Ríkisstjórnin á að semja við ÍSAL
24.7.2020 | 18:02
Nú hefur komið í ljós að ríkisstjórn Íslands stingur hausnum í sandinn meðan helstu gjaldeyrisaflendur landsins ætla að pakka saman. -"Opna samningana"- eða -"samningar milli tveggja fyrirtækja"- segja máttvana ráðherrar sem eiga að hafa yfirstjórn með fyrirtækinu sem er að flæma mjólkurkýrnar úr landi. Ríkisstjórnin þorir ekki að segja fyrirtæki þjóðarinnar, Landsvirkjun, fyrir verkum heldur lætur það leika lausum hala með markaðsvæðingar tilskipanir ESB/EES. Og auk þess leyfa íslensk stjórnvöld aðra ESB/EES áþján sem samkeppnislöndin leyfa ekki, t.d. ETS brask- og svindlkerfi ESB með "losunarheimildir" og verslun með lygar, sk. upprunavottorð.
Það var ríkisstjórn Íslands sem samdi um byggingu ÍSAL 1966. Sú ríkisstjórn var ekki máttvana. Mikilvægi ÍSAL fyrir landið er meira en flestra fyrirtækja í landinu. Það er því ríkisstjórn Íslands sem verður að taka keflið aftur og leita vitlegra samninga. Og láta fyrirtæki ríkisins, Landsvirkjun, svo vita um niðurstöðuna.
https://www.frjalstland.is/2020/04/08/ees-er-ad-eydilegja-framleidsluidnadinn/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.7.2020 kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Að læðupokast með EES-áþjánina
21.7.2020 | 15:41
Ríkisstjórnin leikur þann leik að koma tilskipanadræsum frá ESB í gegnum Alþingi þegar menn eru orðnir þreyttir.
Vond ESB-mál rekin í gegnum Alþingi á lokadögum
Ósjálfstæðar þjóðir semja ekki
18.7.2020 | 11:40
Bretar eru að ganga úr ESB og EES. Ísland, Noregur og Liechtenstein sitja eftir í EES og geta ekki samið um mikilvæg mál við Breta vegna kvaða EES. En okkar samningamenn bera sig samt vel:
"-því er haldið opnu að semja sérstaklega um þau mál sem háð eru EES samningnum náist ekki samningur á milli Bretlands og ESB-" https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/07/17/Samkomulag-um-mikilvaegustu-malefnin-i-vidraedum-vid-Breta/
Þau mikilvægu mál sem háð eru EES er stjórnað frá ESB, sama hvort Bretar semja við ESB eða ekki, okkar samningamenn geta ekki samið um þau meðan Ísland er ósjálfstætt.
https://www.frjalstland.is/2020/01/31/frjalsir-bretar-rydja-braut-islands/#more-1802
Þrælslundin og undirmálsfæðið
16.7.2020 | 20:27
Okkar stjórnvöld láta ESB vaða yfir okkur með niðurgreiddu undirmálsfæði, elsta og öruggasta atvinnuvegi landsins á að fórna:
"Bændasamtökin hafa óskað eftir fundi með ráðamönnum til þess að ræða um tollamálin og áhrif samninganna við ESB sem gerðir voru 2015 og kváðu á um stóraukinn innflutning á búvörum til landsins. Það er nú að rætast sem bændur vöruðu við - að tollasamningurinn hefur stórskaðleg áhrif á matvælaframleiðslu hér á landi" https://www.bbl.is/files/pdf/bbl_14.tbl.2020_web.pdf
Fjárhagurinn í rusli
5.7.2020 | 18:28
Borgarstjórn Reykjavíkur er búin að koma fjárhag borgarinnar í rusl. Á sjötta milljarð króna fór í bragga fyrir ruslið. Safna á óseljanlegu hauglofti og moldarlíki í bragganum.
Borgarbúar verða að bera baggana af "gas- og jarðgerðarstöðinni" um ókomin ár en stjórnendur borgarinnar eru ánægðir með "stórt skref í loftslagsmálum"! Þeir vita ekki (ennþá) að áhrifn á loftslag verða minni en engin.
https://www.frjalstland.is/2020/07/04/reglur-esb-um-urgang-henta-ekki-fyrir-island/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
EES-sullið á bílana
3.7.2020 | 14:26
Eldsneytið sem bensínstöðvarnar selja á bílana þarf að vera minnst 5% lífeldsneyti (vínandi og jurtaolíuefni, EES-tilskipun 2009/28)sem gefur dýrara og lélegra eldsneyti og veldur fleiri ferðum á bensínstöðina. Skattgreiðendur blæddu 7 milljörðum í ívilnanir fyrir innflutning lífeldsneytis síðustu 5 árin. Hin ennþá dýrkeyptari (og vanhugsaðri) rafbílavæðing hefur lítil áhrif haft á innflutning lífeldsneytis. (Sigríður Andersen alþingismaður, Mbl 3.7.2020).
Lífeldsneyti er framleitt úr landbúnaðarafurðum, það þarf að jafnaði meiri díselolíu á dráttarvélar og fleiri tæki við framleiðsluna en lífeldsneytið sem verður til. Dæmigerð uppskrift úr umhverfistrúarguðspjöllum ESB. https://www.frjalstland.is/2018/04/05/dyrt-og-lelegt-bensin-veldur-umhverfisalagi/
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)