Metanól úr vatni

heavy-burden-young-man-casual-carrying-elephant-his-back-51903259.jpg"Alþjóðlegt orkufyrirtæki" ætlar að framleiða tréspíra úr vatni og koltvísýring úti á Reykjanesi. 15_milljarðar_i_metanol_framleiðslu_á_Reykjanesi

Svo vill til að vatn og koltvísýringur myndast þegar tréspírinn er notaður sem eldsneyti. Að taka útblásturinn, eða efni eins og eru í honum, og breyta honum aftur í eldsneytið dettur engum í hug nema trúaröfgamönnum eða þeim sem eru að véla okkur til að borga sér fyrir "kolefnishlutleysi".

Hugmyndirnar um "rafeldsneyti" eru reistar á svo miklum vitsmunaskorti og svo fjarri vísindaþekkingu nútímans að minnir á margra alda gamlar trúarkreddur. En það er í sjálfu sér hægt að framleiða eldsneyti úr útblæstri, það þarf bara einhvern sem borgar því engir kaupendur munu vilja borga það sem framleiðslan kostar. Framleiðendurnir verða að fá "losunarkredit" og als kyns framlög frá almannasjóðum eða "loftslagskerfum". Ónýt bákn, eins og ESB, hvað þá smáríki eins og Ísland, munu ekki lengi geta borgað margfalt verð fyrir lélega og óþarfa orkumiðla.

Kíló af metanóli gefur rúma 5 kwt þegar það er notað sem eldsneyti en það þarf um 10 kwt til að framleiða vetnið í kílóið! Og þá á eftir að útvega orku, hráefni og aðra þætti til framleiðslunnar. "Orkufyrirtækið" færi beina leið á hausinn nema saklausir skattgreiðendur eða heimskir fjárfestar, sem búið er að ljúga fulla um að jarðefnaeldsneyti skemmi loftslagið, taki sig til og borgi eldsneytisframleiðendunum fúlgur fyrir lélegt eldsneyti sem við þurfum ekki. Það er nóg til af góðu jarðefnaeldsneyti sem gefur meir en tvöfalt meiri orku (13 kwt/kg) en tréspírinn.

Orkulindir íslensku þjóðarinnar á að nota í annað en lélegt og óþarft eldsneyti á kostnað almúgans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband