Loftslagsmál - Ekki er hlustað á gagnrýni sérfræðinga.

Loftslagsmál:

Umræðan um loftslagsmál á Íslandi minnir mjög á umræðuna um orkupakka ESB. Öll gagnrýnin sjónarmið er kaffærð með engum rökum af stjórnvöldum, kolagrænum VG og öðrum fylgifiskum sem fylgja í blindni trúboði SÞ og ESB og nýta sér loftslagsmál sem skattstofn fyrir hið opinbera, hækka kostnað framleiðslu og neytenda, þó þau segi annað í orði.

ESB leiðir þessa umræðu í Evrópa og tengir hana stefnu sinni í orkumálum þar sem næstum ímyndaðar lofttegundir er umbreytt í markaðsvöru til verslunar. Bráðnun jökla og íss í Norðurhöfum, sem lengi hafa sveiflast með hitastigi samkvæmt borkjörnum úr Grænlandsjökli, er orðin tákn um „loftslagsógnina“ og réttlæting allrar lagasetningar ESB á þessum sviðum hjá „Kolefniskórnum“ á Íslandi.

SÞ segja manngerðan kolefnisbruna ástæðu hitnunar andrúmsloftsins og aukningu kolefnis í andrúmsloftinu að áliti 1.000 vísindamanna (ekki allir sérfræðingar) og spáð er ragnarökum svo ungt fólk sér enga framtíð fyrir sér, slík er umræðan í boði þessa hóps, þar á meðal forsætisráðherra Íslands sem hefur predikað trúna.

Andstæð sjónarmið mun fleiri sérfræðinga í Evrópu, USA og víðar hafa ekki átt upp á pallborðið í umræðunni.

500 Sérfræðingar senda SÞ beiðni um umræður um loftslagsmál.(Sjá meðf. skjal í íslenskri þýðingu)

https://clintel.nl/prominent-scientists-warn-un-secretary-general-guterres/

31.487 Sérfræðingar sendu frá sér svipaða ítarlega samantekt með gögnum fyrir 12 árum.

http://www.petitionproject.org/gw_article/Review_Article_HTML.php


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Loftslagshlýnunarlestin er komin á fulla ferð.  Gáfulegast er að bíða með andmæli þangað til hún hefur brotlent á næstu stoppistöð.

Kolbrún Hilmars, 25.9.2019 kl. 18:06

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta eru engir loftslagssérfræðingar sem þarna er vísað til, heldur starfsmenn olíufyrirtækja. Hvernig væri nú að reyna að kynna sér aðeins þessi mál og leitast við að skilja þau í stað þess að básúna bara einhverja þvælu sýknt og heilagt? Ha?

Þorsteinn Siglaugsson, 25.9.2019 kl. 23:32

3 Smámynd: Haukur Árnason

Þorsteinn, það er nú ýmislegt í þessari skýrslu frá þessum 31.487 

"Kolvetnisnotkun (7) er ótengd við hitastig. Hitastig hækkaði í heila öld fyrir verulega notkun kolvetnis. Hitastigið hækkaði milli áranna 1910 og 1940 en kolvetnisnotkunin var nær óbreytt. Hitastigið féll síðan á árunum 1940 til 1972 en kolvetnisnotkun jókst um 330%. Einnig voru 150 til 200 ára hlíðar sjávarborðs og jökulþróun óbreytt með mjög mikilli aukningu kolvetnisnotkunar eftir 1940."

Haukur Árnason, 26.9.2019 kl. 10:50

4 Smámynd: Hörður Þormar

Munurinn á umræðunum um orkupakkann og loftslagsmálin er sá að við hefðum getað hafnað orkupakkanum og ráðið okkar orkumálum sjálfir.

En það er sama hvað við segjum eða gerum, Grænlandsjökull, jöklar Suðurskautsins o.fl. jöklar munu halda áfram að bráðna með tilheyrandi hækkun sjávarborðs. Þetta eru mælanlegar staðreyndir sem verður ekki breytt með mótmælum.

Og þetta breytist ekki þó að við mokum ofan í skurði, hættum að drekka gos eða hættum hafa kjöt á matborði skólabarna.

Eina vonin til þess að draga úr þessari þróun er að risaauðhringar sem framleiða olíu, gas og kol dragi úr þessari framleiðslu sinni. Það gera þeir ekki nema jarðarbúar dragi verulega úr eftirspurn eftir þessum vörum.

Hvernig á að fara að því? Það á að vera umræðuefnið, en því stjórnum við Íslendingar ekki.

Hörður Þormar, 26.9.2019 kl. 14:46

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er enginn peningur í raunveruleikanum.

Þú þarft að *trúa* á *vísindi* með ekkert forspárgildi, annars færðu engan pening.

Ég spái því að næst grafi þeir upp Frenólógiuna, og reyni að rukka fólk á þeim vísindum líka.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.9.2019 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband