Að spilla orkukerfinu

electrical-cable-mess-2654084_960_720.jpgRegluverk ESB er búið að sundurlima orkufyrirtækin og setja í gang dýran leikaraskap um samkeppni. Einkavæðing og brask fjármagnseigenda í EES/ESB með orkufyrirtæki og nýtingu þjóðarauðlinda eru komin í gang. Hækkanir á orkuverði er ein af afleiðingunum.

 

Alþingi á nú að stimpla tilskipun um enn meiri skemmdarverk á orkukerfinu sem auk þess færir stjórn orkukerfisins beint undir ESB. Orkustofnun ESB (ACER) fær völdin og undir hennar stjórn verður ný stofnun, "Raforkueftirlit Orkustofnunar", sem Ísland hefur engin yfirráð yfir og ekkert um að segja þrátt fyrir nafngiftina. Þetta er auðvitað andstætt landslögum og hefur í för með sér hraðari eyðileggingu á orkumálum  landsins í átt að því upplausnarástandi sem ríkir í orkumálum ESB. Alþingi á líka að stimpla tilskipanir um völd ACER, m.a. til að ákveða um mannvirki fyrir sæstreng, vafi leikur á hvort sú stimplun samræmist stjórnarskránni.

Tilskipanirnar eru nú hjá þingnefndum, það er hægt að senda umsagnir og biðja þingmenn okkar að koma í veg fyrir lögbrot, stjórnarskrárbrot og sóun orkuauðlindanna.

Orkukerfi landsins fært undir ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband