Ísland og Noregur á sama báti

"Þetta getur engan veginn gengið svona til lengdar. Við þurfum að byggja upp nýtt samstarf til framtíðar á milli ESB og EFTA sem tryggir fullveldi EFTA-ríkjanna..." Þetta segir Sigbjörn Gjelsvik, þingmaður Miðflokksins í Noregi. Hann vísar til vaxandi þrýstings ESB á að EES-ríkin gangist beint undir vald stofnana ESB.

"Við fylgjumst grannt með útgöngu Bretlands úr ESB og þeim nýju tækifærum sem sem hún mun skapa þegar kemur að því að byggja upp nýtt samstarf utan sambandsins..."

Þetta getur engan veginn gengið...

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði í viðtali við breska blaðið The Telegraph að Ísland horfðist í augu við tilraun Brussel til að hrifsa til sín völd. Vaxandi áhyggjur væru á Íslandi vegna þess að ESB virðist ekki geta sýnt afstöðu Íslands skilning.

"Íslendingar eru gramir yfir vaxandi þrýstingi frá ESB að taka upp reglur ESB um orkumál og matvæli. ESB er farið að líta á íslenskt sjálfstæði sem óþægindi..."

Íslenskt sjálfstæði til óþæginda...


Frjálst land mótmælir villandi staðhæfingum utanríkis- og atvinnuvegaráðuneyta um tilraunir ESB til að taka til sín völd yfir íslenskum orkumálum

Utnaríkisráðuneytið og avinnuvegaráðuneytið hafa látið frá sér villandi staðhæfingar um EES-valdsboðin um orkukerfið sem ESB vill að Alþingi samþykki. Samtökin Frjálst land mótmæla staðhæfingunum sem gera tilraunir ESB til að taka til sín vald yfir orkumálunum sakleysislegar.

Tilraunir ESB til að leggja undir sig orkumálin


Ekkert gagn að EES-reglum um leigubílaakstur

Á Alþingi ræða menn tilskipanir um leigubílaakstur sem eiga ekki við íslenskar aðstæður, frekar en margar aðrar tilskipanir. Sigurður Páll Jónsson, alþingismaður, spyr hvort "...þingmenn séu alltaf nógu vel upplýstir þegar þeir greiða atkvæði um þessi mál..."

-þetta eigi ekki við íslenskar aðstæður-


Tók Landsvirkjun ákvörðun um ICE-Link sæstrenginn?

Spurningar hafa vaknað um hvernig ICE-LINK sæstrengurinn varð hluti af svokallaðri tíu ára Pan-Europe áætlun ENTSO-E (European Network of Transmission System Operators for Electricity)- Raforkudreifikerfi Evrópu. Þessi tíu ára áætlun (TYNDP) var sett saman 2012.

"Regulation (EC) 714/2009 (part of the so called 3rrd legislative Package) calls for the creation of the European Network of Transmission System Operators for Electricity (ENTSO-E)".

http://www.entsoe.eu/fileadmin/user_upload/_library/SDC/TYNDP/2012/3rd_parties_projects_guidance.pdf

Í þessari skýrslu er útlistuð skilyrði um hvað þurfi til að ríki utan ESB geti komist inn í Pan-Europe áætlunina, umsóknarferlinu er lýst og því varð að vera lokið og samþykkt fyrir árslok 2011. Þar koma fram tæknileg skilyrði, þ.e. tengingarinnar og að umsóknaraðili hafi til þess leyfi réttra yfirvalda í viðkomandi ríki.    

Það er ljóst af þessu að það var að frumkvæði Íslands, þ.e. Landsvirkjunar, að sótt var um að komast inní áætlunina 2011. Tilkoma ICE-LINK sæstrengsins í Pan-Europe áætlunina er því vegna beiðni Íslands, en ekki ESB.

Var slík ákvörðun með heimild ráðherra, eða tóku embættismenn þá ákvörðun? Hvaða yfirvöld heimiluðu Landsvirkjun að sækja um tengingu við Pan-Europe? Það verður að upplýsa.

Framganga Landsvirkjunnar og iðnaðarráðuneytisins hefur frá þessum tíma verið sú að undirbúa jarðveginn fyrir ákvörðun um sæstrenginn. Allar áætlanir Landvirkjunar um virkjanir miðast við skilyrðin sem sett voru fram af ENTSO-E 2011 um flutningsgetu tengingarinnar (sæstrengsins). Frá árinu 2012 hefur verið fjallað um málið á hverjum aðalfundi Landsvirkjunnar, í fjölmörgum skýrslum sem ráðuneytisins hefur kostað og með heimsóknum erlendra fyrirmanna, allt kynnt vel og rækilega fyrir fjármálafyrirtækjum, - þannig hefur málinu verið haldið vakandi.

Þessi áætlun, var samtvinnuð stofnun ACER og 3.hluta orkutilskipunarinnar eins og fram kemur í tilvitnunni hér á undan. Það vissu ráðamenn á Íslandi og reyna núna að slá ryki í augu þings og þjóðar vegna andstöðunar sem komin er fram, - með áliti eins lögfræðings, fv. starfsmanns ESA, -þeirrar stofnunar sem á að fara með eftirlit og framkvæmd tilskipunarinnar (sem er stjórnarskrárbrot), fyrir hönd ACER.

https://www.eui.eu/Projects/THINK/Documents/ACERPositionENTSOECBA.pdf

EF Alþingi samþykkir þessa 3ju orkutilskipun, sem ráðherra iðnaðarmála reynir að telja almenningi trú um að hafi engin áhrif á framtíð orkumála á Íslandi,- þó texti tilskipunarinnar sé alveg skýr um að vald orkumála verði úr höndum ríkisvaldsins, og sett í hendur erlendra eftirlitsstofnanna og erlends dómsvalds, - munu starfsmenn iðnaðarráðuneytis, Landsvirkjunar og fjármálafyrirtækja hefja undirbúning af krafti að ákvarðanatöku um sæstreng til Evrópu, sem svo lengi hefur verið á borði þeirra.

-Þá munu þingmenn standa hjá og hafa engin áhrif á þær gífulegu fjárfestingar og orkuframkvæmdir sem munu fylgja þeirri framkvæmd, - verða leiksoppar óábyrgra embættismanna og markaðsafla. 

 

 


Erfitt að skilja tilskipanir

Við hljótum að hafa samúð með ráðuneytunum okkar. Þau misstu mikinn hluta af sínum völdum til ESB fyrir 25 árum og hafa síðan ekki fengið að að stjórna landinu almennilega en verið í erindrekstri fyrir ESB. Afleiðingin er að þau hafa misst talsvert af sinni stjórngetu og þekkingu. Og nú hefur komið í ljós að þau eiga stundum erfitt með að skilja tilskipanirnar frá ESB.

Atvinnuvegaráðuneytið hefur látið hafa eftir sér að tilskipunin um "þriðja orkupakkann" hafi "lítil áhrif" eða að "valdheimildir séu bundnar við grunnvirki sem ná yfir landamæri".

Fyrsta skrefið í "orkupakkanum" er yfirtaka ESB á stjórnvaldi yfir rekstri orkuflutningskerfis landsins frá ráðuneytinu. ESB/ACER taka við reglusetningavaldinu. Stofnun ráðuneytisins, Orkustofnun-"orkumarkaðseftirlitið",  fer líka undan stjórn ráðuneytisins og á að sjá um erindrekstur fyrir ESB og eftirlit með ESB-regluverkinu.

Í tilskipuninni stendur:

-setur sameiginlegar reglur um framleiðslu, flutning, dreifingu og afhendingu rafmagns---reglur tilskipunarinnar kveða á um starfsemi á sviði raforku, markaðsaðgang, viðmiðanir og málsmeðferð við leyfisveitingar og rekstur raforkukerfa-

Verkefni Orkustofnunar verða m.a.að:

-ákvarða og samþykkja - gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu-

-tryggja að flutnings-og dreifikerfisstjórar og, ef við á, kerfiseigendur, ásamt eigendum raforkuvirkja, uppfylli skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun og annarri viðeigandi löggjöf ESB-

-að fara að, og framkvæma, allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðanir ACER og framkvæmdastjórnar ESB---

-að fylgjast með framkvæmd ESB-reglna sem varða hlutverk og ábyrgð flutningskerfisstjóra, birgja og viðskiptavina og annarra markaðsaðila-

https://www.frjalstland.is/mikilsverdir-orkuhagsmunir-i-hufi/


Þarftu starfsleyfi?

Það þurfti ekki starfsleyfi þegar Ísland var að byggjast upp úr fátækt í hagsæld um miðja 20. öld. En nú er öldin önnur. Ef þú ætlar að gera eitthvað, sérstaklega ef þú ætlar að skapa einhver verðmæti, gætir þú þurft starfsleyfi. Þú gætir þurft að ná í marga skriffinna. Og það er að koma ný tilskipun sem gerir enn erfiðara að fá starfsleyfi svo það er best að slóra ekki.

Hamlandi starfsleyfisreglur


Ráðuneytin orðin samdauna EES

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birtir á heimasíðu sinni minnisblað um EES- tilskipunina um yfirtöku ESB á stjórn orkuflutningskerfis landsins. Það er að verulegu leyti lögfræðilegar æfingar um óviðkomandi atriði en minna fjallað um aðalatriði málsins sem eru þessi:

Þingmál 115 segir:

-Vald til að setja reglur um kerfið flyst frá ráðuneytinu til Orkustofnunar

-Einkavæðing Landsnets undirbúin með heimild til að selja allt hlutafé

Lagafrumvarp um breytingu á raforkulögum (drög) segir:

"Tilskipunin setur sameiginlegar reglur um framleiðslu, flutning, dreifingu og afhendingu rafmagns".

Orkustofnun flyst undir orkumálaskrifstofu ESB, ACER. Lýðkjörin stjórnvöld á Íslandi afsala sér völdum yfir orkuflutningskerfinu til umboðsskrifstofu ACER, Orkustofnunar, sem fær eftirlitsvald. Ráðherra orkumála getur ekki gefið fyrirmæli um framkvæmd eftirlitsins. ESB fær þannig framkvæmdavald yfir orkuflutningskerfinu og mun ACER senda valdsboð ESB til ESA sem sendir afrit til Íslands (um 1000 bls væntanlegar)

Í tilskipuninni koma fram valdsvið Orkustofnunar/ACER í 21 lið, þar segir m.a.:

-að ákvarða eða samþykkja --- gjaldskrár fyrir flutning og dreifingu---

-að tryggja að flutnings- og dreifikerfisstjórar og, ef við á, kerfiseignedur, ásamt eigendum raforkufyrirtækja, uppfylli skyldur sínar samkvæmt þessari tilskipun og annari viðeigandi löggjöf ESB---

-að fara að, og framkvæma, allar viðeigandi lagalega bindandi ákvarðaanir Orkustofnunar/ACER og framkvæmdastjórnar ESB---

-að fylgjast með framkvæmd reglna sem varða hlutverk og ábyrgð flutningskerfisstjóra, dreifikerfisstjóra, birgja og viðskiptavina og annarra markaðsaðila samkvæmt reglugerð ESB (714/2009)---

-að fylgjast með fjárfestingu í framleiðslu í tengslum við afhendingaröryggi---

Ráðuneytin okkar virðast taka sér fyrir hendur að afsaka EES-tilskipanir jafnvel þegar þær færa stjórn á hinu mikilvæga orkukerfi úr landi.

Stjórn orkukerfis til ESB


Persónuverndarlög frá stórabróður

Alþingi þarf nú að stimpla EES-tilskipun um persónuverndarlög. Þau verða eitt dýpsta kviksyndið í tilskipanafeni EES.

Sveitarfélögin þurfa milljarð á ári til að uppfylla kvaðir tilskipunarinnar, þau geta ekki borgað, hafa nóg með sitt. Sjúkrahúsin og ríkisstofnanirnar þurfa fúlgur fjár og bankar og fyrirtæki velta kostnaðinum á viðskiptavinina. Málsmetandi aðilar hafa beðið um að þessi lög verði ekki sett, margir hafa lýst þau ónothæf, sumir vita ekki hvað þeir eiga til bragðs að taka "---stjórnvöld grípi til viðeigandi ráðstafana og auki fjárframlög til veitenda heilbrigðisþjónustu til að mæta þessum auknu og íþyngjandi kröfum---" (Eybjörg Hauksdóttir og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir í Morgunblaðinu 23.3.2018).

Samráðsgáttin hefur fengið úrbótatillögur um lögin. En það er tímaeyðsla að reyna að hafa áhrif á EES-tilskipanir, þær eru alltaf stimplaðar, "samráðið" er sýndarmennska. Stóribróðir, ESB, vill vernda okkur undirsátana hvern fyrir öðrum og stjórna hvernig upplýsingar séu notaðar og efla sitt vald og auka rétthugsun.

Það hefur enginn sagt hve stóra hrúgu af milljörðum "persónuverndarlög" ESB kosta landsmenn. Stóribróðir borgar aldrei. Enginn virðist verja okkar hagsmuni, Alþingi hefur ekki sagt okkur hvað lögin þurfa af skattfé. Skriffinnskuhyldýpi þessara ESB-laga verða skattgreiðendur að ausa sínu fé í að óþörfu, við gætum vel búið til lög hér heima í samræmi við okkar aðstæður.

Dýrari skriffinnska


Norðmenn komnir í hár saman út af Íslandi

www_fjordnorway_com.jpg                    

 

 Norskir frændur vorir rífast nú um afleiðingar EES-tilskipana um orkukerfið og meintar þvingunartilraunir norsku ríkisstjórnarinnar gegn Íslandi.

(Mynd: Víkingar, Fjord Norway, Örjan Iversen)

 

Norskir stjórnmálamenn virðast vera hræddari við fransk-þýska stórríkið (ESB) en þeir íslensku, kannske af biturri reynslu. Haft er eftir forsætisráðherra Noregs að orkustjórnvald ESB (ACER) muni ekki gegna mikilvægu hlutverki á Íslandi og sagt að ráðherran hafi látið að því liggja að Ísland muni þess vegna samþykkja orkutilskipanirnar eins og Noregur hefur þegar gert. Öll EES lönd þurfa að samþykkja. Norsku samtökin Nei til EU óttast nú að norska ríkisstjórnin sé að reyna að þvinga Ísland til að samþykkja ACER í staðinn fyrir að sýna Íslandi virðingu.

Einhverjir starfsmenn utanríkisráðuneytis okkar hafa líka látið hafa eftir sér að ACER muni hafa lítil áhrif hérlendis. Það gefur ranga mynd af afleiðingum tilskipananna.

Það sem gerist ef Alþingi samþykkir EES-tilskipanirnar um orkukerfið er að íslensk stjórnvöld afsala sér völdum yfir orkuflutningskerfi Íslands og færa yfirstjórn þess til ESB.

Orkuskrifstofa ESB (ACER) stofnar þá umboðsskrifstofu hér sem við þurfum að kosta með okkar skattfé þó hún lúti ekki okkar stjórn. ESB fær þannig framkvæmdavald yfir íslenska orkugeiranum, þ.e. reglusetningarvald um orkuflutningskerfið, m.a. um tæknimál og viðskiptamál, og þar með vald um nýtingu auðlinda landsins. Sú valdstjórn eykur einnig kostnað og skriffinnsku svo orkureikningarnir hækka. Þegar eru um 500 blaðsíðna fyrirskriftir komnar út og von á 1000 frá ACER. Eins og reynslan sýnir mun ESB síðan teygja sig lengra og taka meiri völd yfir orkumálunum með tímanum. Samkvæmt upprunalega EES-samningnum voru orkumálin ekki með en ESB hefur nú náð þeim undir EES. Reyndar fengum við fyrirvara sem er kannske hægt að nýta.


HÆTTA! Umhverfismat

Ætlar þú að fara út í framkvæmdir? Varaðu þig, þú gætir lent í umhverfismati!

Það getur verið hættulegt, menn hafa tapað verkefnum, aleigu og jafnvægi á því. Lögboðið mat er flókið og dýrt svo menn verða að hafa mikla peninga, mikinn tíma út áratuginn og mikla þolinmæði fyrir óþörfu stagli, mæta á mikla fundi og fá miklar kvartanir og tafir ef ætlunin er að lifa af umhverfismatið.

Enn ein tilskipunin um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda er komin til Alþingis. Hún gerir matið og tilheyrandi leyfisumsóknir og bardaga við stofnanaskarann enn erfiðari og dýrari en áður. Fyrirsjáanlegt er að alls kyns afturhaldsseggir úti í bæ geti stöðvað framkvæmdir í langan tíma. Það þýðir ekkert að kvarta, það er ekki hlutstað á kvartanir út af EES-tilskipunum, þær bara gilda.

Umhverfismat hægir á þróun


Sjálfstæðisflokkurinn heldur frumkvæðinu

í stjórnmálaumræðunni um EES-samninginn sem formaðurinn hóf á Alþingi 6. febrúar. Flokkurinn hélt opinn fund um málið í dag þar sem Óli Björn Kárason reifaði álitamál um samninginn og um nýju orkutilskipun ESB ásamt með sérfræðingum í orkumálum og lögum....

Við fáum dýrt og lélegt bensín

Það er ekki lengur hægt að fá hér gott 95 oktana bensín, það er allt útþynnt með orkuminni og varasamari vökvum. Maður skyldi halda að þá yrði það ódýrara og "umhverfisvænna". En það er nú eitthvað annað: Það verður dýrara og dregur ekki úr heildarlosun...

Á ESB að ráða hvaða gjaldeyrisbraskarar koma?

Það hefur verið alsannleikur um skeið að ekki megi stjórna fjármagnsflutningum milli landa: Það þurfi að afnema gjaldeyrishöft. Við vitum hvernig það getur virkað: Afnám gjaldeyrishafta með EES-fjórfrelsinu endaði 8. október 2008 með því að landið var...

Landsvirkjun, sæstrengur og ACER

Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun hefur í nokkur ár lagt mikla vinnu í að undirbúa sæstrengstengingu til Evrópu. Sviðsmyndin er skýr hjá þeim. 1.200 MW í nýjum virkjunum þarf til. Vatnsföll, vindorku og jarðgufu á að virkja, ca. 400 MW hvert. Hver eru rök...

Alþingi tekur aftur völdin?

Traust á Alþingi er lítið. Enda von, það hefur ekki einsamalt löggjafarvaldið, Evrópusambandið hefur líka vald til að semja lög gegnum EES-samninginn . Það hefur haft í för með sér slæmar afleiðingar . En nú hafa þrettán þingmenn lagt fram beiðni um að...

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband