Óþörf kvótakerfi ESB hækka flugfargjöldin

mom2_width-500.pngOkkar stjórnvöld hafa átt erfitt með að verja hagsmuni okkar og halda álögum í skefjum. Nýlega létu þau ESB teyma okkur með í "losunarkvótakerfi" fyrir koltvísýring, ETS, það tekur stórfúlgur frá flugfélögunum og flytur til ESB og veldur hærri fargjöldum hjá okkur. Þetta var óþarfi, engar skuldbindingar Íslands um koltvísýringslosun kölluðu á að við þyrftum að vera með í ETS. Það eru fá lönd á heimsvísu með slík kvótakerfi enda reynst svindl- og braskvæn en ónýt við að minnka útblástur.

Það sem verra er er að okkar stjórnvöld eru nú að leggja drög að enn frekari flutningi milljarða frá Íslandi til ESB (Mbl 14.12.2018). Reiknað hefur verið út að við þurfum að blæða nærri 300 milljörðum í ESB-kerfin næsta áratug! Það þarf því að kalla umhverfisráðherran heim áður en hann sóar meir af peningunum okkar. Skuldbindingapakkarnir í ESB kerfin um losun koltvísýrings, ETS og ESR, eru að verða svo fáráðnlegir að reyna þarf að vinda ofan af þeim og setja í staðinn í gang íslensk kerfi og nota peningana í ræktun hér heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband