Ísland verður bleikt

barley-2452796_640Landbúnaðarháskólinn kann að margfalda akuryrkjuna. Hvernig á að gera það er lýst í nýrri skýrslu: Bleikir akrar.

Kornrækt lagðist að mestu af á 12. öld þegar loftslagið kólnaði. "-Á Reykjahólum váru svo góðir landskostir í þenna tíma, at þar váru aldri ófrævir akrarnir-" (snemma á 12. öld samkvæmt Þorgils sögu og Hafliða). Það var svo ekki fyrr en loftslagið tók að hlýna aftur um 1920 sem gróskan fer að taka við sér. Stutt kuldaskeið 1965-1995 dró svo aftur úr gróskunni en eftir það hófst annað góðæristímabil og náði hitinn hámarki 2003 en sæmileg hlýindi vara enn þó þau séu minni en í byrjun aldarinnar eða um 1940. (Loftslagsbreytingar á Íslandi)

Með því að stórauka ræktun skógarsvæða og skjólbelta og setja meiri kraft í að þróa ný kuldaþolnari kornafbrigði meðan hlýindin vara eru meiri líkur á að kornræktin geti lifað áfram eftir að næsta kuldatímabil hefst. Skógur ver ekki aðeins gegn vindi og veðri heldur jafnar hann hitastig og rakastig  og verndar gegn veðurskemmdum. Græni skógurinn dregur í sig geisla sólarinnar og barrskógurinn sígræni hitar veðurlagið á skógarvæðinu líka á veturna. Það er að mörgu að hyggja, til dæmis ágangi fugla á akrana eins og kemur fram í skýrslunni (Bleikir akrar)

Á heimsvísu hefur uppskera kornjurta vaxið jafnt og þétt síðustu áratugi, var 1 milljarður tonna 1970 en er nú 3 milljarðar tonna (Worldbank). Koltvísýringsstyrkurinn í lofthjúpi jarðar hefur aukist og valdið meiri vaxtarhraða jurtagróðurs, uppskera nytjajurta heldur fyrirsjáanlega áfram að aukast ef koltvísýringurinn heldur áfram að aukast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband