Kínaplágur og heimsveldi

coronavirus-4914028_960_720_1359461.jpgEnn ein Kínaplágan herjar nú. Í Kína er þéttbýli (3200 á ferkílómetra í veiruhéraðinu, varla 4 á Íslandi) og víða frumstætt hreinlæti, fjölbreytt lífríki og mikið dráp og át á alls kyns dýrum. Það er nú orðið ljóst að ekki er hægt að treysta því að Kína geti hamið plágurnar eða varað heimsbyggðina við í tæka tíð. Mesta vá mannkyns

En Kínverjar reka líka útþenslustefnu í iðnaði, viðskiptum og stjórnmálum. Þeir vilja áhrif á heimsvísu, í Afríku, Norðurskautinu, Evrópu. Þeir eru þegar búnir að slá út stóran hluta iðnaðar Vesturlanda með kúgun og þrælahaldi 1.438.000.000 eigin þegna.

Donald Trump hefur að mestu staðið einn þjóðarleiðtoga gegn yfirgangi Kína. Niðurrifsöflin berjast gegn honum en hann er kjarkmaður og skilur hvert stefnir, aðrir vestrænir leiðtogar eru flestir gufur. Missir stórs hluta atvinnufyrirtækjanna, og nú líka dauði þúsunda manna, kallar á að leiðtogarnir fari að hugsa um sína eigin þegna eins og Trump gerir. Og fari að standa fast gegn heimsvaldagræðgi, kúgun, dýraníði og plágum.


Bloggfærslur 30. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband