Mokað ofan í skurði
10.8.2019 | 20:07
Íslendingar í Bretavinnu á stríðsárunum grófu skurði og mokuðu svo ofan í þá. Þannig var stjórn Breta hér og þannig er stjórn Íslendinga orðin, í samræmi við stefnu ESB í "loftslagsmálum" um "endurheimt votlendis". Ávinningurinn gæti orðið að
-beitarlönd verða að mýrarflákum; offramleiðsla landbúnaðar minnkar
-húsdýrin festast í mýrunum; rollum fækkar á afréttum
-votlendið eflir skordýrin; meiri fjölbreytni dýralífs, mýbitum fjölgar
-mýrarnar hamla ferð manna og dýra; meiri líkamshreyfing bænda
-votlendið framleiðir mikið "gróðurhúsaloft" (mýraloft, metan á ísl-ensku); 20 sinnum öflugra en koltvísýringurinn úr skurðunum
-gróðurlandið sem skurðirnir ræstuðu hættir að binda koltvísýring; meiri koltvísýringur handa öðrum gróðri.
Næst á dagskrá er að huga að endurheimt byggingalands.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:50 | Facebook
Athugasemdir
Planið gengur ennþá hjá þeim en unnið er að því aö reka spunann oní þá.
Helga Kristjánsdóttir, 11.8.2019 kl. 04:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.