Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Landakaup útlendinga má ekki banna
23.5.2020 | 11:38
Eigur þjóðarinnar fara ein af annarri í súginn, undir huldufjárfesta og útlendinga sem leggja undir sig land með virkjana-, vatns- og veiðiréttindum.
Okkar stjórnvöld geta ekki stjórnað landinu lengur. Þau segjast ætla að setja lög gegn kaupum útlendinga á landi.
Það er sýndarmennska og hluti af lygavefnum um EES. Allar lagasetningar um landakaup eiga jafnt við um Íslendinga sem EES-aðila meðan EES-samningurinn er enn í gildi.
https://www.frettabladid.is/frettir/telur-frumvarp-um-jardakaup-i-andstodu-vid-ees-samning/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ausið úr sjóðum almennings
20.5.2020 | 21:06
Stjórnmálamenn okkar treysta sér ekki til að stjórna landinu sjálfir heldur sitja fastir í viðjum framandi regluverks sem EES hefur leitt yfir landið.
Stjórnvöld okkar þykjast geta bjargað afleiðingum Kínaveiru-19 með fjáraustri úr sjóðum almennings. Aðrar skilvirkari stjórnvaldsaðgerðir þora menn ekki að fara í af því að þær samrýmast ekki reglufargani ESB/EES.
Viðjar erlends valds í plágunni
Dýrkeypt að hunsa WHO!
19.5.2020 | 12:22
segir aðalritari Sameinuðu þjóðanna á þingi stjórnar WHO sem fer nú fram í fjarfundatækjum.
Dýrkeypt_ad_hunsa_leidbeiningar
Fulltrúi Kína, þar sem covidfaraldurinn kom upp og sem hylmdi yfir meðan WHO var í kaffi, er þegar búinn að flytja ræðu á þinginu.
Fulltrúi Taivan flytur enga ræðu. Kínastjórn bolaði Taivan úr félagsskapnum. En það var Taivan sem fyrst þjóða varaði við Covid-19 og náði fyrst tökum á faraldrinum. Ef einhver ætti að flytja ræðu um Covid-19 á stjórnþingi WHO er það Taivan.
Það er orðið dýrkeypt að treysta WHO. Það þarf að sótthreinsa stofnunina, frelsa hana frá Sameinuðu þjóðabákninu og endurræsa með óspilltu fólki og færustu vísindamönnum fyrir næstu Kínaplágu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er ESB sem gerir viðskiptasamning Íslands við Breta
16.5.2020 | 23:58
Viðskiptaráðherra okkar ætlar að gera "yfirgripsmikinn fríverslunarsamning" við Breta (Mbl 16.5.2020). Gott og vel, viðleitnin er góð og árangurinn verður einhver. En Ísland verður áfram innan viðskiptamúra ESB/EES sem þýðir að viðskipti Íslands við Breta munu áfram lúta viðskiptahindrunum ESB. Í samningaviðræðum Breta við ESB sem eru í gangi krefst ESB þess að aðstaða ESB-fyrirtækja verði jöfn aðstöðu breska fyrirtækja ("level playing field" á barnaskólaensku ESB). Það þýðir að ESB vill að bresk fyrirtæki undirverpi sig regluverki ESB sem er útilokað að Bretar samþykki.
Það verður ekki núverandi utanríkisráðherra okkar sem gerir yfirgripsmikinn viðskiptasamning við Breta fyrir okkar hönd, það verður ESB. Við bara hlýðum og höldum áfram að kaupa dýrt dót með CE merki og öðrum gagnslausum stimplum meðan EES er enn í gildi en Bretar komnir í frjáls viðskipti við allan heiminn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.5.2020 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ömmur heimsins hirta Ungverja
12.5.2020 | 11:24
Hinar góðu ömmur heimsins, Norðurlönd, telja sig þess umkomin að hirta Ungverja fyrir að auka völd forsætisráðherrans. Norðurlönd hafa, allt frá dögum Olof Palme til pabba Gretu Thunberg, talið sig þurfa að vanda um fyrir þeim sem ekki eru rétthugsandi.
Norðurlöndin skrifuðu bréf til að sýna þrælshollustu við ESB og sendla þeirra sem hafa horn í síðu Ungverja af því að þeir eru ekki nógu hlýðnir og rétthugsandi. Mun verðugra verkefni fyrir Góðu ömmurnar hefði verið að reyna að ala ESB upp svo það hætti að auka stöðugt völd sín. En til þess þurfa stjórnmálamenn Norðurlanda að safna bæði kjark og stjórnmálaviti.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/05/11/sakar_radherra_um_ad_dreifa_falsfrettum/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.5.2020 kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samkeppniseftirlitið afturhald
10.5.2020 | 11:39
Guðmundur í Brim, einn tilþrifamesti útgerðamaður landsins, getur ekkert gert á Íslandi, Samkeppniseftirlitið heldur honum stöðugt upp á snakki.
Langaði_í_stríð_vid_samkeppniseftirlitið
Guðmundur ætti ekki að þurfa að eyða kröftum í Samkeppniseftirlitið sem er að reyna að fá hann til að hlýða erlendum lagaþvælum sem voru settar hér í trássi við landslög og stjórnarskrá. Samkeppnislögin og eftirlitið með þeim, hönnuð fyrir ESB/EES, hafa valdið miklum skaða á fyrirtækjamarkaði og staðið í vegi fyrir þróun og hagræðingu.
Samkeppnislögin standa í vegi fyrir þróun
ESB ætlar að segja veirufræðingunum okkar fyrir verkum!
6.5.2020 | 20:51
Nú ætlar ríkisstjórnin að láta Alþingi samþykkja enn eina glórulausa EES-lagasmíðina sem fyrirskipar okkar vísindamönnum að nota rannsóknatækni ESB í veirurannsóknum. Eins og kunnugt er dregst ESB meir og meir aftur úr í vísindum sem þýðir að okkar fyrstaflokks vísindamenn, sem hafa skarað framúr í Covid-19 faraldrinum, dragast niður í svaðið og verða að hætta að nota þróuðustu tækni. Heilbrigðiskerfið fær kjaftshögg og veikist.
EES-tilskipanir 2017/745 og 746
https://www.frjalstland.is/2020/05/06/ees-spillir-syklarannsoknum/
Sigurvegararnir
30.4.2020 | 18:37
Okkar heilbrigðisfólk og almannavarnir hafa nú gjörsigrað kórónuveiruna í þessu áhlaupi, það verður væntanlega lítið mál að sigra næsta áhlaup líka ef eitthvað kemur. Við áttum aldrei von á neinu öðru en að okkar fólk mundi sigra. Það létust 1/2% af þeim Íslendingm sem smituðust sem er minna en menn óttuðust. Nú finnast varla ný smit þó leitað sé í öllum krókum og kimum. Það er því kominn tími til að hefja aftur líf og starf.
Landsmenn eru að missa heilsuna úr leiðindum og áhyggjum af atvinnu og peningum. Menn þurfa að komast í vinnuna, í sund, í ræktina, í klippingu, í heimsókn, á samkomur og skemmta sér. Og heimsækja aðra eyjarskeggja, Færeyinga, Grænlendinga og Nýsjálendinga sem eru líka búnir að kveða veiruna í kútinn. Kórónuteymið okkar ar búið að kenna okkur gullnu sígildu varnirnar, handþvott og að vera ekki ofan í öðrum eða koma við þá og nota símann meira ef þú ert gamall. https://www.covid.is/flokkar/fordast-smit
Við unnum! Sjáumst í lauginni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Michael Moore afhjúpar Grænu orkuna
27.4.2020 | 14:16
Hinn þekkti kvikmyndaframleiðandi, Michael Moore, sendi frá sér nýja mynd um "grænu orkuna" sem verið er að reyna að banna en er ennþá aðgengileg.
Sjá hlekk á heimasíðunni á meðan hægt er:
Michael Moore afhjúpar Grænu orkuna
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Aumir Hafnfirðingar
27.4.2020 | 12:07
Hafnfirðingar fengu stærstu mjólkurkú landsins upp í hendurna fyrir 50 árum: ÍSAL. Þeir bönnuðu álverinu að vaxa og dafna. Nú er Landsvirkjun að setja ÍSAL á hausinn en Hafnfirðingar gera ekkert. Hafnfirðingar fengu líka aðra mjólkurkú, hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Nú dettur þeim ekkert annað í hug en selja hlutinn (Mbl 27.4.2020) og ofurselja sig bröskurum sem geta okrað á rafmagninu til Hafnfirðinga í framtíðinn.
Hitaveita Suðurnesja, sem EES-tilskipanirnar klufu i tvennt, á auðvitað að vera í eigu almennings eins og það var og halda gróðanum af auðlindunum hjá almenningi. Og útvega almenningi og fyrirtækjum Reykjanessins raforku á hagstæðu verði eins og fyrirtækið gat löngum gert meðan það var heilt og í almannaeigu.
https://www.frjalstland.is/2020/04/08/ees-er-ad-eydilegja-framleidsluidnadinn/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)