Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nýting auðlinda fær stuðning

sigmundur1123151.jpgEinn stjórnmálaflokkur í viðbót hefur nú lýst yfir andstöðu við yfirtöku ESB á stjórnvaldi í orkumálum og við  innflutning sýklakjöts frá ESB.

 

"-Miðflokkurinn mun leggjast gegn samþykkt þriðja orkupakka ESB - Flokkurinn samþykkir hvorki afsal á fullveldi Íslendinga yfir orkuauðlindinni né fyrirsjáanlega hækkun raforkuverðs hér á landi - Miðflokkurinn vill treysta forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sínum og því mun hann beita sér gegn samþykkt orkupakkans í þinginu-" segir í stjórnmálaályktun flokksins.

Í síðustu viku samþykkti ríkisstjórnin að leggja 3. orkutilskipanapakkann fram til samþykktar Alþingis með sýndarfyrirvörum, í trássi við samþykktir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkanna. Það virðast meiri líkur til þess að þingmenn Miðflokksins fari eftir samþykktum sinna flokksmanna en að ráðherrarnir geri það.

Miðflokkurinn vill nýta gróður landsins:

"-Miðflokkurinn vill hverfa frá áformum um að leyfa innflutning á ófrosnu kjöti og eggjum frá EES-löndum. Miðflokkurinn lítur á matvælaframleiðslu íslensks landbúnaðar sem mikilvæga famtíðaratvinnugrein sem ber að tryggja vænlegt rekstrarumhverfi - Þá þurfi einnig að endurskoða tollasamninga sem þegar eru í gildi til þess að tryggja betur stöðu innlendrar framleiðslu - sem keppir oft við niðurgreidda vöru sem er framleidd við óviðunandi skilyrði-" segir í ályktuninni.

(úr mbl.is 30.3.2019, stjórnmálaályktun Miðflokksins)


ESB-væðing i laumi

faefibandroller-conveyor-boxes-regular-system-transporting-cardboard-isolated-white-studio-background-61878747.jpgÞað er ekki bara Alþingi sem stimplar EES-tilskipanir, flóðið er mikið, stundum um fjöguhundruð tilskipanir á ári. Stærsti bunkinn kemur til ráðuneytanna eins og á færibandi og fær ekkert lýðræðislegt samþykki heldur fer beint í reglugerðasafnið

Tilskipanirnar þjóna hagsmunum ESB þó þær séu með fögrum formerkjum um "gæðakröfur", "samræmingu", "umhverfisvernd", "loftslagsmál", "neytendavernd", "samkeppni", "visthönnun". Heimsvaldabrölt ESB skín í gegn, það koma tilskipanir um þvingunaraðgerðir gegn löndum sem ekki eru ESB þóknanleg, fátækum eða stríðshrjáðum löndum eins og Hvítarússlandi eða Zimbabve.

Tilskipanavald ESB er orðið sjálfvirkt, lýðræðislegt vald og stofnanir Íslands hafa ekkert um þær að segja. Ísland er að ESB-væðast í laumi.

Sjálfvirk ESB-væðing Íslands


Íbúðalánasjóði slátrað

modern-residential-building-business-skyscraper-architecture-made-monotonous-style-glass-steel-cold-blue-91459405.jpgEins og menn muna olli bankaregluverk EES útrás, ofbólgu og hruni bankanna. Íbúðalánasjóður lifði Hrunið af. En EES-vanskapnaðurinn er búinn að taka hann líka. Dómstóll EES (s.k. efta-dómstóll) fyrirskipaði það. Íbúðalánasjóður gerði ungu fólki lengi fært að eiga sitt íbúðarhúsnæði. Hann var í eigu almennings og því hægt að stilla vöxtum af íbúðalánum í hóf. Nú orðið þarf unga fólkið að leita til banka sem þurfa hærri vexti til að geta borgað hluthöfum arð. Það verður eins og hjá unga fólkinu í ESB, færri geta eignast húsnæði en þurfa að leigja íbúð fyrir oft háa leigu. Og verða aldrei almennilega sjálfstæðir eins og Íslendingar hafa verið.

(Frétt í Morgunblaðinu 28.3.2019)


Að plata íslenska sveitamanninn

serious-senior-office-manager-giving-orders-now-go-work-ambitious-tireless-overweight-worker-sitting-desk-managing-_1340788.jpgUtanríkisráðherrann okkar fékk blaðsíðu af blekkingum, loforðum og sjálfshóli hjá skriffinni í framkvæmdastjórn ESB:

"-Ísland - hefur með góðum árangri tekið upp ESB regluverk um orku - í meir en áratug. Þessar reglur hafa - hjálpað orkumörkuðum á Íslandi að verða afkastameiri-"

Það rétta er að íslenska orkukerfið var með því hagkvæmasta og afkastamesta fyrir daga EES en er orðið þyngra og dýrara í rekstri eftir að EES skall á. Tilskipanapakkar 1 og 2 tvístruðu fyrirtækjunum og settu í gang dýra gervisamkeppni, hagræði glataðist og orkuverð hækkaði.

"-ESA (eftirlitsstofnun EES) mun taka ákvarðanir um millilandatengingar til Íslands í framtíðinni, ekki ACER-"

Hér er blekkingin afhjúpuð, líklega óvart: Þetta þýðir á mannamáli að ESB mun sjálft taka ákvarðanir um millilandatengingar og láta ESA senda tilskipanirnar til Íslands. ESA þarf eðlilega aðstoð orkustofnunar ESB, ACER, enda ekki með hæfni og getu til að taka ákvarðanir um orkukerfi. Þetta er þverbrot á tveggjastoða kerfinu en samkvæmt því eiga tilskipanir ESB að samþykkjast og sendast til Íslands af Sameiginlegu EES-nefndinni, ekki ESA.

ESB hefur spillt orkumálum Íslands í 25 ár. EES átti ekki að ná til orkukerfisins eða nýtingar orku. Það var svikið. Utanríkisráðherra vill nú koma orkukerfinu alfarið undan stjórn landsmanna.

Framkvæmdastjórn ESB segir okkur fyrir verkum í orkumálum


Norðmenn að gefast upp á tilskipanaflóðinu

lofthus-fjord-norway-2-1_4050a7a3-def7-4791-a010-f250f3074faa.jpg

 Kannski von, þeir eru búnir að fá 12000 ESB-lög með EES-tilskipunum frá Brussel. Skoðanakannanir sýna að 70% af þeim sem taka afstöðu vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um EES. Vissir stjórnmálaflokkar og verkalýðsfélög hafa þegar lýst stuðningi við úrsögn. Mikil mótmæli hafa verið við 3. orkupakka ESB og dómsmál í gangi.

Í fyrirlestri rannsóknastjóra norsku samtakanna Nei til EU 21. mars kom fram að hin margtuggða afsökun um að EES sé forsenda fyrir aðgangi að innri markaði ESB er gróf rangfærsla.

Samtökin Nei til EU stefna að því að Noregur verði kominn úr EES 2025 og geri nútíma samning við sambandið án lýðræðishalla EES.

Vaxandi andstaða við EES í Noregi

 


Alþingi afhendi erfðasilfrið

burfellsvirkjun_1340733.jpgRíkisstjórnin ætlar að láta Alþingi samþykkja 3. tilskipanahaug ESB um orkukerfi landsins (Mbl 22.3.2019). Það þýddi að ESB fengi umfangsmikið stjórnvald yfir íslenska orkukerfinu og eigin stjórnvaldsstofnun sem yrði staðsett hér og kostuð af Íslendingum en Íslendingar hefðu engin völd yfir en lyti stjórn og valdakerfi ESB alfarið. Og þar með framtíðar lögum og reglum ESB.

Þetta þýddi áframhaldandi eyðileggingu orkugeirans með flóknu og óhentugu regluverki ESB, sundurlimun og sýndarsamkeppni sem veldur óhagkvæmara orkukerfi og áframhaldandi hækkun orkuverðs eins og eftir pakka 1 og 2.

Á grundvelli einhvers konar lögfræðilegra hártogana heldur ríkisstjórnin að hún geti sett fyrirvara um sæstreng. Sá fyrirvari er ógildur, samþykki 3. orkupakkans er samþykki fyrir stjórnvaldi og stjórnkerfi ESB sem færir ákvarðanir um orkumál sjálfvirkt undir ESB og aðila þeim þóknanlegum.

Það verða aðrir en íslensk stjórnvöld sem taka ákvarðanir um sæstreng og aðrar skemmdir á orkuauðlindinni eftir að 3. orkupakkin gengur í gildi.

Ráðherrarnir misskilja innihald 3. orkupakkanns


Er Noregur að snúa baki við EES?

Fyrirlestur í sal 105 á Háskólatorgi fimmtudaginn 21. mars klukkan 17:30

Er Noregur að snúa baki við EES?

Miklar umræður í Noregi um ACER, fullveldi og valkosti við EES. ALLIR VELKOMNIR! Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

Morten Harper, rannsóknastjóri norsku samtakanna Nei við ESB (Nei til EU), flytur fyrirlestur í sal 105 á Háskólatorgi 21. mars kl 17:30 um breytta afstöðu í Noregi til EES-samningsins. Á síðustu misserum hefur umræðan um EES í Noregi tekið nýja stefnu, bæði hjá almenningi, stjórnmálaflokkum, verkalýðsfélögum, samtökum og sérfræðingum í málefnum sem EES snertir. Morten hefur fylgst með framkvæmd EES um árabil og skrifað greinar og skýrslur um ýmiss mál og rannsakað áhrifin af tilskipunum og öðrum valdsboðum EES í Noregi. Í fyrirlestrinum fjallar Morten um þróunina í umræðunni og í framkvæmd EES-samningsins. Og um mikil hagsmunamál, til dæmis 3. orkutilskipanapakka ESB. Hann segir frá hvernig umræðan um fullveldið og EES hefur þróast í Noregi. Hann fjallar um valkosti Noregs og þar með Íslands við EES en breytingin sem verður með Brexit er síst minni fyrir Noreg en Ísland. Nei til EU hefur tvisvar afstýrt inngöngu Noregs í ESB Heimssýn, Frjálst land, Herjan, Ísafold.


