Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Helsi EES
12.3.2019 | 13:59
Annað slagið koma greinar um ágæti EES, til dæmis í Morgunblaðinu í dag, þær eru yfirleitt endurtekning á gömlu rangfærslunum og blekkingunum. Dæmi dagsins:
"-fékk Ísland aðgang að innri markaðnum-" Íslenskar vörur fengu tollfrelsi 21 árum fyrir EES-samninginn.
"-frjálst flæði fólks, vöru, þjónustu og fjármagns-" Hefur valdið miklum vandamálum. Frjálsa vöruflæðið er ekki frá alþjóðamarkaði, aðeins frá ESB.
"-ábati tollfríðinda 30 milljarðar-" Úr lausu lofti gripið, kostnaður af EES nemur hundruðum milljarða.
"-samningurinn færði okkur úr gjaldeyrishöftum-" Afnám gjaldeyrishafta var ein helsta ástæða Hrunsins, setja þurfti gjaldeyrishöftin á aftur með neyðarlögum!
"-lífsgæði okkar byggjast á frjálsum viðskiptum við önnur lönd-" það er rétt en með helsi EES erum við hlekkjuð innan viðskiptamúra ESB þar sem eru aðeins um 17% af heimsviðskiptunum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bankakerfið hrundi, landbúnaðurinn næstur og...
10.3.2019 | 12:56
Íslensku bankarnir leiddust í útrás, ofbólgu, brask og hrun með regluverki ESB. Landbúnaðurinn er næstur. Lýðheilsan fer með.
Og nú er á dagskrá að orkugeirinn fari líka undir regluverk ESB að fullu. Í framhaldi af því mun iðnaðurinn hrynja.
Það er orðið tímabært að segja EES-tilskipanavaldinu upp áður en fleiri atvinnugreinar hrynja og taka íslensku velsældina með sér.
Skrípaleikur um EES
8.3.2019 | 14:06
Formaður starfshóps utanríkisráðherra um EES, Björn Bjarnason, skrifar enn eina lofgreinina um EES í Morgunblaðið í dag og veifar gömlu rangfærslunum.
Starfshópur utanríkisráðherra um skoðun á EES hefur dæmt sig úr leik. Það verða að vera hlutlausir aðilar ef á að gera úttekt
Úttektin á EES orðin skrípaleikur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fáir treysta Alþingi
7.3.2019 | 14:34
Allt fyrir ekkert
5.3.2019 | 13:04
"-Íslandi má fórna fyrir EES-samninginn, landbúnaður og orkuauðlindir landsmanna er selt í hendur erlendra aðila og stjórnarskrárvörðu löggjafar- og dómsvaldi lýðveldisins fargað.
Utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar breytir íslenskum embættismönnum í eftirlitsmenn með fljótvirkri innleiðingu á lögum ESB í íslenska stjórnsýslu. Hlutverk ríkisstjórnarinnar verður þvert á niðurstöðu lýðræðislegra kosninga að tryggja hagsmuni og völd Evrópusambandsins á Íslandi. EES-samningurinn er í höndum ríkisstjórnarinnar eins og djásn Smjagalls- "Allt fyrir ekket" -hringurinn-".
Allt fyrir ekkert samningurinn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Orkupakka 3 frestað
3.3.2019 | 17:50
Ríkisstjórnin frestar enn að láta Alþingi samþykkja nýjasta EES-tilskipanahauginn um orkukerfið (orkupakka 3) sem er um yfirtöku ESB á stjórnvaldi yfir orkukerfinu (Mbl 2.3.2019). Mikil andstaða er meðal bestu manna við tilskipununum enda von, það er ekki fýsilegt að láta ESB stjórna orkumálum hér meðan sambandið getur ekki stjórnað sínum eigin orkumálum og eldar mótmæla gegn háu orkuverði loga á götum úti.
Mögulega verður pakkanum komið í gegnum Alþingi í skjóli nætur í sumar þegar þingmenn eru orðnir þreyttir og langar heim. Það tókst í fyrra með eitt þvælulegasta þvolgrið frá ESB, s.k."persónuverndarlög".
Orkustefnan er orðin hættuleg
1.3.2019 | 12:56
Á ársfundi Landsvirkjunar kom fram hversu hættuleg orkustefnan er orðin. Ástæðan fyrir rokgróða Landsvirkjunar er óheyrilegt okur á orkunni til notenda, afsakað með þeim misskilningi að orkuverð hafi hækkað svo mikið á alþjóðavísu. "Alþjóða" þýðir hjá stjórnendum Landsvirkjunar ESB, heimur þeirra nær ekki lengra. Orkuverð er ekki að hækka að ráði almennt í heiminum, samkeppnislönd Íslands eru með lægra orkuverð en Landsvirkjun. Í ESB er orkan allt of dýr og atvinnuuppbygging löngu strönduð og orkuóeirðir á götum úti.
Greinilega er meiningin að flæma hesltu iðnfyrirtækin úr landi eða amk. stöðva uppbyggingu þeirra með háu orkuverði til þess að næg orka verði til fyrir sæstreng til ESB. Fyrirtæki flæmd úr landi
Iðnaðarráðherra heldur að EES-orkutilskipanapakki 1 og 2 hafi verið til bóta og að sá 3 verði það líka. Pakkar 1 og 2 gerðu orkugeirann óhagkvæmari, kluvu Landsnet út úr Landsvikjun og RARIK og gerðu að sérstökum fyrirtækjum (en í eigu Landsvirkjunar og RARIK!). Og nú á ríkið að kaupa Landsnet frá sínum eigin fyrirtækjum! Dæmigert ESB-fálm, Landsnet átti með réttu að vera hluti af Landsvirkjun, og viss hluti hjá RARIK, ef hagkvæmni hefði verið gætt.
Besti arður sem Landsvirkjun getur greitt þjóð sinni er að halda orkuverði til heimila og fyrirtækja í landinu eins lágu og hægt er. Lágt orkuverð er grundvöllur lífsgæða. Landsvirkjun á eftir að byggja virkjanir fyrir hundruðir milljarða, mannfjöldinn vex og aftur þarf að hefja iðnaðaruppbyggingu, hæstu almennu laun sem hægt er að borga á Íslandi eru hjá orkuiðnaði. Landsvirkjun þarf að borga nokkur hundruð milljarða skuldir. Landsvirkjun þarf að þróa og byggja upp djúphitanýtinguna sem kostar margfaldan gróða Landsvirkjunar en er framtíðar orka landsins.
Að taka fé Landsvirkjunar í gæluverkefnasjóð með óljós markmið er bruðl og misnotkun fyrirtækis í almannaþágu. Fé Landsvirkjunar á að fara í að efla hagsæld með því að lækka orkuverð og stuðla að nýjum iðnaði og uppbyggingu. Og að greiða upp skuldir sem þjóðin er í ábyrgð fyrir. ("Landsvirkjun greiði 3-4 milljarða í arð", mbl.is 28.2.2019)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Stjórnartíðindi ESB - (fjór)helsi íslenska samfélagsins.
27.2.2019 | 16:02
Vefsíðuhluti EFTA heitir: EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins og geymir allar íslenskar þýðingar á gerðarflóðinu frá ESB.
Það sem af er árinu er búið að þýða um 2oo gerðir (nokkur þúsund blaðsíður) sem kallast á stofnannamáli EES; Tilskipanir, Reglugerðir, Tilkynningar, Ákvarðanir og eitthvað meira. Allt þetta flóð rennur athugasemdarlaust gegnum Alþingi, í ráðuneytin og svo til stofnanna ríkisins. Afleiðingin er enn aukin kostnaður fyrir atvinnulífið og almenning, sem var metinn 150 milljarðar á ári 2014- og ríkisútgjöld halda áfram að vaxa eins og púkinn á fjósbitanum vegna þessa.
Í þessu gerða flóði er megnið hlutir sem okkur kemur lítið við, en allt sagt falla undir fjór-Helsið. Okkar litla samfélag er gert skylt að taka þetta flóð á sig eins og milljónaþjóðir. Hvenær á að bregðst við þessum ósköpum?
Bændur þora
27.2.2019 | 12:42
Félagasamtök bænda hafa nú sent ríkisstjórninni áskorun og hvatt hana til þess að endurskoða EES-samninginn. Bændur sýna með þessu meira þor en aðrir atvinnuhópar: Þeir eru fyrstir til að kveða upp úr með EES.(Morgunblaðið 27.2.2019)
Endurskoðunin þarf að ganga hratt, flóð af sýklakjöti og lyfjaþolnum sýklum er að hefjast.
Fyrirskipa innflutning á hráum dýraafurðum
Einkavæðing banka, önnur tilraun?
26.2.2019 | 12:55
Íslenska bankakerfið var einkavætt í kjölfar EES-samningsins og draumórafrjálshyggju 9. og 10. áratugarins. Regluverk EES blés bankakerfið út og landið fylltist af útlendu lánsfé. Svo hrundi bankakerfið. Nú er verið að leggja drög að annarri tilraun til einkavæðingar, sömu kreddur og í fyrri tilraun gegn rekstri ríkis, bæja og almannafélaga. Það sem er mest ógnvekjandi er að ESB hefur gegnum EES enn umfangsmeira stjórnvald nú yfir fjármálafyrirtækjunum og Fjármálaeftirlitinu en fyrir hrun (Fjármálaeftirlitið var nærri búið að koma Sparisjóði Suður-Þingeyinga í strand með ónothæfum EES-reglum).
Einn af þeim fáu úr fjármálakerfinu sem fóru uppistandandi í gegnum blekkingavef EES og einkavæðingar var Ari Teitsson, stjórnaformaður Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Ari er undrandi á 2 nefndum sem gefa stefnu í andstæðar áttir, önnur vill að félagslegt húsnæði sé í höndum arðleysisfélaga, hin vill einkavæða bankakerfið á ný. Ari spyr hvort bankaþjónusta sé ekki á færi almennra þjóðfélagsþegna og félaga þeirra? Eins og sparisjóðurinn.(Fréttablðaið 26.2.2019)
Við ættum kannske að fara norður til Ara áður en bankakerfið verður braskvætt aftur. Sparisjóður Suður-Þingeyinga stendur enn keikur. Við þurfum að minnsta kosti að bíða með einkavæðingar þar til EES-hefur verið sagt upp svo hægt sé að setja nothæft regluverk um bankastarfsemina og taka hana undir íslenska a stjórn.
Fjármálageirinn undir stjórnvald ESB
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)