Þorskur í svitabaði

codfish-5038905_960_720"Ég held að það megi búast við breytingum á fiskveiðistofnum umhverfis Ísland, fækkun tegunda, til dæmis þorsks sem vill vera í köldu vatni, og aukningu tegunda sem lifa í hlýrra vatni-" (Fréttablaðið 9.12.22 hefur eftir prófessor í Danmörku)

Eins og lesendum Frjáls lands er kunnugt ríkir kólnun í hafinu við Íslandsstrendur. Mesta hlýindaskeið sem komið hefur á síðustu öldum var 1930-1965, þá náði þorskaflinn hámarki og um 1950 var hann tvöfalt meiri en nú. Uppúr 1965 var sjórinn orðinn svo kaldur að síldin frá Noregi komst ekki hingað. Rannsóknir sýna (Páll Bergþórsson) að fiskafli við Ísland minnkar þegar kólnar en vex þegar hlýnar. https://www.frjalstland.is/kolnun-sjavar/

Þegar fréttamiðlar segja frá rannsóknum á náttúrufyrirbærum leggja þeir oft áherslu á að breytingar og váleg áhrif stafi af hlýnun. Vísindamenn fá síður styrk ef þeir játast ekki undir kenninguna um hlýnun, þeir hnýta því oft ágiskunum um það inn í sínar greinar sem fjölmiðlar svo endurvarpa.

Fréttir af óháðum rannsóknum á náttúrufyrirbærum er erfitt að finna í meginfjölmiðlum þó mikið af vönduðum rannsóknum hafi verið gerðar sem afsanna kenningarnar um hlýnun af völdum koltvísýrings frá mönnum.

https://www.frjalstland.is/loftslagsvisindi-hrjad-af-folsunum/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband