Orkustefna óvita og ESB

windmillsunnamed_1370696.pngRíkisstjórnin hefur gefið út orkustefnu til 2050 í 12 "markmiðum", að mestu tekin upp úr tilskipunum frá ESB. Seint í rassinn gripið, mikilvægustu kaupendur íslenskrar orku eru þegar komnir með uppgjafahljóð. Stefnan nær svo langt fram í tímann að höfundar í Brussel og Reykjavík verða ábyrgðarlausir, að mestu búnir að geispa golunni 2050. Markmiðalistinn er án vitlegrar forgönguröðunar og blanda af sjálfsögðum hlutum og tískufyrirbærum:

3- "Orkukerfið fjölbreyttara"- Þetta þýðir aðallega vindmyllur og sólarpanela sem eru slæmir orkugjafar, mjög umhverfisspillandi og verða skammlífir hérlendis.

4-"Ísland er óháð jarðefnaeldsneyti---" Þetta eru tískudillur og draumórar ESB og heimsvaldasinna og geta ekki ræst.

5-"Orkumarkaður er virkur og samkeppnishæfur"- Samkeppnismarkaður orku á Íslandi er samkvæmt tilskipunum frá ESB og ónothæfur hér. Orkuframleiðsla á Íslandi þarf að vera án gróðakröfu og samkeppnishæf við orku landa þar sem eru fyrirtæki í samkeppni við íslensk fyrirtæki. Það er orkan hér ekki lengur vegna langvarandi vanrækslu.

10.-markmiðið er það mikilvægasta en óskilgreint: "Þjóðin nýtur ávinnings af orkuauðlindunum"- Þetta þýðir ef marka má núverandi undirlægjuhátt við ESB, að ríkið selur aðilum þar aðgang að auðlindunum.

Þetta markmið (10.) ætti að vera fyrst á listanum og orðast þannig:

Fallvatns- og varmaorkuauðlindir Íslands verði nýttar af almannafyrirtækjum á sem hagkvæmastan hátt til atvinnusköpunar og fyrir heimili og orkunotendur á Íslandi.

Þannig orðað meginmarkmið er nægilegt og segir að almannafyrirtæki haldi notkunarréttinum á orkuauðlindunum og að afskipti ESB verði afnumin. Sjálfbær_þróun_leiðarljós_í_orkustefnu_til_2050

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 80% raforkunnar sem framleidd er hér á Íslandi fer til stóriðjunnar og hún er í eigu útlendinga. cool

Langt innan við 1% Íslendinga starfa hins vegar í stóriðjunni og mikill meirihluti þeirra er í láglaunastörfum.

Íslenska þjóðin á Landsvirkjun sem hefur síðastliðna áratugi sáralítinn arð greitt til eigenda sinna af allri raforkusölunni til stóriðjunnar, sem flytur arðinn úr landi. cool

Stóriðjan þarf gríðarmikið erlent hráefni sem greiða þarf fyrir í erlendri mynt og Landsvirkjun tekur lán erlendis til að reisa hér virkjanir, þannig að vextirnir fara úr landi.

Þar að auki geta orkufyrirtæki hér á Íslandi einnig verið í eigu útlendinga. cool

24.10.2018:

"Kanadíska orkufyrirtækið Innergex hefur ákveðið að bjóða til sölu tæplega 54% eignarhlut sinn í HS Orku. cool

Formlegt söluferli hófst um miðjan þennan mánuð, samkvæmt heimildum Markaðarins, en gróflega áætlað gæti virði hlutarins verið í kringum þrjátíu milljarðar króna.

Á meðal eigna fyrirtækisins er 30 prósenta hlutur í Bláa lóninu.

Innergex eignaðist hlutinn í HS Orku í byrjun þessa árs þegar það gekk frá kaupum á öllu hlutafé kanadíska orkufélagsins Alterra.

HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta." cool

Kanadíska orkufyrirtækið Innergex vill selja meirihluta sinn í HS Orku

Þorsteinn Briem, 4.10.2020 kl. 16:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heimilin nota einungis 5% raforkunnar hér á Íslandi en þau greiða mun hærra verð fyrir hverja kílóvattstund en stóriðjan. cool

3.4.2017:

""Ég held að við þurfum ekki að reisa eina einustu virkjun.

Það sem rafbílar taka er mjög lítið og spá segir okkur að innan 15-20 ára verði komnir hundrað þúsund rafbílar í landinu.

Þessir bílar þurfa ekki nema 1,5% af því rafmagni sem framleitt er í landinu í dag og til að fullnægja því höfum við 10-15, jafnvel 20 ár.

Þannig að við þurfum í rauninni ekki að virkja neitt til að skipta yfir í rafmagn í umferðinni," segir Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur." cool

Þarf ekki nýjar virkjanir fyrir rafbílavæðinguna, segir forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Þorsteinn Briem, 4.10.2020 kl. 16:35

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.8.2019:

"Sex vís­inda­menn og fjór­ir sér­fræðing­ar á sviði orku­mála hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að í Evr­ópu er pláss fyr­ir 11,6 millj­ón­ir vind­mylla sem gætu fram­leitt 139 þúsund tera­vattstund­ir á ári, eða 497 exajoule, sem myndi mæta allri áætlaðri orkuþörf jarðar árið 2050, sem tal­in er verða 430 exajoule.

Þetta kem­ur fram í vís­inda­grein sem birt hef­ur verið á vef Science direct og í tíma­rit­inu Energy Policy.

Til­gang­ur grein­ar­inn­ar er ekki að leggja til að þess­um fjölda vind­mylla verði komið fyr­ir í Evr­ópu, held­ur að kort­leggja mögu­lega fram­leiðslu­getu vindorku, einkum á landi.

Grein­in er rituð með hliðsjón af mark­miði Evr­ópu­sam­bands­ins um að koma fyr­ir 100 þúsund vind­myll­um fyr­ir árið 2050." cool

Hægt að mæta allri orkuþörf heimsins með vindorku

Þorsteinn Briem, 4.10.2020 kl. 16:40

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"About 323 GW of cumulative wind energy capacity would be installed in the European Union (EU) by 2030, 253 GW onshore and 70 GW offshore.

With this capacity, wind energy would produce 888 TWh of electricity, equivalent to 30% of the EU power demand." cool

Wind energy in Europe: Scenarios for 2030 - WindEurope - September 2017

"Denmark was a pioneer in developing commercial wind power during the 1970s, and today a substantial share of the wind turbines around the world are produced by Danish manufacturers such as Vestas and Siemens Wind Power along with many component suppliers.

In Denmark electricity sector wind power produced the equivalent of 47% of Denmark total electricity consumption in 2019, increased from 43.4% in 2017, 39% in 2014, and 33% in 2013.

In 2012, the Danish government adopted a plan to increase the share of electricity production from wind to 50% by 2020, and to 84% by 2035. cool

Denmark had the 4th best energy architecture performance in the world in 2017 according to the World Economic Forum, and the second best energy security in the world in 2019 according to the World Energy Council."

2.10.2020 (í fyrradag):

"Pól­verj­ar vilja freista þess að vera sem mest sjálf­um sér nóg­ir um raf­orku en í því sam­bandi hafa þeir hrundið í fram­kvæmd áætl­un um að virkja vind­inn í Eystra­salti. cool

Í fyrra­dag var und­ir­ritað sam­komu­lag sem fel­ur í sér náið sam­starf nær allra landa á Eystra­salts­svæðinu í orku­mál­um og til­raun­ir til að draga úr skaðleg­um út­blæstri.

Þýskur þingmaður á Evr­ópuþing­inu seg­ir yf­ir­lýs­ing­una eiga eft­ir að stór­auka fjár­fest­ing­ar í end­ur­nýj­an­legri orku­fram­leiðslu í Mið- og Aust­ur-Evr­ópu.

Aðild að sam­starf­inu eiga Dan­ir, Eist­lend­ing­ar, Finn­ar, Lit­há­ar, Lett­ar, Þjóðverj­ar og Sví­ar." cool

Þorsteinn Briem, 4.10.2020 kl. 16:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2020:

How Elon Musk aims to revolutionise battery technology - BBC

8.2.2016:

Milljarða sparnaður Oslóborgar af rafstrætisvögnum - Félag íslenskra bifreiðaeigenda

18.7.2019:

"
Sem hluti af grænni stefnu borgarinnar Utrecht í Hollandi munu 55 rafknúnir strætisvagnar verða teknir í notkun á þessu ári og borgin stefnir að "algjörlega hreinu samgöngukerfi" fyrir árið 2028.

Rafmagnið til að knýja nýju vagnana kemur frá hollenskum vindmyllum.
" cool

16.7.2020:

Vetnisknúnir stórir vöruflutningabílar með eitt þúsund kílómetra drægi

13.9.2020:

Íslensk repjuolía á skip og vinnuvélar

Þorsteinn Briem, 4.10.2020 kl. 17:00

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.11.2018:

"Strætó bs. áætlar að þeir rafmagnsstrætisvagnar sem teknir voru í notkun á þessu ári spari fyrirtækinu kaup á um 80 þúsund lítrum af dísilolíu miðað við meðaleyðslu dísilvagns.

Níu rafmagnsknúnir vagnar eru nú í notkun en alls hafa verið fest kaup á fjórtán. cool

Samkvæmt upplýsingum frá Strætó hefur reynslan af rafvögnunum verið góð síðan fjórir þeirra voru teknir í notkun í byrjun apríl og fimm til viðbótar í ágúst síðastliðnum.

Engin vandamál hafi komið upp." cool

"Miðað við notkun rafvagna á árinu 2018 er gert ráð fyrir að Strætó spari um 80 þúsund lítra af dísilolíu.

Fram til þessa höfum við verið að keyra hvern vagn um fjögur þúsund kílómetra á mánuði en stefnum að því að hverjum vagni verði ekið um átta þúsund kílómetra á mánuði á næstu mánuðum og þeir verði þá komnir í fulla nýtingu," segir Ástríður Þórðardóttir sviðsstjóri fjármála og reksturs hjá Strætó bs."

"Ástríður segir að gert sé ráð fyrir að allir fjórtán vagnarnir verði komnir í fulla notkun í ársbyrjun 2019 og þeir geti sparað Strætó allt að 500 þúsund dísilolíulítra á ári miðað við meðaleyðslu dísilvagns." cool

Þorsteinn Briem, 4.10.2020 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband