Allt í plati lög gegn landakaupum útlendinga

landeigandifarmer-man-shepherd-dog-162520.jpgRíkisstjórnin segist geta komið í veg fyrir að útlendingar eignist Ísland, meira að segja er búið að leggja fram frumvarpsdrög. Þeir sem nenna að lesa drögin á Samráðsgáttinni átta sig fljótt á að frumvarpið tryggir ekki að Íslendingar eigi íslenskar landareignir heldur setur als kyns óviðkomandi ákvæði sem hefta viðskipti.

https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2623

 

Frumvarpið er í samræmi við blekkingaleiki EES-samningsins: Stjórnvöld hér þykjast ráða einhverju en geta engu breytt sem er í EES-samningnum. Samkvæmt honum er aðilum í ESB-löndum heimilt að eiga land á Íslandi. Ríkisstjórnin getur ekki breytt því með plat-lögum, hún þarf að segja upp EES-samningnum og fá Alþingi til að setja íslensk lög um landeign. En til þess hefur hún ekki kjark.


Bloggfærslur 7. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband