Þjóðin sóar fyrirtæki þjóðarinnar

_sing696825.jpgLandsnet var stofnað af þjóðinni með því að kljúfa fyrirtæki þjóðarinnar. Þjóðarfyrirtækið Landsvirkjun var klofið (og líka flís út úr Rarik og fleiri minni orkufyrirtækjum) og úr þeim búið til raflínufyrirtækið Landsnet sem skorti afl Landsvirkjunar og dröslast nú með slitnar raflínur þjóðarinnar. Allt í samræmi við EES-samninginn.

Og það er meira EES-rugl: Þjóðin afhenti Landsnet orkufyrirtækjum þjóðarinnar, sem Landsnet fékk eignirnar úr, til eignar.

Hægan, það er meira! Þjóðin keypti Landsnet af fyrirtækjum þjóðarinnar sem þjóðin hafði afhent þeim úr fyrirtækjum þjóðarinnar. Og til að fullkomna EES-ruglið er í bígerð að braskvæða Landsnet, afhenda það "fjárfestum" (lífeyrissjóðum, bönkum, bröskurum ofl.) upp í skuld.

Þannig slátra EES og máttlausir landstjórnendur mjólkurkúm þjóðarinnar og lauma gróðanum til gróðabrallara og þjóðin fær svo reikninginn í formi dýrari og stopulli orku úr auðlindum þjóðarinnar (Mbl 22.2.2023)


Bloggfærslur 22. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband