Hlýðið!

Energipakke4ForsideVett3_20_nettsegir Evrópusambandið og lætur orkulandið Noreg lögleiða ónýtt orkustjórnkerfi sambandsins í krafti EES.

Með sæstreng eru Norðmenn nú tjóðraðir við braskið með raforkuna á "samkeppnismarkaði" ESB þar sem menn búa við dýra og stopula orku frá vindmyllum. ESB-fyrirtæki gera því rokhá tilboð í orku frá Noregi sem notendur í Noregi verða að keppa við. Það þýðir að rafmagnsverð í Noregi eru komið upp úr öllu valdi; orkukreppa Evrópusambandsins komin til Noregs. Ríkisstjórnin hefur afsalað valdinu og getur nú ekkert gert nema að eyða fúlgum í niðurgreiðslur heima.

Norsku sjálfstæðissamtökin Nei til EU stefndu norska ríkinu fyrir fjórum árum fyrir að hafa brotið stjórnarskrána (Grunnloven) með því að samþykkja að afsala valdi til orkustofnunar ESB (ACER) og EES-eftirlitsins (ESA). Nú hafa dómar gengið (í Oslo tingrett og Borgarting lagmannsrett) sem segja að afsalið hafi ekki verið stjórnarskrárbrot! Norsk stjórnvöld þora ekki, frekar en þau íslensku, annað en hlýða Evrópusambandinu í einu og öllu. Engar undantekningar.

Það verður ljósara með hverjum degi að áþján Evrópusambandsins í Noregi (og Íslandi) verður ekki afnumin fyrr en EES-samningurinn hefur verið afnuminn.

https://neitileu.no/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband