Sigurvegararnir

children-593313_960_720.jpgOkkar heilbrigðisfólk og almannavarnir hafa nú gjörsigrað kórónuveiruna í þessu áhlaupi, það verður væntanlega lítið mál að sigra næsta áhlaup líka ef eitthvað kemur. Við áttum aldrei von á neinu öðru en að okkar fólk mundi sigra. Það létust 1/2% af þeim Íslendingm sem smituðust sem er minna en menn óttuðust. Nú finnast varla ný smit þó leitað sé í öllum krókum og kimum. Það er því kominn tími til að hefja aftur líf og starf.

Landsmenn eru að missa heilsuna úr leiðindum og áhyggjum af atvinnu og peningum. Menn þurfa að komast í vinnuna, í sund, í ræktina, í klippingu, í heimsókn, á samkomur og skemmta sér. Og heimsækja aðra eyjarskeggja, Færeyinga, Grænlendinga og Nýsjálendinga sem eru líka búnir að kveða veiruna í kútinn. Kórónuteymið okkar ar búið að kenna okkur gullnu sígildu varnirnar, handþvott og að vera ekki ofan í öðrum eða koma við þá og nota símann meira ef þú ert gamall. https://www.covid.is/flokkar/fordast-smit

Við unnum! Sjáumst í lauginni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Mikið væri gott að fá svipað teymi til taks eftir sérlega viðvarandi spá um illviðri.- Þrennu sem sem skipuð væri veðurfræðingi,hjálparsveit og löggu. Alltof margir láta tilkynningar um vonsku veður, sem vind um eyrun þjóta og lenda svo alltof oft í óhöppum vegna óhlíðni. 

Helga Kristjánsdóttir, 30.4.2020 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband