Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ósjálfstæðar þjóðir semja ekki
18.7.2020 | 11:40
Bretar eru að ganga úr ESB og EES. Ísland, Noregur og Liechtenstein sitja eftir í EES og geta ekki samið um mikilvæg mál við Breta vegna kvaða EES. En okkar samningamenn bera sig samt vel:
"-því er haldið opnu að semja sérstaklega um þau mál sem háð eru EES samningnum náist ekki samningur á milli Bretlands og ESB-" https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/07/17/Samkomulag-um-mikilvaegustu-malefnin-i-vidraedum-vid-Breta/
Þau mikilvægu mál sem háð eru EES er stjórnað frá ESB, sama hvort Bretar semja við ESB eða ekki, okkar samningamenn geta ekki samið um þau meðan Ísland er ósjálfstætt.
https://www.frjalstland.is/2020/01/31/frjalsir-bretar-rydja-braut-islands/#more-1802
Þrælslundin og undirmálsfæðið
16.7.2020 | 20:27
Okkar stjórnvöld láta ESB vaða yfir okkur með niðurgreiddu undirmálsfæði, elsta og öruggasta atvinnuvegi landsins á að fórna:
"Bændasamtökin hafa óskað eftir fundi með ráðamönnum til þess að ræða um tollamálin og áhrif samninganna við ESB sem gerðir voru 2015 og kváðu á um stóraukinn innflutning á búvörum til landsins. Það er nú að rætast sem bændur vöruðu við - að tollasamningurinn hefur stórskaðleg áhrif á matvælaframleiðslu hér á landi" https://www.bbl.is/files/pdf/bbl_14.tbl.2020_web.pdf
EES-sullið á bílana
3.7.2020 | 14:26
Eldsneytið sem bensínstöðvarnar selja á bílana þarf að vera minnst 5% lífeldsneyti (vínandi og jurtaolíuefni, EES-tilskipun 2009/28)sem gefur dýrara og lélegra eldsneyti og veldur fleiri ferðum á bensínstöðina. Skattgreiðendur blæddu 7 milljörðum í ívilnanir fyrir innflutning lífeldsneytis síðustu 5 árin. Hin ennþá dýrkeyptari (og vanhugsaðri) rafbílavæðing hefur lítil áhrif haft á innflutning lífeldsneytis. (Sigríður Andersen alþingismaður, Mbl 3.7.2020).
Lífeldsneyti er framleitt úr landbúnaðarafurðum, það þarf að jafnaði meiri díselolíu á dráttarvélar og fleiri tæki við framleiðsluna en lífeldsneytið sem verður til. Dæmigerð uppskrift úr umhverfistrúarguðspjöllum ESB. https://www.frjalstland.is/2018/04/05/dyrt-og-lelegt-bensin-veldur-umhverfisalagi/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Falsfréttir um hitamet
24.6.2020 | 14:56
Nú þurfum við að safna 46 þúsund milljónum i loftslagsóra ESB en þar er hræðslan við hlýnun jarðar orðin að ímyndunarveiki. Einhverjir aðstoðarprófessorar ásamt með einni helstu hlýnunarskrifstofu ESB (Copernikus) segja að aldrei hafi mælst meiri hiti norðan heimskautsbaugs en 19.6.2020 í Verkhojansk í Síberíu (RÚV 23.6 og MBL 24.6.2020)
Staðfestur hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugs er frá 27. júní 1915 í Fort Yukon í Alaska, 38°C (National Weather Service, USA). En Verkhojansk á metið í hitasveiflu (Guinness World Record) frá 1988 þegar hitastigið fór úr 68 stiga frosti í 37 stiga hita. Það var áður en loftslagsmartraðirnar byrjuðu hjá ESB.
Loftslagsórar ESB, ætlar þú að borga?
22.6.2020 | 14:28
Stjórnvöld Íslands flæktu landið í loftslagsdraumóra ESB/EES án þess að alþjóðlegar skuldbindingar krefðust þess en Ísland er eins og kunnugt er heimsmethafi í reyklausri orku og getur séð um sín loftslagsmál sjálft. Alþingi á nú að samþykkja lög fyrir Ísland um loftslagsmál úr tilskipana- og regludræsum frá ESB (2018/410 og 841 og 842 m.a., ætlað fyrir þéttbýl iðnaðarlönd) https://www.althingi.is/altext/150/s/1229.html
Lagafrumvarpið er veruleikafirrt langloka byggð á ruslvísindum frá IPCC og ESB. Löggjafa Íslands, Alþingi, er ætlað að samþykkja barnalegar kvaðir sem kosta þjóðarbúið hundruðir milljarða án þess að áreiðanleg greining á kostnaði íslensks samfélags sé lögð fram.
https://www.frjalstland.is/2019/12/09/island-flaekt-i-loftslagsblekkingar-esb/#more-1698
Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.6.2020 kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bitvargurinn þarf fleiri mýravilpur
20.6.2020 | 11:29
Hamfarahlýnun ESB er greinileg. Sjórinn er að kólna, þorskstofninn að minnka, loðnan horfin, hafísinn nálgast, stórhríðar og kal í túnum. Klakinu hjá mýflugunum seinkar en það stendur til bóta því ESB fyrirskipar umhverfisráðherra að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði með því að moka ofan í skurði og fjölga mýravilpum. Bitvargurinn fær þá fleiri klakstaði og betri aðstöðu í sveitinni. https://www.frjalstland.is/2020/06/19/endurheimt-votlendis-illa-rokstudd/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hagsmunagæsla í Brussel
5.6.2020 | 18:02
Ríkisstjórnin getur ekki stjórnað landinu en hyggst í staðinn auka hagsmunagæslu landsins í Brussel af því að tilskipanir um orkukerfið (4. pakkinn) eru á leiðinni þaðan (Mbl 4.6.2020). Settur hefur verið á fót starfshópur sem mun eyða skattfé landsmanna í að sitja fundi með ESB-skriffinnum án árangurs eins og venjulega. 4. orkupakkinn byggir á fjöldaforheimskun um loftslag og fyrirskipar aðildarlöndum ESB/EES að 32% af orku þeirra verði "endurnýjanleg" 2030. Það þýðir að stærðar landssvæði þarf að leggja undir umhverfisspillandi og óhagkvæmar vindmyllur og sólhlöður.
Við ættum ekki að hafa áhyggjur, 70% of okkar orku er "endurnýjanleg". En ESB ætlar að fá hana senda með sæstreng, þá þarf að loka iðjuverum og hækka orkuverð hér. Svo þarf að byggja fugladrepandi og ljóta vindmylluskóga hér svo draumar ESB geti ræst. Á stefnuskrá ESB er "loftslagshlutleysi", stundum kallað kolefnishlutleysi, 2050, glórulaus skýjaborg ESB forsprakka sem verða gleymdir þegar hún hrynur.
Ísland er að dragast með í orkukreppu ESB
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Út úr Covidkreppunni
1.6.2020 | 13:26
Máttvana stjórnvöld halda að eyðsla almannafjár í að bjarga einkafyrirtækjum geti komið okkur út úr Covidkreppunni. Það er fáviska, við erum með félagslegt kerfi sem lætur almenna sjóði bjarga fólki frá örbirgð með atvinnuleysisbótum m.a., það kostar sitt en dugir meðan duglegir Íslendingar eru að finna sér vinnu.
Það eru til vitlegar aðferðir við að efla atvinnu og efnahag. Ein er að endurreisa landbúnaðinn eftir áratuga vanrækslu og undirlægju við EES-áþjánina. Það þarf aðeins einfaldar stjórnvaldsákvarðanir, engan fjáraustur úr sjóðum almennings.
Sjálfstæðar þjóðir framkvæma neyðaraðgerðir þegar þjóðarnauðsyn krefur.
Endurreisn landbúnaðarins fljótvirk efnahagsaðgerð
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blása lofti í Jörðina
29.5.2020 | 16:08
Nú hefur Orkuveitan og nokkrir háskólar fengið evrópsk verðlaun fyrir að blása lofti í Jörðina. Loftið er aðallega koltvísýringur sem vantar hér til góðurhúsaræktunar. Meiningin er að koma í veg fyrir að hlýni hjá okkur vegna "gróðurhúsaáhrifa" sem væri þó gott, það er farið að kólna. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/05/29/carbfix_vinnur_til_althjodlegra_verdlauna/
Móðir Jörð losar sjálf um 1000.000.000.000 tonn af koltvísýringi út í loftið á ári hverju, án þáttöku mannanna. CarbFix hjá Orkuveitunni gæti kannske tekið við um 10.000 tonnum (áður en Hellisheiðin fer að bólgna og freta!). Að binda loft í grjóti á Íslandi er svo háfleygt að varla næst upp í það. Það virðast engin takmörk fyrir hvað umhverfistrúarbrögð og háskólamenn í fílabeinsturnum geta komið af stað fánýtum rannsóknum. Ekki heldur hvað einhver félög í Brussel geta klappað mikið fyrir "vísindunum" um loftslagsblekkingar ESB.
https://www.frjalstland.is/loftslagsvisindi-hrjad-af-folsunum/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
EFTA-dómstóllinn í ljósi lýðræðishalla
25.5.2020 | 10:41
Hörð gagnrýni helstu lögspekinga á þróun EES samningsins. Þingmenn standa ekki undir ábyrgð sinni.
Eftir Eyvind G. Gunnarsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og Stefán Má Stefánsson prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
"Eftir fyrrgreinda dóma EFTA-dómstólsins ríkir ójafnvægi milli samningsaðila EES-samningsins, Íslandi og öðrum EFTA/EES ríkjum í óhag, sem ekki hefur verið veitt nægileg athygli. Ójafnvægið veldur m.a. því að aðildarríki ESB standa betur að vígi heldur en EFTA/EES ríkin hvað varðar viðskipti með landbúnaðarvörur og möguleikum til að halda uppi ríkum kröfum um verndun á heilsu manna og dýra.
Niðurstaða EFTA-dómstólsins í þeim málum sem að framan eru rakin er ekki sannfærandi. Því má m.a. halda fram að með því að horfa alfarið fram hjá tilvísun 18. gr. EES-samningsins til 13. gr. hafi dómstóllinn í raun breytt EES-samningnum. Þetta vekur upp spurningar um það hvort dómstóllinn hafi haldið sér innan valdmarka sinna. Síðari dómar í málum E-2/17 og E-3/17 hafa ekki bætt úr því. Í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga að EES-samningnum verður ekki breytt nema með þeim hætti sem samningurinn áskilur í þeim efnum."
https://ulfljotur.com/2018/04/10/efta-domstollinn-i-ljosi-lydraedishalla/