Alþingi afhendi erfðasilfrið

burfellsvirkjun_1340733.jpgRíkisstjórnin ætlar að láta Alþingi samþykkja 3. tilskipanahaug ESB um orkukerfi landsins (Mbl 22.3.2019). Það þýddi að ESB fengi umfangsmikið stjórnvald yfir íslenska orkukerfinu og eigin stjórnvaldsstofnun sem yrði staðsett hér og kostuð af Íslendingum en Íslendingar hefðu engin völd yfir en lyti stjórn og valdakerfi ESB alfarið. Og þar með framtíðar lögum og reglum ESB.

Þetta þýddi áframhaldandi eyðileggingu orkugeirans með flóknu og óhentugu regluverki ESB, sundurlimun og sýndarsamkeppni sem veldur óhagkvæmara orkukerfi og áframhaldandi hækkun orkuverðs eins og eftir pakka 1 og 2.

Á grundvelli einhvers konar lögfræðilegra hártogana heldur ríkisstjórnin að hún geti sett fyrirvara um sæstreng. Sá fyrirvari er ógildur, samþykki 3. orkupakkans er samþykki fyrir stjórnvaldi og stjórnkerfi ESB sem færir ákvarðanir um orkumál sjálfvirkt undir ESB og aðila þeim þóknanlegum.

Það verða aðrir en íslensk stjórnvöld sem taka ákvarðanir um sæstreng og aðrar skemmdir á orkuauðlindinni eftir að 3. orkupakkin gengur í gildi.

Ráðherrarnir misskilja innihald 3. orkupakkanns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dagdraumar;Þessi ríkisstjórnin falli! "Ný íslensk ríkisstjórn geti vísað til stjórnarskrár brota þeirrar fyrri og ógilt lögleysu orkupakka samþykktarinnar"??? 

Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2019 kl. 23:06

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, megi ríkisstjórnin falla fremur en að koma þessum svikaáformum í gegn!

Verðum líka í startholunum að hleypa af stað áskorunum á forsetann að synja slíkum lagapakka staðfestingar.

Jón Valur Jensson, 23.3.2019 kl. 02:04

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Lærðu menn ekkert af geðþóttaákvörðunum Alþingis í kjölfar hrunsins?
Umsókn um aðild að ESB - Icesavemálið?
Býst einhver við að kjósendur treysti Alþingi framtíðarinnar fyrir þessu fjöreggi?

Kolbrún Hilmars, 23.3.2019 kl. 16:28

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Kolbrún en þér og öllum sem tjáið ykkur hér um stjórn landsins fullveldi þess og góð samskipti við allar þjóðir. 

Helga Kristjánsdóttir, 23.3.2019 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband