáðst af uppdráttarsýki í áratugi. Enginn hagvöxtur, atvinnuleysi, vonleysi. Framtíðarútlitið er ekki gott. Draumórastjórnmálamenn eru nú að láta loka kjarnorkuverum (þó þau sendi ekki frá sér lofttegundir)sem gefur vísbendingu um á hvaða vegferð ESB er og verður.
Ísland að dragast með í orkukreppu ESB
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hver er að blekkja alþingismenn?
1.8.2019 | 13:01
"Stjórnvöld ætla að samþykkja orkupakka 3 án þess að vita hvert Ísland er að fara i orkumálum og ætla án eigin orkustefnu að skuldbinda Ísland að þjóðarrétti til að lögtaka orkustefnu ESB. - Í Lissabonsáttmálanum setur ESB sér markmið um orkustefnu sem orkusambandi er ætlað að ná. (EES-ríkin hafa ekki samþykkt Lissabonsáttmálann) - Með EES samþykkti Ísland að taka þátt í orkusamvinnu en ekki aðild að Orkusambandi ESB.-" (Eyjólfur Ármannsson, Mbl. 1.8.2019)
Spurningin er hvort verið sé að reyna að blekkja alþingismenn til að skuldbinda landið með 3. orkupakkanum inn í draumórasambandið: Orkusamband ESB?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þingmenn taka að sér að lögleiða erlenda skriffinnsku
27.7.2019 | 16:24
Arnar Þór Jónsson í Morgunblaðinu í dag: -" þingmenn hyggjast taka að sér að innleiða í íslenskan rétt reglur sem erlendir skriffinnar haf samið út frá erlendum aðstæðum og erlendum hagsmunum; - löggjafarþing tekur hinar erlendu reglur ekki til efnislegrar umræðu og endurskoðunar en lætur sér nægja að leika hlutverk löggjafans."-
EES vanvirðir samhengi lýðræðis við réttarríkið
Einfaldara Ísland
24.7.2019 | 16:11
Í grein Héðins Unnsteinssonar í Morgunblaðinu í dag, Einfaldara ísland, er kjarninn þessi.
" Á hverju ári deilir ríkið rúmlega 932 milljörðum króna af almannafé út til almannaþjónustu og sveitarfélögin samtals rúmlega 310 milljörðum króna sem opinberir starfsmenn í 38.000 stöðugildum sinna."
Fjöldi Íslendinga er um 357 þús. um 190 þús. eru starfandi á vinnumarkaði, samkvæmt því er um 20% vinnuaflsins starfandi hjá ríki og sveitarfélögum.
Það er nauðsynlegt fyrir sjálfbærni Íslands að fjölga þeim og koma til starfa í fyrirtækjum sem skapa tekjur. Við höfum ekki efni á því að fjölga ríkisstarfsmönnum.
ESB skriffinnska/eftirlit hjá hinu opinbera kostar fyrirtækin í landinu um 160 milljarða á ári. Það kemur fram í vöruverði.
EES samningurinn og stjórnkerfið er orðið baggi á samfélaginu.
Evrópumál | Breytt 25.7.2019 kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ÞANNIG MISSUM VIÐ ORKULINDIR LANDSINS Í HENDUR FJÁRFESTA OG STJÓRN KERFISINS TIL ORKUSTOFNUNNAR ESB
15.7.2019 | 12:47
ÚTBOÐ Á NÝJUM VIRKJUNARMÖGULEIKUM.
Í 8 gr. Tilskipunar 72/2009(3OP)er kveðið skýrt á um að ný framleiðslugeta eða flutningsgeta rafmagns fari fram með opnu gagnsæu útboði, án allrar mismunar. Samkvæmt því verða öll ný virkjunarleyfi og flutningslínur og þá um leið vatns-og landréttindi, að vera boðin út á EES svæðinu.
Þetta þýðir að frumkvæði á nýjum virkjunarkostum verða hjá yfirvöldum, enda segir í 1. lið. 8 gr. Aðildarríkin skulu tryggja að sá möguleiki sé fyrir hendi, vegna afhendingaröryggis, að kveða á um nýja framleiðslugetu..
Slíkar virkjanir yrðu þá í eigu þeirra sem bjóða best í virkjunarleyfi og auðlind. Hugsanlega má rekja mikinn ákafa í virkjunarleyfi í dag til þessa ákvæðis og tal orkufyrirtækja um yfirvofandi orkuskort, til að ýta á stærri fallvatnsvirkjanir.
Þessi þróun mun leiða til þess að eigendur nýrra virkjanna í samkeppni við þær sem fyrir eru, munu krefjast þess að:
-Fyrirtæki sem notið hafa gjaldlausan aðgang að náttúruauðlindum greiði aukagjald vegna fjárhagslegra yfirburða til að jafna samkeppnisstöðu.
-Að markaðsráðandi fyrirtækjum verði skipt upp til að jafna samkeppnisstöðu á markaðnum.
ÞANNIG MISSUM VIÐ ORKULINDIR LANDSINS Í HENDUR FJÁRFESTA OG STJÓRN KERFISINS TIL ORKUSTOFNUNNAR ESB.
Furðuskrif Björns Bjarnasonar
12.7.2019 | 11:41
Björn Bjarnason formaður nefndar um endurskoðun EES samningsins og fær til þess tugi milljóna króna, er fúll ef einhver gagnrýnir EES samninginn, vill ritskoðun á Moggann og sakar ritstjórn blaðsins um að breyta fyrirsögnum greina og leyfa slíka gagnrýni.
Formanninum er ekki sjálfrátt í þessu hlutverki sínu.
-Hann hefur m.a lagt fram tillögu um að setja ákvæði inn í Stjórnarskránna sem greiðir einungis ESB tilskipunum leið í íslensk lög, það hefði verið heiðarlega að gera tillögu um inngöngu í ESB en að fara þá bakaleið.
-Á fundum með þessari endurskoðunarnefnd hafa gagnrýnendur á EES samninginn þurft að sitja undir háðsglósum hans og skömmum. Meðal annars kom hann (með fríðu föruneyti) á fund NEI TIL EU í Noregi, þar sakaði hann þau um að vera með afskipta af innanríkismálum Íslands.
-Hann fer með rangt mál æ ofan í æ þegar hann fullyrðir að Frjálst land sé einhverskonar útibú NEI til EU á Íslandi og sé málspípa þeirra. Það væri eins og að segja að Björn væri málpípa ESB á Íslandi af því að hann væri að verja innleiðingu tilskipanna Sambandsins.
-Hann skammast yfir því að neikvæð áhrif EES samningsins á viðskiptalíf þessa smáa samfélags okkar, sem þarf að bera allt báknið og speglast í vöruverði, séu upplýst. Viðskiptaráð Íslands hefur margoft kvartað yfir reglugerðarfarganinu, í þessari skýrslu; Skýrsla Viðskiptaráðs 2015 þarf ekki mikla greind til að átta sig á að samanburðurinn er við Evrópulönd Þar er beinn og óbeinn kostnaður fyrirtækja í landinu metin á 163 milljarða á ári.
Núna í síðasta mánuði birti Viðskiptaráð einnig skýrslu um sama efni, um enn íþyngjandi og vaxandi reglugerðarskóginn https://frjalstland.blog.is/admin/blog/?entry_id=2236726, þar segir m.a.:
"Óþarflega íþyngjandi innleiðing EES-reglna"
"Of íþyngjandi reglur leiða til mikils kostnaðar á fyrirtæki sem til að mynda hamlar samkeppni og skapar aðgangshindranir á markaði."
Ekkert annað en 25 ára innleiðing tilskipanna ESB er ástæða þessa og Björn Bjarnason vill breiða yfir það með ómerkilegum upphrópunum. Með þessum fölsku fullyrðingum dæmir Björn Bjarnason sig ómarktækan og niðurstaða endurskoðunarskýrslunnar hans um EES samninginn væntanlega líka.
Evrópumál | Breytt 13.7.2019 kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Villtu veðja?
14.6.2019 | 13:43
Verður ESB búið að koma klónum í orkulindir og landbúnað landsins á 75 ára afmælinu 17.júní? (það yrði ekki í fyrsta skiptið sem ESB kemst í að eyðileggja atvinnugreinar). Alþingi gæti samþykkt 3. orkupakkann og innflutning á hráu ESB-kjöti ef hægt verður að keyra yfir skynsemisraddirnar.
Villtu veðja um hvort við missum auðlindirnar fyrir 75 ára afmælið?
Alþingi vinnur nú fyrir Brussel
11.6.2019 | 11:32
-Nú á að stimpla leyfi til að flytja inn hrátt kjöt frá ESB þrátt fyrir að læknar landsins hafi stranglega varað við sýklaburðinum.
-Nú á að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitð, Seðlabankinn lýtur íslenskum lögum en Fjármálaeftirlitið lýtur ESB-lögum og á ekki heima hjá mikilvægri íslenskri stofnun meðan ESB stjónar því.
-Það á að stimpla 3. orkupakkann svo ESB geti farið að stjórna orkukerfinu og nýta orkulindir landsins fyrir sín fyrirtæki og fjárfesta.
-það á að stofna Þjófasjóð (eða var það Þjóðarsjóður?) sem á að totta almannafé úr orkuverunum (þau eru enn að mestu í almannaeigu) svo orkan verði dýrari fyrir heimili og fyrirtæki og auðveldara verði að afsaka einkavæðingu ESB á orkuverum landsins (sjóðinn hefði Alþingi líklega notað í Icesave ef hann hefði verið til þá).
Ætli Alþingi hafi tíma til að gera eitthvað mikilvægt fyrir Ísland?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)