3 orkupakkinn er ekki "markaðspakki"

Í maí 2017 ákvað sameiginlega EES nefndinni (með atkvæði ísl. stjórnvalda), breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn og að taka upp nýjar tilskipanir á orkusviði.

Verulegar breytingar eru gerðar á orkuviðaukanum í EES samningnum. Þar er ESA, falið eftirlitshlutverkið fyrir ACER og getur kært íslenska lögaðila fyrir brot á þessum reglum og allur ágreiningur fellur undir EFTA/ESB dómstólinn í stað íslenskra dómstóla.(Þetta er að mati helstu lögspekinga landsins stjórnarskrárbrot) 

vett suverenitet forside norskloeve breddetilpasset

Þessar tilskipanir snúa einungis að tengingu raforkukerfa í Evrópu og þessar reglur eru enginn markaðspakki eins og iðnaðarráðherra heldur fram, heldur er um reglur og stjórn innri orkukerfa Evrópu. Ráðherrann blekkir almenning vísvitandi.

Hér að neðan eru þær tilskipanir á íslensku, sem tilheyra þessum "3ja orkupakka ESB":

"Reglugerðar um "Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði", (ACER), snýr að því að samhæfa orkukerfin í Evrópu,-yfir landamæri-. 

Reglugerð um tengingu raforkukerfa 714/2009, er um kerfisreglur og tengingu raforkukerfa yfir landamæri- 

Tilskipun um sameiginlegar reglur er um rekstur og eignarhald, og uppskiptingu ráðandi aðila.- Þess vegna er ríkisstjórnin að kaupa Landsnet, því ekki er heimilt að framleiðendur eigi í dreifikerfinu samkvæmt þessari tilskipun.

-Líklega mun Alþingi, þegjandi og hljóðalaust, afhenda erlendum embættismönnum stjórnvald yfir íslenskum orkuauðlindum og brjóta þannig stjórnarskránna. Það er ljóst af þróun EES samningsins að almenningur þarf að geta kært Alþingi og stjórnvöld fyrir stjórnarskrárbrot og samkvæmt stjórnarskránni ætti kæran að vera send Forseta Íslands.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kaup ríkisins á Landsneti, - forsenda 3 orkupakkans

Kannski hafa ekki allir áttað sig á því hvers vegna utanríkisráðherra er að fresta 3 orkupakkanum,- þ.e. að fresta að leggja fram þingsályktunartillögu um að aflétta fyrirvara Alþingis um 3 orkupakkann sem búið er að samþykkja í EES nefndinni af hálfu stjórnvalda. Í framhaldi af því leggur iðnaðarráðherra fram frumvarp um 3 orkupakkann.

Við skulum ekki ímynda okkur að stjórnvöld séu að hætta við að geðjast ESB í þessum óþarfa.

Ástæðan fyrir frestunni eru ákvæði um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku (sjá meðf. skjal), þær reglur gera ráð fyrir algjörum eignaraðskilnaði framleiðslu og dreifingu raforku,því hefur iðnaðarráðherra boðað að ríkið kaupi eignahluta raforkufyrirtækjanna til að uppfylla þessi skilyrði 3 orkupakkans.

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/02/28/hefja_vidraedur_um_kaup_a_landsneti/?fbclid=IwAR3K7kLLGC2RTt8bqz9sM5z8-I5bUHXLfeO414piPdzuBQ180qwSabs92RQ

Allt tal utanríkisráðherra um að verið sé að skoða málið er aðeins til að slá ryki í augu andstæðinga málsins. 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Við þurfum leyfi ESB til að halda Póstinum gangandi

posturinn_bilstjori.jpgOkkar gamli Póstur var eðli sínu samkvæmt einokunarfyrirtæki í eigu almennings þar til einkavæðingarkreddan tók hann, þó eiginlega bara að nafninu til svo einhverjir gætu fengið hærri laun. Ein afleiðingin er vafstur og vandi út af rekstrinum, einkarétti og samkepnisrekstri Íslandspósts ohf. Og nú vantar fé til að halda ÍSP ohf gangandi, þjóðin þarf póstþjónustu. En ríkisaðstoð er bönnuð í EES/ESB nema erindrekar ESB (eftirlitsstofnun EES, ESA) leyfi það, þeim hefur þegar verið gert viðvart (Fréttablaðið 14.3.2019).

"-Hafi ríkisaðstoð - verið tilkynnt ESA geta íslensk stjórnvöld ekki úrskurðað um það hvort aðstoðin sé í samræmi við leyfilegan opinberan fjárhagsstuðning fyrr en ESA hefur tilkynnt um sitt álit á málinu-" (úr samkeppnislögum ESB og Íslands)

Kannske er bara best að selja Íslandspóst til þeirra sem peninga eiga (til dæmis Deutsche Post eða einhverra slíkra).


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband