Umhverfisöfgar ríða húsum
29.11.2019 | 20:22
Umhverfisprelátar tröllríða nú fjölmiðlum með yfirlýsingar sem eru hver annarri óraunsærri. Það alvarlega er að einn af valdsmönnum landsins, umhverfisráðherran, er í hópnum, hann berst gegn tilbúinni loftslagsvá ESB og vill sólunda fjármunum skattgreiðenda í það. Han vill m.a. "rafvæðingu flugsamgangna"! (Morgunblaðið 29.11.2019)
Ef reynt yrði að framkvæma það með því að setja rafvélar og bestu rafhlöðurnar í 767-vélarnar okkar, í staðinn fyrir þau 70 tonn af eldsneyti sem þær taka, yrðu þær yfir 4000 tonn að þyngd en eru nú undir 200 tonnum!
Að menn með svona litla þekkingu á náttúrulögmálunum séu settir í ráðherrastól með aðgang að sjóðum landsmanna er mikið áhyggjuefni. Og fólk er farið að spyrja sig hvernig þeir geta stöðugt útvarpað trúarsetningunum í fjölmiðlunum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:33 | Facebook
Athugasemdir
Hvernig á svo að losa sig við alla rafgeymana þegar þeir eru orðnir ónytanlegir - ekki gufa þeir upp !
Erla Magna Alexandersdóttir, 30.11.2019 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.